Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 40
H vað er þetta hipster og af hverju er ungt fólk svona hel-tekið af því að reyna líta út eins og „hipster“?
Á veraldravefnum er hugtakinu hipster
lýst sem „stökkbreyttum suðupotti af stíl
og hegðun,“ en hvað þýðir það?
Íslendingar hafa alltaf verið mjög
ginnkeyptir fyrir nýjustu straumum og
stefnum og yfirleitt farið útbyrðis í öllu
þegar á að tileinka sér eitthvað nýtt.
Hver man ekki eftir því þegar pestó
og sólþurrkaðir tómatar komust í tísku í
matargerð í rétt fyrir aldamótin síðustu?
Hvert sem maður fór þá var pestó á boð-
stólum, hvort sem það var í veislum eða
bara við eldamennskuna heima, þetta var
svo nýtt og framandi og þá átti bara að
borða þetta oft, helst alltaf. Einnig kom
álíka bylgja upp úr aldamótunum síðustu
þegar fólk uppgötvaði ruccola-salat, það
var ekki hægt að fá neitt annað, meira að
segja var fallegt ruccola blað ofan á plokk-
fisknum hjá Úlfari á 3 frökkum, eitthvað
hefði hann afi minn sagt ef honum hefði
verið boðinn plokkfiskur með þessu grasi.
Bandarískur uppruni
Hipstermenningin á rætur sínar að rekja
til stórborgarmenningar í Bandaríkjunum
á 5. áratug síðustu aldar, þegar fólk hafði
ekki mikið á milli handanna og aðhylltist
svarta djassmúsík og lifði fyrir hvern dag
í senn. Djasspíanistinn Harry Gibson
syngur um hipstera á plötu sinni „Boogie
woogie in blue“ og segir það vera fólkið
sem vill dansa við heitan djass. Þetta er
örugglega sjokkerandi vitneskja fyrir
unga íslenska hipsterinn sem hefur von-
ast til þess að þetta hafi byrjað í Berlín
í kringum 1980, en Ameríkaninn var
fyrstur.
Menningin hefur svo þróast með tím-
anum frá því að vera fátækt ungt fólk yfir
í það sem við könnumst við í dag, snyrti-
legir ungir menn sem virðast vera með allt
á hreinu hvað varðar tónlistaráhuga, list-
viðburði og drykkjumenningu, allavegana
hér í Reykjavík.
Margt er frábrugðið í fari hipstersins
frá uppruna hans, meðal annars er það
skeggvöxturinn. Í upphafi var enginn
með skegg, né hafði áhuga á því. Það þótti
ekki snyrtilegt og gaf í skyn að viðkom-
andi væri ekki á góðum stað, en í dag er
nánast enginn hipster án skeggs, hvort
sem það er mikið og voldugt alskegg eða
vel snyrt yfirvaraskegg. Enginn er maður
með mönnum nema hann fari reglulega til
rakara í snyrtingu.
Hipsterinn hefur því blandast hippan-
um, sem þó var frábrugðinn að því leytinu
til að hár hippans fékk að vaxa frjálst,
hvort sem var á höfði eða andliti.
Hipsterinn er víða í Reykjavík og í raun
skiptist hann í tvo hópa. Annar hópurinn
eru ungir menn í menntaskóla og háskóla,
vinnandi sem barþjónar eða í fataversl-
unum sem líta út fyrir að vera vel að máli
farnir og í vel launuðum vinnum, því fata-
stíll hipstersins er ekki fyrir venjulegan
verkamann, en snyrtileikinn er þeim hug-
fólginn.
Hinn hópurinn eru þeir sem komnir
eru út á vinnumarkaðinn og hafa raun-
verulega efni á því að halda í við standard-
inn, nokkrir vinna á auglýsingastofum,
aðrir eru í veitingabransanum, nokkrir
skemmtikraftar og svo restin sem vinnur í
Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar.
Fáir bera jafn mikla ábyrgð á þessari
menningu og þeir heiðursmenn, Kor-
mákur og Skjöldur, sem reka sína fínu
fataverslun með góðum árangri, enda
vita ungir menn fátt betra en að klæðast
góðum tweed-jakka, nýpússuðum Loake
skóm og hlýjum Barbour trefli, en þetta
kostar allt saman skildinginn. Menn eins
og Jakob Frímann, Halldór Laxness og
Mugison eru það sem ungir hipsterar
horfa til í stíl og útliti, en fæstir hafa efni á
því sem gerir það að verkum að íslenskir
hipsterar verða svona blanda af hippum,
Gísla á Uppsölum og Benjamín Eiríkssyni
fræðimanni.
Kannski var Gísli fyrsti íslenski hip-
sterinn?
Hipsterinn má ekki borða hvað sem er
og ekki drekka hvað sem er, annars er
hann ekki viðurkenndur í kreðsunni. Þú
tapar stigum ef þú ferð á Amercan Style,
en safnar mörgum stigum ef þú færð þér
krækling á Snaps, alveg burtséð frá því
hvort þér finnist kræklingur góður, hann
venst. Það má alls ekki drekka einhvern
venjulegan innfluttan bjór en ef þú verður
þér út um Pabst Blue Ribbon frá Ameríku
þá sprengir þú skalann, en í rauninni er
hann bara seldur hipsterum
og væri hætt að framleiða
hann ef það væri ekki fyrir
þá.
Hipsterinn má heldur
ekki hlusta á hvað sem er,
það er gríðarleg rýrnun
á gildismati að hlusta á
Coldplay, en svakalega
töff ef þú fílar b-hliðina á
plötunum hennar Donnu
Summer sem Giorgio
Moroder gerði með henni
í kringum 1980 og svona
mætti lengi telja. Það
hlýtur að vera full vinna
að fylgja öllum þessum
reglugerðum svo maður
heltist ekki úr lestinni.
Ég ætla allavegana að
geyma gamla Mini-Disc
Walkman tækið mitt, hipsterinn
hlýtur að fara að fá leið á vinyl
spilaranum og þá kemur það sér
vel að eiga góðan MD spilara.
Eitt er það þó sem íslenski
nútíma hipsterinn hefur
ekki tileinkað sér, en það er
jákvæðni gagnvart því sem
aðrir hafa áhuga í fatastíl eða
tónlistaráhuga. Yfirleitt telja
þeir þá sem ganga í flíspeysum
eða hlusta á Sigga Hlö ekki
merkilega pappíra, jafnvel
eru nokkrir það þröngsýnir
að tónlistarhátíðin Iceland
Airwaves þykir of mikið
höfða til almennings, finnst
hún ekki vera nógu neðan-
jarðar. Þarna er það íslenska
neikvæðnin sem hefur
hreiðrað um sig í þessum
gamla lífsstíl, sem er þvert
á við það sem upphafsmenn-
irnir tileinkuðu sér.
Það er nefnilega alltof
algengt að við Íslendingar
teljum neikvæðni vera
merki um einhverjar
gáfur.
Hannes
Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Var Gísli á Uppsölum
fyrsti íslenski
hipsterinn?
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
SMART CONSOLE
LEIKJATÖLVA
16.900
Öflug spjald- og leikjatölva,
5” kristaltær HD snertiskjár
ÓGRYNNILEIKJANÆR ÓTAKMARKAÐ ÚRVAL AF LEIKJUM OG FORRITUM FYRIR ÞESSA ÓTRÚLEGU GRÆJU
NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI
4BLS
SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
40 herramennska Helgin 13.-15. júní 2014