Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 80

Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 80
Mikilvægt er að nota rakakrem og rakagefandi snyrtivörur yfir vetrartímann. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages Málmfríður Einarsdóttir, eigandi Carita snyrtingar í Hafnarfirði. Ljósmynd/Hari umhirða húðar Helgin 7.-9. nóvember 20142 Húð getur verið viðkvæm fyrir kulda en þegar kalt er í veðri missir hún rakastig og því er mikilvægt að bera rakakrem á húðina í ríkulegu magni yfir vetrartímann. Þegar veturinn nálgast getur verið gott að fara í and- litshreinsun því húðin okkar breytist í takt við veðurfarsbreytingar. Það er því tilvalið að hefja veturinn með alveg tandurhreina húð. Notkun rakakrems er mikilvæg yfir vetrartímann og ráðlagt er að nota krem sem leyfir húðinni að anda og kemur svitanum í burtu af yfir- borði húðarinnar. Á veturna getur verið gott að bæta við rakagefandi snyrtivörum þegar kemur að húð- umhirðu. Serum er tilvalið að nota þegar jafna þarf áferð húðarinnar og auka virkni hennar því serum inni- heldur fjölda virkra innihaldsefna. Efnið kemur oftast í gelformi og til að ná hámarks virkni er best að nota serum undir andlitskrem. Olíur hafa róandi áhrif á húðina og eru því tilvaldar við húðumhirðu yfir vetrartímann þegar húðin er mun viðkvæmari fyrir þurrki en yfir sumartímann. Segja má að olíur hafi gengið í endurnýjun lífdaga í snyrti- vöruheiminum nýlega, en nú búa þær yfir léttari áferð og fara hraðar inn í húðina. Notkunarmöguleikar olí- unnar eru því orðnir neytendavænni. Þurrar varir má oft tengja við kóln- andi veðurfar. Úrval varasalva er gríðarlegt og við val á slíkum er gott að hafa í huga að velja salva sem inni- heldur náttúruleg efni en forðast þá sem innihalda efni líkt og menthol og sterk ilmefni, en þau efni veita aðeins tímabundna vellíðunartilfinningu en næra ekki varirnar. Varaskrúbbur get- ur einnig verið góð lausn á varaþurrki, en flestir innihalda sykur sem er nátt- úrulegur rakagjafi og dregur úr raka- tapi. Forðast skal þó að skrúbba var- irnar of oft. Litríkar húðvörur úr náttúrulegum efnum H úðvörurnar frá Ole Hen-riksen hafa skapað sér sess í snyrtivöruflóru landsins og ekki að ástæðulausu því vörurnar skera sig úr á margan hátt. Sú ástríða sem eigandi merkisins, Daninn Ole Hen- riksen, gefur vörum sínum hefur skapað honum nafn um allan heim og er hann í uppáhaldi meðal við- skiptavina og fjölmiðlafólks víðs vegar um heiminn. Hann er þekkt- ur fyrir glaðværan persónuleika og má segja að litríkar pakkningar á snyrtivörunum hans endurspegli hans frjálslega fas. Húðvörur úr náttúrulegum og virkum efnum Húðvörur Ole Henriksen eru unnar úr náttúrulegum innihaldsefnum og einkennast af einfaldleika og skemmtilegri litadýrð og eru efnin án parabena. Vörurnar hafa ekki bara jákvæð áhrif á húðina heldur ber sérhver vara með sér sérstakan ilm sem gefur umhirðu húðarinnar nýja upplifun. Vörurnar eru allar unnar úr virkum efnum sem finnast í náttúrunni og er það skoðun Ole Henriksen að fegurðin eigi að vera náttúruleg og án þjáninga. „Hann hefur það að leiðarljósi við hönnun línunnar að allir eigi að geta verið með fallega húð en það þurfi rétt efni fyrir hverja og eina húðgerð,“ segir Málmfríður Einarsdóttir, eig- andi Carita snyrtingar í Hafnarfirði, en þar er boðið upp á heildrænar Ole Hendriksen meðferðir. Fjölbreytt vöruúrval Ole hefur frá upphafi haft það að leiðarljósi að allir geti verið með fal- lega húð og því er vöruúrvalið breitt svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Ole Henriksen línunni er að finna andlitshreinsa, andlitsvötn, ser- um, andlitskrem, augnkrem, maska, kornakrem og ýmsar vörur fyrir lík- amann. Mikil rannsóknarvinna og sérþekking liggur að baki hverrar vöru sem hver er hönnuð til að takast á við eða meðhöndla ólík húðvanda- mál. Sítrus er afgerandi innihalds- efni hjá Ole Henriksen og áhrif LIGHT UP THE ROOM WHEN YOU WALK IN. YOUR BEST BEAUTIFUL YOUR BEAUTIFUL BEST NÝTT • ORKUMEIRI OG JAFNARI HÚÐ Á AÐEINS 2 VIKUM • DREGUR ÚR DÖKKUM BLETTUM OG JAFNAR HÚÐLIT Á AÐEINS 8 VIKUM • FRÍSKAR OG VEKUR UPP HÚÐINA • HEILBRIGÐARA OG UNGLEGRA ÚTLIT OLAY REGENERIST LUMINOUS GEFUR HÚÐINNI ÓAÐFINNANLEGAN HÚÐLJÓMA www.medico.is Vörn fyrir veturinn Töfrakremið frá Arden 8 stunda línan frá Elizabeth Arden Það eru hátt í hundruð ár síðaan 8 stunda kremið var framleitt af hinni einu og sönnu Elizabeth Arden. 8 stunda kremið er gott á exem, frunsur, þurrkubletti og kuldabletti. Það verndar húðina einstaklega gegn áhrifum óblíðra náttúruafla, óskakrem fyrir útivistar- fólk. Árangur er heilbrigt útlit og það má nota hvar sem er og eins oft og maður vill.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.