Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 79
Verndaðu húðina fyrir geislum
sólarinnar
Þegar kemur að því að hugsa vel um
húðina er fátt mikilvægara en að vernda
hana frá geislum sólarinnar. Vissulega
þurfum við á okkar D-vítamín skammti
að halda, en mikilvægt er að vernda
húðina fyrir útfjólubláum geislum
sólarinnar. Notkun sólarvarnar er því
mikilvæg, hvort sem við erum hér í
gluggaveðrinu á Íslandi eða sleikjandi
sólina á bekk annars staðar í heiminum.
Ekki reykja
Reykingar stuðla að öldrunareinkennum
húðarinnar og auka hrukkumyndun.
Reykingar hafa einnig þær afleiðingar
að smágerðar blóðæðar í ysta lagi
húðarinnar þrengjast og minnka þannig
blóðflæði líkamans. Húðin verður fyrir
súrefnisskorti og getur ekki tekið inn
næringarefni sem eru henni mikilvæg.
Andlitsnudd
Til að viðhalda teygjanleika húðarinnar
og virkja kollagenframleiðslu í andliti
er gott að stunda andlitsnudd. Ekki
má heldur gleyma að styrkja andlits-
vöðvana og auðveldasta leiðin til þess
er einfaldlega að brosa.
Borðaðu hollan mat
Með hollu matarræði má auka vellíðan
og stuðla að heilbrigðara útliti. Ávextir,
grænmeti, trefjarík fæða og magurt
prótein hafa jákvæð áhrif á húðina.
Dragðu úr streitu
Stress og kvíði geta stuðlað að við-
kvæmari húð og hrint af stað öðrum
húðvandamálum, s.s. útbrotum og
þurrki. Það er því óþarfi að auka stressið
með húðvandamálum. Taktu frekar á
vandanum sem fyrst og settu þér raun-
hæf markmið og gefðu þér einnig tíma
til að gera eitthvað sem þú nýtur.
Umhirða húðar
Kynningarblað Helgin 7-9. nóvember 2014
Fimm einföld
ráð fyrir húðina
Húðin er stærsta líffæri líkamans og eitt helsta hlutverk
hennar er að vernda okkur gagnvart ýmsu utanaðkomandi
áreiti. Það er því nauðsynlegt að hugsa vel um húðina og
þarf alls ekki að vera flókið ferli. Hér má finna fimm einföld
ráð sem stuðla að heilbrigðari húð.
hágæða hÚðVÖRUR
exem þURRkUR í hÚð PsoRiasis
Engin ilm- Eða litarEfni fÆST Í apóTekUM