Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 76

Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 76
 Myndlist Ólöf Björg Málar portrett af sýningargestuM Óklárað portrett af Óla Palla í verslunarmiðstöð Myndlistarkonan Ólöf Björg Björns- dóttir heldur um þessar mundir sýn- ingu í nýopnuðu galleríi í verslunar- miðstöðinni Fjörður í Hafnarfirði. Ólöf sýnir þar myndlist sem hún hefur verið að mála að undanförnu. „Ég er í rauninni að opna útibú frá vinnustofunni minni í galleríinu, þar sem ég mun mála myndir á meðan sýningunni stendur,“ segir Ólöf sem rekur vinnustofu sína alla jafna í Fornubúðum í Hafnarfirði. „Ég bjó til rými í sýningarsalnum þar sem fólk fær sér sæti í góðum umhverfi, kertaljósum og þægilegri stemningu þar sem ég mála portrett af þeim,“ segir Ólöf. „Ég læt fólk draga spil sem eru úr táknakerfi indjána í Norður-Am- eríku og ég mála mynd eftir þeirri leiðsögn. Fólk vill helst vera allan daginn hjá mér, en ef það er komin biðröð þá er ég um það bil 20 til 40 mínútur með hverja mynd. Á spilun- um eru myndir af dýrum og fólk vel- ur sína liti. Ég mála svo myndirnar með aðstoð anda dýranna, svo þetta er heilun í bland við myndlistina.“ Á Facebook síðu Ólafar má sjá útvarpsmanninn Ólaf Pál Gunn- arsson sem módel hjá listamann- inum. „Óli Palli kom hingað og lét mála mynd, en svo var hann að flýta sér og við náðum ekki að klára. Svo myndin hangir hér enn en við stefnum á að klára hana sem fyrst,“ segir Ólöf sem ætlar að vera í sýningarsalnum um helgina og á mánudag og þriðjudag að mála portrettmyndir. Í nóvember verður hún með sýn- ingu í Gallerí Stafni í Reykjavík og leggur svo land undir fót og verð- ur með einkasýningu í St.Croix á Bresku Jómfrúareyjunum. -hf Ólöf Björg myndlistarkona og módelið Óli Palli.  sjÓnvarp daBBi er hægri hönd andra á færeyjaflandri Sonur Magga Kjartans ærir málfarsráðunaut RÚV Ný þáttaröð með útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni byrjaði í Ríkissjónvarpinu á fimmtu- daginn. Þættirnir, sem nefnast Andri á Færeyjarflandri, verða sex talsins en í þeim fær hljóð- maður þáttanna, Davíð Magnússon, aukið vægi. Davíð er sonur Magga Kjartans og kveðst vera með nógu breitt bak til að taka athyglinni sem fylgir þáttunum. v ið Andri erum vinir og ég fór með honum og leikstjór-anum Kristófer Dignus til Kanada þegar þeir gerðu þættina sem gerðust þar. Ég bjó á þeim tíma í Kanada svo þetta lá beinast við,“ segir Davíð Magnússon, eða Dabbi eins og hann er kallaður. „Við Andri vorum saman í herbergi í þeirri ferð sem var í 17 daga og menn verða nánir og kynnast vel á svo löngum tíma. Svo þegar kom að því að fara til Færeyja fannst Andra hann þurfa einhvern með sér í þættinum sem hann gæti haft samskipti við. Andri er líka feiminn og þorir ekkert, svo ég tók þetta bara á mig. Ég er alltaf til í að prófa hluti og smakka mat sem Andri vill ekki, hann er svo pjattaður,“ segir Dabbi. Dabbi vinnur sem hljóðmaður um þessar mundir í Berlín hjá tölvu- leikjafyrirtækinu Klang Games og verkefnið átti bara að vera tíma- bundið en hann segist alveg geta hugsað sér að ílengjast í Berlín. „Ég hef búið lengi erlendis og það hentar mér mjög vel. Ég er að búa til hljóðheim í tölvuleik fyrirtækis- ins og undanfarið hef ég líka verið að vinna með Agli Sæbjörnssyni myndlistarmanni sem er búsettur hér, “ segir Dabbi. „Ég hef ekki séð neitt af þáttunum sem voru að byrja nema bara einhver stutt klipp sem mér hafa verið send,“ segir Dabbi. „Þetta lítur út fyrir að vera miklu meira en ég gerði mér grein fyrir og Andri hefur fegrað þetta mjög. Ég er þó mest forvitinn að vita hvernig íslenskufræðingarnir taka í þennan þátt því við slettum svo mikið,“ segir Dabbi. „Hausinn á málfarsráðunaut- unum á eftir að springa þegar hafnfirskur sonur keflvísks popp- ara byrjar að sletta í sjónvarpinu,“ segir Dabbi sem er sonur Magnús- ar Kjartanssonar tónlistarmanns. „Auðvitað verður þetta alltof mikil athygli fyrir mann, en ég er með breitt bak. Það var mjög gaman að koma til Færeyja og mjög skemmti- legt að vinna að þessum þáttum,“ segir Dabbi Magg, hljóðmaðurinn sem verður á skjánum hjá RÚV næstu fimmtudagskvöld. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Davíð Magnússon er hægri hönd Andra Freys í Færeyjum. Mynd/Spessi Dóri DNA er út- lenski drengurinn Grínistinn Dóri DNA, sem er þekktur fyrir uppistand og er einn meðlimur uppistandshópsins Mið-Ísland, leikur sitt fyrsta hlutverk á sviði í leikverkinu Út- lenski drengurinn, sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói þann 16. nóvember. Í lýsingu á sýningunni segir að Dóri litli, sem leikinn er af Dóra, sé ýkt útgáfa af Dóra DNA sjálfum 12 ára. Það verður fróð- legt að sjá hvernig þessum góða grínara tekst til á leiksviðinu. Verkið er eftir Þórarin Leifsson og er Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri. Läckberg kemur út á sama tíma í Sví- þjóð og Íslandi Camilla Läckberg er einn mest lesni rithöf- undur Evrópu. Bækur hennar hafa selst í meira en 12 milljónum eintaka og koma út í 50 löndum um allan heim. Hennar nýjasta bók sem heitir Ljónatemjarinn er níunda bókin í bókaflokknum um lögreglumanninn Patrik Hedström og rithöfundinn Ericu Falck. Þetta er fyrsta bók Läckberg í ein 3 ár og hefur hennar verið beðið með mikilli eftir- væntingu. Það er Sigurður Þór Salvarsson sem þýðir að venju og Sögur gefa út. Bókin kemur út í lok nóvember og aðeins nokkrum dögum síðar kemur hún út á Íslandi, sem er óalgengt. Eiginlega bara heppni, segir Tómas Hermannsson hjá Sögum. Uppselt á 7 tónleika í Þýskalandi Þungarokkssveitin Sólstafir er stödd á gríðarlega stóru og löngu ferðalagi um Evrópu. Sveitin heldur rúmlega 20 tónleika víðsvegar um Evrópu og er uppselt á 7 tón- leika Sólstafa í Þýskalandi á næstu dögum. Eftir Evrópuferðina heldur hljómsveitin svo til Bandaríkjanna og spilar þar á rúmlega 10 tónleikum um alla álfuna áður en hún kemur heim til Íslands rétt fyrir jól. Tímamót í útgáfu hljóðbóka Brotið verður blað í sögu hljóðbókaútgáfu á Íslandi í dag, föstudag. Þá kemur fjórða Sturlungabók Einars Kárasonar, Skálmöld, fyrst út sem hljóðbók. Þannig fá unnendur hljóðbóka fimm daga forskot áður en bókin kemur út á prenti en bókin kemur út þann 12. nóvember á almennan bókamarkað. Ekki er vitað til þess að þetta hafi gerst áður hérlendis en algengt er að þeir sem kjósa að hlusta frekar en lesa hafi þurft að bíða dögum, vikum eða jafnvel árum saman eftir hljóðbókinni ef hún kemur þá út yfir höfuð. Undanfarin fjögur hefur fyrirtækið Skynjun staðið fyrir vaxandi og fjölbreyttri útgáfu hljóðbóka og útgáfa Skálmaldar nú er sam- vinnuverkefni þeirra, Forlagsins og Einars Kárasonar sem les bókina af miklum eldmóði. Allar nánari upp- lýsingar má finna á heimasíðunni www.skynjun.is fridaskart.is Strandgötu 43 Hafnarrði íslensk hönnun í gulli og silfri 78 dægurmál Helgin 7.-9. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.