Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 2
Halla
Harðardóttir
halla@
frettatiminn.is
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?
Nýr meirihluti tekur við í borginni
Í Háskólanum í Reykjavík er kennd-
ur áfangi í samstarfi við North
Eastern University í Boston um
sjálfbærni í sjávarútvegi, ferðaþjón-
ustu og orkumálum, með áherslu á
þá nálgun sem á sér stað á Íslandi.
Áfanginn fer fram á einum mánuði
með tveimur vikum í kennslu, einni
viku í hringferð um landið og loka-
viku í lokaverkefni sem nemendur
vinna með Íslandsstofu.
„Þegar við byrjuðum með þennan
kúrs fyrir þremur árum komu fimm
nemendur, núna voru þeir átján
og á næsta ári komast færri að en
vilja,“ segir Kristján Vigfússon, for-
stöðumaður MBA námsins í HR.
Nemendurnir, sem kynntu í gær
niðurstöður ferðarinnar og náms-
ins, voru hæstánægðir með allan
lærdóminn. „Þau voru mjög hrifin
af því hversu sjálfbær fiskistofninn
okkar er, en bentu þó jafnframt á
að við gætum bætt það hvernig við
náum í fiskinn, með því að minnka
olíueyðslu og bætt notkun á veiðar-
færum. Þau komu líka með athygl-
isverða hugmynd fyrir ferðaþjón-
ustuna sem gengur út á að bæta
hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla
í samstarfi við bílaframleiðendur
og bjóða ferðamönnum upp á að
ferðast um landið á rafmagnsbíl.“
Einn af hápunktum ferðarinnar
var ferðin í Þríhnjúka. „Hópurinn
vann þar að verkefni síðustu helgi
í samfélagslegri sjálfbærni sem
sneri að því að bæta og lagfæra
göngustíginn upp í Þríhnjúka.
Hann var orðinn ansi illa farinn og
ferðamenn búnir að vera að brjóta
sig þar. Nemarnir unnu þar hörðum
höndum allan daginn og fengu svo
að launum að síga niður í eldfjallið
eftir erfiði dagsins.“
M yndin er tilbúin og okkur líst vel á þau brot sem við höfum séð úr henni,“ segir Sindri Már Finnbogason.
Sindri er einn framleiðenda kvikmyndarinnar The
Three Dogateers Save Christmas sem frumsýnd verður
vestanhafs fyrir jólin. Um er að ræða jólamynd fyrir alla
fjölskylduna og í aðalhlutverki er leikarinn Dean Cain.
Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Superman í
þáttunum Lois & Clark: The New Adventures of Super-
man. Síðustu ár hefur Cain einbeitt sér að fjölskyldu-
myndum, þar sem dýr koma gjarnan við sögu.
Auk Sindra eru þeir Georg Holm og Orri Páll Dýra-
son úr hljómsveitinni Sigur Rós á meðal framleiðenda.
Í hópnum eru sömuleiðis Kári Sturluson, einn um-
boðsmanna Sigur Rósar, Andri Freyr Viðarsson út-
varpsmaður og mæðginin Helga Olafsson og Kristján
Olafsson. Þau bera öll titilinn „Executive Producer“ að
Hollywoodsið.
„Ég var í fríi í Los Angeles hjá Kristjáni og okkur
fannst tilvalið að fara út í kvikmyndabransann,“ segir
Sindri léttur í bragði þegar hann er spurður um tilurð
þessa verkefnis. „Við fórum á fund með leikstjóranum,
Jesse Baget, en hann gerir aðallega „low budget“ hryll-
ingsmyndir. Hann var með þrjár hugmyndir að hryll-
ingsmyndum sem okkur leist ekki nógu vel á en nefndi
svo þessa hundamynd og við sögðum já um leið. Hann
ætlaði að gera myndina fyrir lítinn pening en við stung-
um upp á að við myndum redda aðeins meiri pening og
fá þekkt nafn í aðalhlutverkið,“ segir Sindri.
Fljótlega bættust hinir fjárfestarnir í hópinn og
boltinn hefur rúllað hratt síðan. „Myndin var kynnt
á American Film Market-hátíðinni og fékk fínar við-
tökur. Hún komst meðal annars á forsíðu Variety. Nú er
búið að selja myndina, henni verður dreift í stórmörk-
uðum í Bandaríkjunum og fer í kjölfarið á Netflix og
iTunes,“ segir Sindri. Draumurinn er svo að The Three
Dogateers Save Christmas verði sýnd í íslenskum kvik-
myndahúsum fyrir jólin. Hann vill ekki gefa upp hvað
íslensku framleiðendurnir hafi lagt mikla peninga í
myndina.
