Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 38

Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 38
Futura 28 léttur og vandaður dagpoki. Aircomfort bak sem loftar betur. Verð: 22.990 kr. Futura 32 Vinsælasti dagpokinn. frábært burðarkerfi með loftun. Verð: 24.990 kr. futura 38 Stór dagpoki með þægi- legu burðarkerfi. Vin- sæll í lengri dagsferðir. Verð: 25.990 kr. Aircontact 65+10 Frábær verðlaunabakpoki til notkunar í lengri ferðir. Öflugt burðarkerfi. Verð: 46.990 kr. Berðu þig vel marg verðlaunaðirbakpokar utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR Túristaborgin vöknuð til lífsins Ljósmyndir/Hari H ugviti okkar Íslendinga virðast fá takmörk sett þegar kemur að því að þjónusta erlenda ferðamenn. Þegar þörfinni fyrir hótel og veitingastaði virðist hafa verið mætt að fullu finn- um við bara upp á einhverju nýju. Þegar gengið er í miðbænum má sjá nokkrar nýjungar sem eflaust eiga eftir að vekja athygli í sumar. Og umtal, því ekki er öruggt að allir séu sáttir við þessa þróun. Hjólaferð á fimm þúsund Á miðjum Laugaveginum er nú hægt að leigja lítil segway-hjól. Leigan hefur greinilega vakið áhuga vegfarenda sem skoðuðu þau í forundran þegar Fréttatím- inn leit við í vikunni. Fyrir 1.500 krónur geturðu fengið hjól lánað í 15 mínútur, hálftíminn kostar 2.500 krónur og klukkutíminn 4.900 krónur. Vespuferð á fimmtán þúsund Hinum megin við Laugaveginn er nú hægt að leigja fjórhjóla-vespur, eða „scootera“. Það er fyrirtækið Green Scooters sem býður upp á þessa þjónustu og samkvæmt heimasíðu þess kostar klukkutíma- ferð á eigin vegum 3.500 krónur. Þá er hægt að fara í ferðir með farar- stjóra sem kosta 15.000 krónur. Íslensk kjötsúpa úr vagni Tveir kjötsúpuvagnar eru nú í miðbæ Reykjavíkur. Þrjú systkini úr Garðabæ selja súpur í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík og við Hallgrímskirkju selur Jónína H. Gunnarsdóttir súpu ásamt sonum sínum. Súpudiskurinn kostar um þúsund krónur á báðum stöðum. Hornafjarðarhumar úr vagni „Ég ætla bara að hafa þetta einfalt í byrjun en með haustinu langar mig að fara út í eitthvað meira,“ segir Fjóla Sigurðardóttir sem rekur humarvagn- inn Lobster Hut við Lækjartorg. Þar selur hún humarsamlokur á 1.900 krónur og humarsúpu á 1.200 krónur. Fjóla stefnir líka á að bjóða upp á humarsalat. „Ef fólk vill ekki brauðið, það eru nefnilega svo margir á LKL, ekki ég samt!“ Viðtökurnar hafa verið góðar. „Ég keypti vagninn í Danmörku og opnaði síðasta föstudag. Fólk er mjög áhuga- samt um þetta, bæði ferðamennirnir og Íslendingar.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Búist er við allt að milljón ferðamönnum hingað til lands í ár. Hótelum og gistiheimilum hefur fjölgað hratt og hér er að verða til stór iðnaður við að þjónusta gestina. Miklar breytingar hafa orðið á miðbæ Reykjavíkur síðustu ár af þessum sökum; auk gisti- og veitingastaða hafa sprottið upp verslanir sem sérhæfa sig í varningi fyrir ferðamenn, svokallaðar lundabúðir. Nú er búið að taka næsta skref því hægt er að leigja sér vespur og lítil segway-hjól á Laugaveginum. 38 ferðamannaiðnaður Helgin 13.-15. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.