Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 13.06.2014, Qupperneq 38
Futura 28 léttur og vandaður dagpoki. Aircomfort bak sem loftar betur. Verð: 22.990 kr. Futura 32 Vinsælasti dagpokinn. frábært burðarkerfi með loftun. Verð: 24.990 kr. futura 38 Stór dagpoki með þægi- legu burðarkerfi. Vin- sæll í lengri dagsferðir. Verð: 25.990 kr. Aircontact 65+10 Frábær verðlaunabakpoki til notkunar í lengri ferðir. Öflugt burðarkerfi. Verð: 46.990 kr. Berðu þig vel marg verðlaunaðirbakpokar utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR Túristaborgin vöknuð til lífsins Ljósmyndir/Hari H ugviti okkar Íslendinga virðast fá takmörk sett þegar kemur að því að þjónusta erlenda ferðamenn. Þegar þörfinni fyrir hótel og veitingastaði virðist hafa verið mætt að fullu finn- um við bara upp á einhverju nýju. Þegar gengið er í miðbænum má sjá nokkrar nýjungar sem eflaust eiga eftir að vekja athygli í sumar. Og umtal, því ekki er öruggt að allir séu sáttir við þessa þróun. Hjólaferð á fimm þúsund Á miðjum Laugaveginum er nú hægt að leigja lítil segway-hjól. Leigan hefur greinilega vakið áhuga vegfarenda sem skoðuðu þau í forundran þegar Fréttatím- inn leit við í vikunni. Fyrir 1.500 krónur geturðu fengið hjól lánað í 15 mínútur, hálftíminn kostar 2.500 krónur og klukkutíminn 4.900 krónur. Vespuferð á fimmtán þúsund Hinum megin við Laugaveginn er nú hægt að leigja fjórhjóla-vespur, eða „scootera“. Það er fyrirtækið Green Scooters sem býður upp á þessa þjónustu og samkvæmt heimasíðu þess kostar klukkutíma- ferð á eigin vegum 3.500 krónur. Þá er hægt að fara í ferðir með farar- stjóra sem kosta 15.000 krónur. Íslensk kjötsúpa úr vagni Tveir kjötsúpuvagnar eru nú í miðbæ Reykjavíkur. Þrjú systkini úr Garðabæ selja súpur í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík og við Hallgrímskirkju selur Jónína H. Gunnarsdóttir súpu ásamt sonum sínum. Súpudiskurinn kostar um þúsund krónur á báðum stöðum. Hornafjarðarhumar úr vagni „Ég ætla bara að hafa þetta einfalt í byrjun en með haustinu langar mig að fara út í eitthvað meira,“ segir Fjóla Sigurðardóttir sem rekur humarvagn- inn Lobster Hut við Lækjartorg. Þar selur hún humarsamlokur á 1.900 krónur og humarsúpu á 1.200 krónur. Fjóla stefnir líka á að bjóða upp á humarsalat. „Ef fólk vill ekki brauðið, það eru nefnilega svo margir á LKL, ekki ég samt!“ Viðtökurnar hafa verið góðar. „Ég keypti vagninn í Danmörku og opnaði síðasta föstudag. Fólk er mjög áhuga- samt um þetta, bæði ferðamennirnir og Íslendingar.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Búist er við allt að milljón ferðamönnum hingað til lands í ár. Hótelum og gistiheimilum hefur fjölgað hratt og hér er að verða til stór iðnaður við að þjónusta gestina. Miklar breytingar hafa orðið á miðbæ Reykjavíkur síðustu ár af þessum sökum; auk gisti- og veitingastaða hafa sprottið upp verslanir sem sérhæfa sig í varningi fyrir ferðamenn, svokallaðar lundabúðir. Nú er búið að taka næsta skref því hægt er að leigja sér vespur og lítil segway-hjól á Laugaveginum. 38 ferðamannaiðnaður Helgin 13.-15. júní 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.