Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 18
A uðvitað fannst mér þetta erfitt, rétt eins og öllum sem lenda í því að vera sagt upp starfi sem er þeim raunverulega allt. Ég er líka kominn á þann aldur að ég geng ekkert inn í næsta leikhús,“ segir stórleikarinn Theódór Júlíusson um umdeilda uppsögn hans hjá Borgarleikhúsinu í vor en leik- hússtjóri dró síðan uppsögnina til baka. Það vakti gríðarlega umræðu þegar eitt fyrsta verk Kristínar Eysteinsdóttur sem leikhússtjóra Borgarleikhússins var að segja upp Theódóri og Hönnu Maríu Karlsdóttur sem bæði hafa notið mikilla vinsælda, hafa starfað í áratugi hjá leikhúsinu og eru auk þess að nálgast eftirlaunaaldur- inn. „Þetta kom okkur báðum algjörlega í opna skjöldu. Sú mikla athygli sem uppsögnin fékk leiddi til þess að ég fékk mikinn stuðn- ing, jafnvel frá ókunnugu fólki sem hringdi í mig, sendi mér tölvupóst eða gaf sig á tal við mig á förnum vegi. Mér fannst athyglin samt líka stundum óþægileg og ég fór að loka mig af á tímabili. Ég átti erfitt með að fara út í búð þar sem fólk sem ég þekkti ekkert vildi ræða uppsögnina við mig. Meira að segja kom fyrir að þegar ég var að borga fór afgreiðslufólkið á kassanum að tala um þetta við mig og öll röðin var stopp á eftir mér. Auðvitað var fólk að gera þetta til að styðja mig en stundum var þetta mjög óþægilegt.“ Lék í opnunarsýningu Borgar- leikhússins Theódór tekur á móti mér á heimili sínu við Þinghólsbraut með útsýni yfir voginn sem bærinn Kópavogur er nefndur eftir. Í stofuglugganum blasir við fjöldi verðlauna sem Theódór hefur fengið fyrir leik- listarsigra sína, flest fyrir leik í myndinni Eldfjall sem vakti heims- athygli, og eru verðlaunin meðal annars frá leiklistarhátíðum í Sao Paulo, Fiji-eyjum og Kasakstan. Þarna eru líka Edduverðlaun og til- nefningaskildir vegna Grímuverð- launanna fyrir leik hans í Borgar- leikhúsinu. Síðast en síst er það viðurkenningargripur sem Theó- dór fékk á dögunum þegar hann var útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs. „Ég varð gríðarlega snortinn yfir þeim mikla heiðri og fylltist auðmýkt að vera kominn í hóp þeirra sem áður hafa verið útnefndir, til að mynda stórmenni á borð við skáldið Jón úr Vör, leikarann Róbert Arnfinnsson, tón- listarmanninn Jónas Ingimundar- son, stórsöngvarann heimsfræga Kristin Sigmundsson og ég tala nú ekki um Þórunni Björnsdóttur kór- stjóra.“ Theódór segir mjög gaman að eiga alla þessa verðlaunagripi en virðist eilítið feiminn yfir því að þeir séu þarna allir til sýnis: „Hún Guðrún mín stillir þessu öllu upp.“ Þau hjónin fluttu suður árið 1989 þegar Borgarleikhúsið var opnað eftir langa byggingarsögu en Theódór hafði þá verið boðið starf þar sem leikari og lék í opn- unarsýningu á Stóra sviðinu, „Höll sumarlandsins“ eftir Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar. „Ég bara tímdi ekki að sleppa þessu tækifæri. Það var mikill við- burður þegar Borgarleikhúsið var opnað og eflaust verður ekki byggt viðlíka leikhús næstu hundrað árin eða svo.“ Stefán Baldursson var leikstjóri verksins og þekkti hann Theódór frá störfum sínum hjá Leikfélagi Akureyrar. Stefán hafði þar meðal annars leikstýrt honum í „Fiðlaranum á þak- inu“ þar sem Theódór lék Tevje mjólkurpóst, sem einmitt er eitt af eftirminnilegustu hlutverkum sem hann fór með á Akureyri, ásamt hlutverki Búa Árland í „Atómstöð“ Laxness og sjálfs Sölva Helga- sonar, einnig þekktur sem Sólon Íslandus, í sýningunni „Ég er gull og gersemi.“ Bakari og konditor Theódór er fæddur og uppalinn á Siglufirði þar sem flest snerist bókstaflega um síldina. Faðir hans var þó mikils metinn áhugaleikari og fylgdist Theódór með honum allan sinn uppvöxt. Það var þó aldrei ætlun Theódórs að leggja leiklistina fyrir sig heldur lærði hann bakaraiðn og útskrifaðist með sveinspróf um svipað leyti og hann giftist sinni heittelskuðu Guðrúnu Stefánsdóttir, og hafa þau síðan eignast fjórar dætur. „Ég var nítján ára og þurfti því að fá undanþágu frá dómsmálaráð- herra. Hún var líka nítján en það var í lagi því á þessum tíma þurftu stúlkur bara að vera átján ára til að gifta sig en karlmenn 21s árs.“ Þau hjónin fluttu síðan til Noregs með nýfædda dóttur, Hrafnhildi, þar sem Theódór fór í konditor-nám. Til stóð að þau flyttu upp frá því til Reykjavíkur þar sem Theódór bauðst að taka við nýju bakaríi sem átti að opna í hinum nýbyggða Glæsibæ en af varð að hann tók við Gamla bakaríinu á Ísafirði um tveggja ára skeið. „Ég hafði auglýst í blöðunum eftir starfi í Reykjavík en í mig hringdi kona frá Ísafirði og þó ég hefði aldrei áður komið til Ísafjarð- ar ákvað ég að slá til.“ Theódór tók síðan við bakaríinu á Siglufirði en fór brátt að leiðast þófið, hætti sem bakari og gerðist æskulýðs- og íþróttafulltrúi Siglufjarðarkaup- staðar. Meðfram bakaraiðninni og síðar æskulýðsstarfinu byrjaði Theódór að taka þátt í uppsetn- ingum áhugaleikhópa við góðan orðstír, varð drifkrafturinn í leik- húslífinu víða og var loks boðið starf við Leikfélag Akureyrar sem leikari árið 1978. „Mér fannst virkilega gaman að starfa þar, við settum að jafnaði upp 5 verk á ári Hélt að heiðursnafnbótin væri aprílgabb Stórleikarinn Theódór Júlíusson var útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs á dögunum. Ungur nam hann bakaraiðn en leiklistin var aldrei fjarri og tók hann þátt í fjölda uppsetninga áhuga- leikhópa. Eftir leiklistarnám í London var hann ráðinn til Borgarleikhússins og hefur starfað þar frá upphafi. Það kom honum í opna skjöldu þegar honum var skyndilega sagt upp í vor og þó sú upp- sögn hefði verið dregin til baka ákvað Theódór að leita sér andlegrar hjálpar á Heilsu- stofnuninni í Hveragerði. Hann vonast til að snúa aftur enn sterkari leikari en áður. Framhald á næstu opnu Ég hafði lokað mig af því ég vildi ekki tala við fólk um upp- sögnina. Theódór hefur fengið ófá verðlaun fyrir leiklist, flest fyrir leik sinn í kvikmyndinni Eldfjall sem vakti heimsat- hygli og eru verðlaunin meðal annars frá leiklistarhátíðum í Sao Paulo, Fiji-eyjum og Kasakstan. Ljósmynd/Hari 18 viðtal Helgin 13.-15. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.