Um hvað fjallar myndin?
„Hún fjallar um þrjá talandi hunda sem persóna
Deans Cain á. Hann skilur þá óvart eftir heima og þeir
enda á að lenda í ævintýri... en að lokum bjarga þeir
jólunum.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Sjálfbærni SaMStarf Hr við bandaríSkan HáSkóla
Bandarískir nemar lagfæra stíginn að Þríhnjúkum
Bandarísku nemarnir lögðu sitt af mörkum í samfélagslegri
sjálfbærni og fengu að síga niður í hellinn eftir allt erfiðið.
bíó Strákarnir úr Sigur róS í biSneSS Með SuperMan-leikara
Íslendingar framleiða
hundamynd í Hollywood
Þekktir Íslendingar framleiða fjölskyldumynd í Hollywood þar sem talandi hundar koma við
sögu. Í aðalhlutverki er Superman-leikarinn Dean Cain. Draumurinn er að myndin verði sýnd í
kvikmyndahúsum á Íslandi.
Nokkrir Íslendingar hafa tekið höndum saman við Superman-leikarann Dean Cain við gerð myndarinnar The Three Dogateers
Save Christmas. Frá vinstri eru Georg Holm, Andri Freyr Viðarsson, Orri Páll Dýrason, Sindri Már Finnbogason og Dean Cain.
Samsett mynd/Hari
Hund-
arnir lenda
í ævintýri...
en að lokum
bjarga þeir
jólunum.
Hafmeyjan aftur í Tjörnina
Jón Gnarr borgarstjóri tók í gær formlega á móti
höggmyndinni Hafmeyjunni eftir Nínu Sæmundson
í Hljómskálagarðinum. Það er verslunarmiðstöðin
Smáralind sem færði Reykjavíkurborg styttuna
að gjöf. Helgi S. Gunnarsson, stjórnarformaður
Smáralindar, afhenti borgarstjóra verkið.
Hafmeyjan verður meðal fleiri verka í sér-
stökum höggmyndagarði sem komið verður upp í
Hljómskálagarðinum til minningar um formæður
íslenskrar höggmyndalistar.
Á sínum tíma keypti Reykjavíkurborg afsteypu
af Hafmeyjunni og var hún afhjúpuð í Reykjavík í
ágúst 1959. Miklar umræður voru í fjölmiðlum um
styttuna og voru menn á öndverðum meiði. Svo
fór að Hafmeyjan var sprengd í loft upp aðfaranótt
nýársdags 1960. Nýja afsteypan af Hafmeyjunni
hefur staðið í Sumargarðinum við Smáralind frá
opnun verslunarmiðstöðvarinnar árið 2001.
Nýr meirihluti Samfylkingar,
Bjartrar framtíðar, Pírata og
Vinstri grænna í Reykjavík
kynnti áherslur sínar og
verkaskiptingu í vikunni. Meðal
helstu stefnumála er uppbygg-
ing 2.500 til 3.000 nýrra íbúða
á næstu þremur til fimm árum.
Kjör barnafjölskyldna verða
bætt og verður fjármagn til
skóla- og frístundasviðs aukið
um 100 milljónir króna árið
2015 og árið 2016 verða settar
200 milljónir til viðbótar til
lækkunar á námsgjöldum í leik-
skólum. Systkinaafslættir verða
teknir upp og frístundakort
hækkað um 5000 krónur á
barn.
Þá verður Fjölskyldu- og
húsdýragarðurinn efldur, unnið
verður að eflingu strætó og
komið verður á fót hjólaleigu-
kerfi í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson mun
taka við embætti borgar-
stjóra, S. Björn Blöndal verður
formaður borgarráðs og
Sóley Tómasdóttir mun taka
sæti forseta borgarstjórnar.
Halldór Auðar Svansson
mun gegna formennsku í
nýrri fastanefnd í stjórnkerfi
borgarinnar, Stjórnkerfis- og
lýðræðisnefnd.
2 fréttir Helgin 13.-15. júní 2014