Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 35

Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 35
Glútenlaust brauð, góðan daginn! É g fór í nám í mjólkur-fræðum og fer að vinna við ostagerð í Danmörku í 4 ár,“ segir Þórarinn spurður um upphaf Ostahússins. „Ég prófaði svo að vinna á nokkrum stöðum eftir að ég kom heim en fannst ég alltaf þurfa að vinna meira með ostana. Ég fékk þá hugmynd að opna ostabúð sem við gerðum í Hafnarfirði, þetta var 1992. Það kom í ljós eftir nokkra mánuði að svona búð gæti aldrei gengið.“ Af hverju ekki? „Vegna þess að það var engin hefð fyrir þessu. Hefði helgartraffíkin verið alla daga, þá hefði þetta gengið,“ segir Þórarinn. „Þessi hefð er ekki enn komin hingað,“ segir María. „Fólk vill kaupa sinn ost í stórmörkuðum. Þetta hefur allt færst í rétta átt en þetta er fast í þjóðarsálinni. Við vorum með mikið úrval osta í borðinu hjá okkur en mjög fljótt fengum við spurn- inguna „Er ekki hægt að fá þetta í Fjarðarkaup?“ Við sáum mjög fljótt að þetta væri leiðin svo við fórum að selja í búð- unum.“ Fólkið beið í röðum „Við fundum mikið fyrir áhuganum á Ostadögum sem haldnir voru reglulega. Þá kom fólk og beið í röðum eftir því að smakka osta, svo það hefur alltaf verið mikill áhugi,“ segir Þórarinn. „Þetta var líka mikil handavinna í framleiðslu. Allar pakkningar voru handgerðar Það hagnast allir á frumkvöðlum Ostahúsið hefur verið leiðandi í gerð osta og eftirrétta í rúm 20 ár. Hjónin María Ólafsdóttir og Þórarinn Þor- leifsson hafa staðið vaktina við fram- leiðsluna síðan 1992 og segja þróunina á íslenskum osta- markaði ganga hægt. Þau eru á því að með innflutningi erlendra osta komumst við lengra í gerð íslenskra osta en vona að íslenskur Parmesan ostur líti ekki dagsins ljós. Þorleifur og María hafi staðið vaktina við ostaframleiðslu í 22 ár. og fólki þótti þetta flott,“ segir María. „Þetta var nýjung. Þetta seldist mjög vel í öllum stórmörk- uðum svo vöntunin á þessum teg- undum osta var til staðar. Seinna byrjaði Osta- og smjörsalan að koma með álíka osta og vöru- flokka.“ „Við byrjuðum síðan að gera eftirrétti sem urðu mjög vinsælir. Sérstaklega Tíramísú sem við gerðum í samráði við veitingastað- inn La Primavera,“ segir María. „Það var þannig að hjá þeim var ítalskur gestakokkur í heimsókn sem gerði þetta Tíramísú. Leifur veitingamaður á La Primavera spyr okkur hvort við getum fram- leitt þetta fyrir þá, sem við gerðum og hefur alltaf selst, og uppskriftin fengið að halda sér. Þessu breytir maður ekki. MS kom seinna með deserta en það má alveg segja að Ostahúsið hafi gefið tóninn í mjög mörgu sem hefur verið framleitt af bæði ostum og ekki síst desert- um,“ segir María. Það hagnast allir á frumkvöðl- um. Ævintýri líkast Árið 2006 sameinaðist Ostahúsið dótturfyrirtæki Sölufélags græn- metisbænda sem nefnist Í einum grænum en þau Þorleifur og María eru enn yfir sölu og framleiðslu fyrirtækisins. Ostahúsið byrjaði í miðbæ Hafnarfjarðar og segir Þorleifur að það hafi verið erfitt að fá inn gangandi vegfarendur í búðina, og segir þau hafa kannski verið í of miklum útjaðri. „Við byrjuðum í húsnæði við hlið Fjarðarins sem var að byggjast upp á þessum tíma en fluttum svo í gömlu bæjarútgerðina sem nú hefur verið rifin. Síðan fórum við í húsnæði Drafnar, sem var al- vöru stórt húsnæði en það vantaði kannski verkefnin til þess að anna því,“ segir Þorleifur. „Vöxturinn þar hefði mátt vera sá sami og var í bæjarútgerðinni,“ segir María. „Þar var einhver andi og dásam- legt að vera þar. Framleiðslan var gríðarleg og ævintýri líkast.