Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 68

Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 68
MATUR OG DRYKKUR Í LAUGARDALSHÖLL UM HELGINA – OPIÐ FRÁ 10-18 „MATARHÁTÍÐIN“ Ég er svakalega spennt að smakka þennan flotta mat, allskonar drykki sem boðið verður upp á og skoða tilboðin. Svo er frítt fyrir yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum, annars bara 1.000 kall sem er hræódýrt miðað við sem er þarna í boði og svo gildir miðinn báða dagana. Ég er mjög forvitinn að skoða það sem er á boðstólnum og svo er kannski hægt að kaupa eitthvað á hagstæðu verði, sem er ekki verra fyrir jólin. Hver sleppir svona sýningu? Ekki ég og mín fjölskylda. Við förum öll fjölskyldan ekki spurning og amma líka. Arndís Hrönn Egilsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverkum sínum. Yrsa Roca Fannberg og Salóme Fann- berg. Heimilda- myndin Salóme er einlægt portrett Yrsu af móður sinni en á sama tíma fjallar myndin um samband mæðgnanna og viðkvæmt sam- band leikstjóra við viðfangsefni sitt. Ljósmynd/Hari Salóme frumsýnd í kvöld Verðlaunamyndin Salóme, eftir Yrsu Rocu Fannberg, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld, föstudags- kvöld. Heimildamyndin er portrett af móður Yrsu, Salóme Fannberg veflista- konu og sex barna móður, en á sama tíma fjallar hún um samband dóttur og móður og samband leik- stjóra við viðfangsefni sitt. Útkoman er einlæg og persónuleg heimildamynd sem hefur vakið athygli hvert sem hún fer. Salóme er fyrsta mynd Yrsu en sigurganga hennar er hafin á verð- launahátíðum hérlendis og erlendis og var nýjasta rósin í hnappagatið verðlaun á hinni virtu Nordisk Panorama hátíð fyrir bestu heimildamynd- ina. Helga Rakel Rafns- dóttir er aðalframleiðandi myndarinnar en myndin var styrkt af Kvikmynda- miðstöð Íslands, Film i Skane og Menningarsjóði Hlaðvarpans. Myndin verður í sýningu til 20. nóvember. Bláskjár þýddur fyrir enskumælandi áhorfendur Borgarleikhúsið fetar í forspor erlendra leikhúsa með því að sinna ensku- mælandi áhorfendum með textuðum sýningum. Þriðjudaginn 11. nóvem- ber verður sýningin Bláskjár þýdd á enskan texta sem varpað verður á vegg leikmyndar. Bláskjár, eftir Tyrfing Tyrfingsson, er íslenskt gamandrama með súrum keim og fjallar um einlæga löngun tveggja systkina í Kópavogi, skammt frá Hamraborg, til að endurnýta sig og byrja lífið upp á nýtt. Tyrfingur gegnir í ár stöðu leikskálds Borgarleikhússins. -jh Gamla bíó það sem Reykjavík vantaði I celand Airwaves tón-listarhátíðin hófst á miðvikudaginn með pompi og prakt. Grímur Atlason framkvæmda- stjóri hátíðarinnar var gríðarlega ánægður með byrjunina þegar Frétta- tíminn heyrði í honum í gær. „Þetta fór mjög vel af stað og það er gríðarleg mæting,“ segir Grímur. „Á miðvikudagskvöldið vildu allir fara í Gamla bíó og var rosalega gam- an að kynna það hús til sögunnar á Airwaves.“ Breytingar hafa staðið yfir á húsi Gamla bíós og er nú salur sem tekur 750 manns stand- andi. „Þetta er húsið sem Reykjavík þurfti, eins og ný t t NASA,“ segir Grímur. Mikið af erlendum blaðamönn- um og tónlistarnjósnurum svoköll- uðum koma á hátíðina og segir Grímur þennan hóp vera alveg með á hreinu hvað þau ætli að sjá og hafa kynnt sér íslensku senuna vel. „Við fáum mikið af spurning- um um Júníus Meyvant, Vök, Ka- leo, Young Karin og Prins Póló og erlendir blaðamenn hafa greini- lega verið að fylgjast með undan- farna mánuði. Svo eru vanari atriði eins og Ásgeir, FM Belfast, Sam- aris og Retro Stefson eitthvað sem allir ætla sér að sjá á hátíðinni. Það er mjög gaman að sjá hvað erlendu gestirnir eru duglegir að kaupa ís- lenska tónlist,“ segir Grímur. Hvað ert þú spenntastur að sjá sjálfur? „Ég er spenntur fyrir Megasi og Grísalappalísu og svo þessari vaxandi pönkrokkbylgju sem virð- ist vera að ryðja sér til rúms hér á landi, loksins,“ segir Grímur Atl- ason, framkvæmdastjóri Ice- land Airwaves. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Grímur Atlason framkvæmdar- stjóri Iceland Airwaves. Rekstrarstjóri hjá Jóa Fel - Hringbraut Óskum eftir að ráða rekstrarstjóra til framtíðarstarfa í bakarí Jóa Fel við Hringbraut (JL húsið) Viðkomandi þarf að sjá um vaktaskipun, starfsmannaráðningar, innkaup og allan daglegan rekstur á bakaríinu. Reynsla af störfum í bakaríi eða á veitingastað er nauðsynleg. Æskilegt að viðkomandi sé ekki yngri en 25 ára. Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst. Vinsamlegast skilið inn umsóknum á joifel@joifel.is Holtagarðar - Smáralind - Kringlan - Garðabær - Hringbraut VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 30% brotaþola segja aldrei frá því að þeir hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. 70 menning Helgin 7.-9. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.