Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 70
Plötuhorn hannesar
Burning heart
Beebee & the Bluebirds
Meira íslenskt
Beebee er annað sjálf
söngkonunnar Brynhildar
Oddsdóttur og er platan
Burning Heart frumraun
hennar. Tónlist Beebee er
einhverskonar bræðingur
blús, fönks og sálartónlist-
ar. Allt saman stefnur sem
hafa verið Íslendingum erf-
iðar til flutnings fyrir utan
nokkrar einstaka undan-
tekningar. Það er einmitt
það sem háir þessari plötu,
það er erfitt að staðsetja
hana. Allur flutningur er
virkilega til fyrirmyndar
og Brynhildur getur vel
sungið, það vantar ekkert
upp á það. Lögin minna
mann bara aðeins of mikið
á svo margt að það er
erfitt að halda einbeitingu.
Stundum finnst mér líka
það að öll lögin eru á
ensku, nema eitt, ekki vera
til þess að hjálpa. Besta
lagið er það sem er á ís-
lensku og þá finnur maður
betur fyrir karakter söng-
konunnar. Þessi bræðingur
á vel heima í skólastofum
tónlistarskóla en því miður
eru lögin ekki nógu sterk til
þess að halda mér.
Besta lagið:
Óumflýjanlegt.
Í nóttinni.
Sigurður Flosason og Kristjana
Stefánsdóttir
Falleg lög við
enn fallegri ljóð
Saxófónleikarinn Sigurður
Flosason hefur verið afar
iðinn við útgáfu á sinni tón-
list. Á þessari plötu er hann
í slagtogi við söngkonuna
Kristjönu Stefánsdóttur og
eru lögin öll eftir Sigurð
við ljóð Aðalsteins Ásbergs
Sigurðsson. Lögin eru öll
mjög hugljúf og Kristjana
fer mjög vel með laglínur
Sigurðar. Að mínu mati er
þó stjarna plötunnar Aðal-
steinn Ásberg ljóðskáld.
Ljóð Aðalsteins eru mjög
falleg og það sem er mikil-
vægara, laus við tilgerð og
óþarfa skrúð.
Lög Sigurðar við ljóð Aðal-
steins eru afskaplega vel
heppnuð mörg hver og
Kristjana færir þessa tvo
listamenn enn nær hvor
öðrum með sinni túlkun.
Útsetningar eru allar
þannig unnar að lag og ljóð
skilar sér mjög vel. Þetta
er falleg plata og mjög
auðvelt að gleyma sér með
hana á fóninum.
Bestu lög: Til þín þar sem
þú stendur, Með draum-
skipum, Tilfinning og
Ljósfaðir.
Með vættum
Skálmöld
Enga gísla
Með vættum er þriðja
hljóðversplata þunga-
rokkaranna í Skálmöld.
Platan er byggð á sömu
frumefnum og fyrri
plötur sveitarinnar. Ólgandi
gítarriff, þéttingsfastur
trommuleikur og menn
sem öskra og syngja um
hetjur í mannheimum,
djöfla úr neðra og gyðjur,
guði og aðrar verur úr
draumheimum. Lögin á
plötunni sverja sig í beinan
karllegg við fyrri lög. Ef
eitthvað virkar, þá er óþarfi
að breyta því, (sjáið bara
AC/DC). Það sem kætir
mig mjög er aukin aðkoma
Baldurs gítarleikara þegar
kemur að því að öskra.
Þessi rödd sem kemur
úr þessum dagfarsprúða
dreng er slík að maður
verður logandi hræddur í
hvert sinn sem hún heyrist.
Maður hrífst auðveldlega
með kraftinum og spila-
gleðinni sem einkennir
þessa sveit. Vonbrigðin
eru eingöngu þegar maður
lítur í spegil og sér að tími
síða hársins er löngu liðinn.
Bestu lög: Að vori, Að
vetri, Með drekum og Að
sumri.
