Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 34
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4- 24 21 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz M-Class 250 BlueTEC, 4MATIC og með 7 þrepa sjálfskiptingu. Verð frá 9.980.000 kr. Upplifun Mercedes-Benz M-Class er meistarasmíð. Afburða hönnun, fjölmargar tækninýjungar, kraftur og framúrskarandi aksturseiginleikar breyta akstri í upplifun. Hann er búinn hinu háþróaða 4MATIC aldrifskerfi sem bregst strax við breyttum akstursaðstæðum, t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Dráttargetan er heil 3.500 kg og hann eyðir aðeins 5,8 l/100 km í blönduðum akstri. Komdu Öskju á Krókhálsi 11 og upplifðu reynsluakstur á glæsilegum M-Class. Baltasar Samper er fæddur og uppalinn í Katalóníu en hefur verið búsettur á Íslandi í áratugi. Væri hann í Barcelona myndi hann kjósa tvöfalt „SÍ“ á sunnudaginn. „Stjórnin í Madríd felur sig á bak við stjórnarskrárlögin en það fólk er allt í PP, hægri menn sem tengjast Katalóníu ekkert. Madríd er að kyrkja Katalóníu með allt of háum sköttum. Það átti í upphafi að vera sjálfsstjórn í Katalóníu, en það er ekki svo. Fólk vill bara fá að lifa í friði. Það hópuðust tæpar 2 milljónir út á götu í haust, ekki með pólitísk skilaboð heldur bara með katalónska fánann.“ „Okkur var bannað að tala tungumálið í mörg ár og allar göturnar okkar voru nefndar í höfuðið á spænskum fas- istum. Ég vildi ekki spænskan passa á sínum tíma og valdi frekar ís- lenskan. En ef Katalónía verður frjáls aftur, þá fæ ég mér kannski katalónskan passa.“ Fróðleiksmolar um Katalóníu  Katalónía er sjálfstjórnarhérað á Norðaustur Spáni.  Katalónska er tungumál en ekki spænsk eða frönsk mállýska. Það var bannað að nota katalónsku í valdatíð Franco, einræðisherra á Spáni. Í dag tala um 10 millj- ónir katalónsku en hún er opinbert tungumál í Andorra, og annað tungumál í Katalóníu, Valencia og á Majorca, Menorca og Ibiza. Katalónska er ekki viðurkennd sem eitt tungumála Evrópusambandsins.  Á fimmtándu öldinni var katalónska þjóðin jafn stór þeirri íslensku. Í dag telur hún 7,5 milljónir.  15,7% eru innflytjendur.  Héraðið er svipað að stærð og Belgía, 32.107 ferkílómetr- ar.  Þjóðarframleiðsla Katalóníu er 20% af þeirri spænsku.  Katalónía er fjórða auðugasta sjálfstjórnarhérað Spánar, á eftir Baskalandi, Navarra og Madríd.  Nautaat var bannað í Katalóníu árið 2010. SPáNN KAtAlóNÍA PO rt u gA l Og nú hefur ykkur verið bannað að kjósa. En þið ætlið samt að kjósa? „Við höfðum fulla trú á því að það væri hægt að vinna út frá stjórnar­ skránni en flokkarnir við völd í Madríd segja allar okkar tillögur brjóta í bága við stjórnarskrána. Kosningin yrði ólögleg. Á móti segjum við að það sé ekkert mál að breyta lagarammanum svo fólk geti kosið. En nei, það er enginn pólitískur vilji í Madríd. Stjórn­ málamenn í Madríd fela sig á bak við lagaleg rök. Svo það var ákveð­ ið á katalónska þinginu í septem­ ber að það yrði kosið þrátt fyrir það.“ Þetta er ólíkt ferlinu í Skotlandi? „Já, það er allt annað samtal í gangi. Bretland á sér auðvitað miklu lengri sögu lýðræðis en Spánn og það er að sýna sig núna. Cameron, forsætisráðherra Bret­ lands, sagðist hafa getað neitað um kosningar en að það hefði ekki verið hægt í lýðræðisríki. Rajoy, forsætisráðherra Spánar, tekur aftur á móti andstæðan pól í hæð­ ina, sem mér finnst skrítin afstaða í Evrópu á 21. öld.“ Stjórnvöld í Madríd segja líka að ef það yrði kosið þá væri það mál allra Spánverja, en ekki bara Katalóna? „Já, og sú afstaða sýnir svo vel að í Madríd er ekki litið á Katalóníu sem þjóð. Og það er kjarni máls­ ins. Þetta er ástæðan fyrir því að orðið „þjóð“ var tekið úr stjórnar­ skránni. Á Bretlandseyjum líta allir á Skotland sem þjóð, sem á að hafa rétt á því að kjósa. Að mínu mati er það mjög góð ástæða til að vera áfram í sambandinu. En að mega ekki kjósa og vera ekki viðurkennd sem þjóð er mjög gild ástæða til að fara. Lýðræðið á Spáni er á mjög lágu plani.“ Þið viljið samt vera í Evrópusam- bandinu? „Já, auðvitað. Við erum ekki að tala um sjálfstæði núna eins og talað var um sjálfstæði á nítjándu öldinni. Sjálfstæði þýðir ekki að loka sig frá umheiminum. Evrópa hefur alltaf þýtt frelsi og lýðræði fyrir okkur. Við viljum ekki taka upp gömul landamæri, við viljum taka þátt í lýðræðislegri uppbygg­ ingu sambandsins og nota evru. Ef við værum meðlimir í sambandinu þá færi 1% af þjóðarframleiðslunni þangað en núna borgum við 8% til Spánar. Það væri hægt að geta ansi miklar umbætur fyrir þann mismun.“ „Ef stjórnendur á Spáni viðurkenndu okkur sem þjóð og ef við fengjum að taka meiri þátt í ákvarðanatöku en ekki bara lúta ógagnsærri miðstýringu, þá gætum við glöð verið áfram hluti af Spáni. Meðlimir í Evrópusam­ bandinu hafa rödd á evrópska þinginu, sem við höfum ekki á því spænska. Katalónía væri lýðræðislega betur sett sem fullgildur meðlimur í Evrópu­ sambandinu en núna. Við viljum betra land þar sem lýðræði skiptir máli.“ Já við sjálfstæði úttekt 35 Helgin 7.-9. nóvember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.