Fréttatíminn - 13.06.2014, Qupperneq 36
Yfirdýnur Starlux springdýnurSvampdýnur
STARLUX OG MEDILINE
HEILSURÚM
Stærðir:
80 x 200 cm
90 x 200 cm
100 x 200 cm
120 x 200 cm
140 x 200 cm
160 x 200 cm
180 x 200 cm
Dýnur og púðar
sniðnir eftir máli eða sniðum.
Með eða án áklæðis.
Mikið úrval áklæða
Dýnudagar
20%
afsláttur
20%
afsláttur
20%
afsláttur
20% afsláttur
Eggjabakkadýnur
mýkja og verma rúmið, þykktir
4-6 cm. Tilvaldar í sumarhúsið,
ferðabílinn og tjaldvagninn
30% afsláttur
Mikið úrval af svefnstólum
og sófum í stöðluðum
stærðum eða skv. máli
20-40% afsláttur
Dýnudagarstanda til lok júní.
Sammi úr Jagúar er mikill
aðdáandi Brasilíu, hefur
dvalist þar og heldur að
sjálfsögðu með sínum
mönnum á HM.
Karnival
stemning
úr norðri
„Við erum að koma“ er HM lagið í ár.
Samúel Jón Samúelsson samdi lagið sem
átti upphaflega að vera HM lag fyrir ís-
lenska landsliðið, en það þurfti að finna
því nýtt hlutverk. Unnsteinn úr Retro
Stefson syngur lagið.
T ónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúels-son, eða Sammi eins og flestir þekkja hann, tók sig til og samdi íslenskt HM
lag. Hvernig kom það til? „Skarphéðinn Guð-
mundsson, dagskrárstjóri RÚV, bað mig bara
um það,“ segir Sammi. „Ég hafði að vísu verið
búinn að semja lag sem átti að vera HM lag
íslenska landsliðsins, þegar bjartsýnin var að
bera mann ofurliði síðastliðið haust. Það fór
eins og það fór, en lagið var fínt svo þegar RÚV
hafði samband þá fann ég því hlutverk.“
Lagið sem nefnist „Við erum að koma“, er
óður til lífsins og endurspeglar allt sem Bras-
ilía stendur fyrir. Gleði, dans, ást og karnival.
„Brasilía er stórkostleg og höfuðborgin Rio de
Janeiro er fallegasti staður sem ég hef komið
til,“ segir Sammi sem dvaldi þar ásamt eigin-
konu sinni í 3 mánuði fyrir 4 árum. Síðan hefur
hann verið með svokallaða Brasilíudellu. „Ég
vildi gera lag þar sem ég heiðra þetta land og
menningu þess. Skilaboðin um að njóta lífsins
og skemmta sér og í rauninni færa heiminn til
Brasilíu.“
Sammi fylgist alltaf vel með HM, þó hann
fylgist ekki mikið með fótbolta almennt. „HM
er svo frábær keppni, og stemming í kringum
hana. Ég hef alltaf haldið með þeim liðum
sem eru svokallaðir „underdogs“. Í síðustu
keppni hélt ég með Ghana sem voru og eru
með mjög skemmtilegt lið, en í ár er það
Brasilía af skiljanlegum ástæðum.“
Fyrst menn á norðurhjara veraldar eru
búnir að semja karnival lag um HM í Brasi-
líu er Sammi spurður hvort hann hafi sent
lagið til FIFA eða Brasilíu með von um við-
brögð. „Ég er nú ekki búinn að því ennþá,
en það er aldrei að vita. Ég hafði alltaf séð
það fyrir mér heyrast þegar bikarinn færi á
loft eftir úrslitaleikinn en ætli það sé ekki
of seint núna. Lagið væri kjörið fyrir þær
aðstæður.“
Lagið „Við erum að koma“ er sungið
af söngvara Retro Stefson, Unnsteini
Manuel. „Hann er með fullkomna rödd í
svona stemningu, og er með rétta grunn-
inn í þetta lag.“ Unnsteinn á portúgalska
móður og talar portúgölsku sem er einmitt
líka töluð í Brasilíu. „Þó svo að lagið sé á
íslensku þá finnur maður suðræn áhrif hjá
Unnsteini. Svo er aldrei að vita nema þetta
verði „hittari“ um allan heim og þá þarf
bara að þýða þetta yfir og þá er Unnsteinn
á heimavelli.“
Lagið „Við erum að koma“ mun heyrast
reglulega á RÚV í tengslum við HM um-
fjöllunina sem og á útvarpsstöðvum lands-
ins í sumar.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Lagið sem
nefnist „Við
erum að
koma“, er óður
til lífsins og
endurspeglar
allt sem Brasilía
stendur fyrir.
Gleði, dans, ást
og karnival.
36 viðtal Helgin 13.-15. júní 2014