“ Ostahúsið var leiðandi í gerð osta karfa fyrir einstaklinga og fyr- irtæki. Sú framleiðsla hefur verið gríðarlega vinsæl um árabil. „Við vorum líka leiðandi í inn- flutningi á ostum,“ segir Þorleifur. „Við vorum stórtæk í þeim efnum.“ Ostahúsið framleiðir hátt í 20 tegundir osta og eftirrétta í dag og er stöðug þróun í framleiðslu vöru- flokka hjá fyrirtækinu. Á Íslandi er ekki hægt að framleiða allar tegundir osta og segja María og Þorleifur nauðsynlegt að flytja inn erlenda osta. Neyslan er að þróast „Það er ekki hægt að gera marga osta hér á landi eingöngu hefðar- innar vegna. Við getum gert miklu meira,“ segir María. „Það sem við höfum ekki eru þessir sérstöku ostar sem gerðir eru úr kinda og geitaafurðum, eða buffaló ef því er að skipta. það er engin hefð fyrir þessu,“ segir Þorleifur. „Við gætum hugsanlega gert meira úr geitaafurðum en staðreyndin er sú að við erum ekki fjölmenn þjóð, og markaðurinn er bara ekki nógu stór. Ég sé þetta gerast frekar í vörum sem eru „Beint frá býli“, sem er frábær við- bót og mjög þörf,“ segir María. Er þetta erfiður markaður? „Þetta er engin verðbréfamarkað- ur,“ segir Þorleifur. „Þetta er mjög stabíl sala hjá okkur í dag,“ segir María. „Það er mikill framleiðslu- kostnaður og mikil handavinna í kringum þetta svo það þarf að passa vel upp á framlegðina.“ Ostaneysla Íslendinga er stöð- ugt að þróast og víða eru verslanir með ýmsa sérvöru í tengslum við mat og matargerð. Þorleifur og María eru á því að Íslendingar séu smám saman að verða sælkera- þjóð. „Þetta er alltaf að breytast með auknum ferðalögum lands- manna og búsetu erlendis,“ segir María. „Þess vegna er líka nauð- synlegt að flytja inn erlenda osta,“ segir Þorleifur. „Ég er á því að með aukinni viðbót aukist almenn ost- aneysla á landinu, og þar með talið í innlendum ostum. Sú hugsun að hefta innflutning með gjöldum og tollum er alröng. Það er óþarfi að eyða gjaldeyri í það að flytja inn erlendan brauð- ost, okkur vantar hann ekki,“ segir María. „En okkur vantar allt það sem ekki er framleitt hér sem er nauðsynlegt að geta boðið upp á. Þessir verndartollar eru ekki að vernda neinn.“ Ítalskur í uppáhaldi Eigið þið ykkar uppáhalds osta? „Minn uppáhalds ostur er án efa ítalskur Gorgon Zola,“ segir Þor- leifur. „Mér finnst erfitt að pikka einn út en ætli það sé ekki ein- hver af þessum svissnesku. Gruyer eða Emmenthaler eða slíkt,“ segir María. Fáum við einhvern tímann íslenskan Parmesan ost? „Ég vona ekki,“ segir María. „Vegna þess að við munum aldrei geta keppt við þessa hefð og ég vona að við verð- um miklu betri í einhverju öðru. Við eigum að einbeita okkur að því að búa til sér íslenska osta og njóta þeirra í bland við þessa innfluttu,“ segir Þorleifur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Við eigum að einbeita okkur að því að búa til íslenska osta og njóta þeirra í bland við þá inn- fluttu.  Ostahúsið hefur verið leiðandi í gerð ostarúllna og ostaeftirrétta.  Rúllurnar eru til með 7 tegundum kryddblandna og er Tíramísú Ostahússins mjög vinsælt.  Ostahúsið var einnig fyrst til þess að bjóða ein- staklingum og fyrirtækjum að kaupa gjafakörfur og gjafaöskjur fylltar af góðgæti.  Þeir ostar sem hafa verið hvað lengst á boðstólum Ostahússins eru Ostarúlla með blönduðum pipar, með hvítlauk, með beikoni og papriku. Brie með hvítlauksrönd og rjómaosturinn. 36 viðtal Helgin 7.-9. nóvember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.