Jón Óskar myndlistarmaður. Ég vinn hratt, lærði á sjó að vera snöggur. Ljósmynd/Hari
Myndlist sýning Jóns óskars á nýJuM verkuM Í listasafni Íslands
Ég er ekki að reyna að breyta heiminum
Myndlistarmaðurinn Jón Óskar opnar einkasýningu á nýjum
verkum í þremur sölum Listasafn Íslands í dag, föstudag. Á
laugardaginn opnar hann líka sýningu í Tveimur hröfnum list-
húsi við Baldurstorg. Jón þykir einn af okkar afkastamestu
myndlistarmönnum og á sýningunum eru hátt í 400 myndir.
á ttatíu prósent af sýningunni er unnin á þriggja ára tíma-bili, svo eru nokkrar seríur
af minni verkum sem eru eldri og
ná aftur til áranna í kringum 2000,“
segir Jón Óskar myndlistarmaður
þegar hann var í óða önn að hengja
upp myndirnar í Listasafni Íslands
fyrr í vikunni.
Þetta er gríðarlegur fjöldi mynda,
dælirðu þessu út?
„Ég vinn hratt, ég var lengi á sjón-
um á nótaveiðum og þurfti að vera
snöggur,“ segir Jón Óskar.
Þegar þú málar mynd ertu búinn
að sjá hana fyrir þér áður en þú byrj-
ar?
„Nei, ég er búinn að sjá grunninn.
Maður byrjar með einhverja grunn-
teikningu en svo breytast þær oft.
Hér áður fyrr var þetta öfugt, en
núna byrja ég bara á grunni og svo
leiðir verkferlið mann á einhverja
braut. Stundum hverfur myndin
og þá málar maður aftur í hana og
stundum gjörbreytast þær á leið-
inni,“ segir Jón.
„Ég er með hátt í 400 myndir með
mér en það eru ekki allar sem fara
upp. Ég á eftir að máta þær saman,
sumar myndir vilja ekki vera saman
svo ég var ekkert búinn að gera það
upp við mig hvernig salirnir yrðu,“
bætir hann við.
Jón Óskar lærði myndlist í New
York á níunda áratugnum og hefur
síðan haldið í kringum 40 einka-
sýningar á sínum verkum. „Það er
alltaf gott að vera í New York, hún
breytist hratt en það er alltaf gott
að vera þar.“
Ertu að meina eitthvað sérstakt
með þessum myndum?
„Nei, þetta er bara sprell,“ segir
Jón sposkur. „Það er langskemmti-
legast. Þetta er misjafnt, sumir eru
í einhverri „mission“, en ég er ekki
að reyna að breyta heiminum. Þetta
er myndheimur sem ég er hrifinn af
og er að þvælast í. Kannski partur
af einhverri þerapíu. Það er algengt
hjá listamönnum að hræðast auðan
flöt, að verkið verði að heppnast og
slíkar hugsanir. Ég er alveg laus við
þetta, myndin verður bara það sem
hún vill verða,“ segir Jón Óskar sem
varð sextugur á árinu.
Er þetta afmælissýning?
„Nei, hún átti að vera fyrr en dag-
skráin breyttist svo sýningin færð-
ist til, en hún stendur fram í febrúar.
Það geta einhverjir aðrir haldið yfir-
lits- eða afmælissýningu þegar ég
er dauður,“ segir Jón Óskar. „Ef það
þykir ástæða til.“
Gerist það að þú sérð mynd eftir
þig og hugsar um að þú hefðir átt að
gera hana öðruvísi?
„Það er svo skrýtið að maður
málar mynd og allt í einu ertu búinn
með hana, þú finnur bara að mynd-
in er kláruð,“ segir Jón Óskar. „Það
er ekki svo auðvelt að útskýra það.
Það hefur verið sagt að ljóðskáld
klári aldrei ljóð heldur yfirgefi það
bara, mér finnst myndlist oft vera
svoleiðis. Mér finnst gott ef myndir
eru undirunnar, það er ekki gott að
horfa á mynd sem er ofunnin. Það
verður að skilja eftir lausa þræði fyr-
ir þá sem eru að horfa á myndina,“
segir Jón Óskar.
Sýningar Jóns Óskars standa
yfir í Listasafni Íslands og Tveimur
hröfnum.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
72 menning Helgin 7.-9. nóvember 2014