Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 46
46 ferðalög Helgin 13.-15. júní 2014
gjaldmiðlar Krónan hefur styrKst
K rónan hefur styrkst nokkuð frá því í fyrra í samanburði við flesta gjaldmiðla. Í sumum tilvikum er
munurinn á annan tug prósenta og það
munar um minna fyrir íslenskan launa-
mann í utanlandsferð. Oftast er mis-
munurinn þó nokkur prósentustig okkur
í vil en þeir sem skipta krónum yfir í pund
þurfa að borga meira.
Gengið er þó vissulega langt frá því að
vera jafn hagstætt og það var fyrir hrun
en þó má reyna að horfa á björtu hlið-
arnar.
Einn ókeypis dagur
Sá sem leggur leið sína til Kanada í dag
borgar um 11 prósent minna fyrir uppi-
haldið í samanburði við síðasta ár. Gengi
kanadíska dollarans hefur nefnilega
lækkað um nærri þrettán prósent og þar
sem verðbólgan þar í landi er lág skilar
gengismunurinn sér nær allur í vasa ís-
lenska ferðamannsins. Það má því segja
að túristi sem eyðir 25 þúsund krónum
á dag í tíu daga Kanadareisu fái síðasta
daginn frían.
Þeir sem halda sig Bandaríkjunum
borga aðeins minna í samanburði við
síðasta ár því þarlendi dollarinn hefur
lækkað um rúm sex prósent en á móti
kemur að verðlagið hefur hækkað um
nærri tvö prósent.
Mun ódýrara víðar
Af þeim löndum sem flogið er beint til
frá Keflavík þá hefur verðlagið í Kanada
tekið jákvæðustu breytingunum í ís-
lenskum krónum talið. Tyrkneska líran
og rússneska rúblan hafa reyndar misst
meira af virði sínu en kanadíski dollarinn
en verðbólgan í þessum löndum hefur
verið há undanfarið ár og hún étur upp
um helminginn af gengismuninum. Þrátt
fyrir það er mun ódýrara að vera íslensk-
ur ferðamaður í þessum löndum í sumar
en það var í fyrra. Þannig kostar vikudvöl
á miðlungshóteli í Sankti Pétursborg um
tíu þúsund krónum minna í dag en fyrir
ári síðan.
Frekar Svíþjóð og Noregur en
Danmörk
Á evrusvæðinu hefur verðlagið eiginlega
staðið í stað síðastliðna mánuði og gengi
evrunar lækkað um 3,5 prósent. Það er
því aðeins ódýrara að fara þar um í dag en
í fyrra.
Flugsamgöngur milli Íslands og
Skandinavíu eru góðar allt árið um kring
og þangað fljúga margir frá Keflavík. Eins
og staðan er í dag þá hefur hagur okkar
vænkast meira í Svíþjóð og Noregi en í
Danmörku. Það fæst nefnilega um 7 til 10
prósent meira í þessum löndum í dag á
meðan danska krónan fylgir evrunni.
Breska pundið er hins vegar einn fárra
gjaldmiðla sem hefur styrkst sig síðustu
12 mánuði í samanburði við íslensku
krónuna og með teknu tilliti til verðbólgu
þá þarf að borga um 3 prósent meira fyrir
hlutina þar í landi í dag miðað við júní í
fyrra.
Gengið er með
íslenskum
túristum í dag
Í þessum löndum færðu núna meira
fyrir íslensku krónurnar en í fyrra.
Kristján
Sigurjónsson
kristjan@turisti.is
Með góðum vilja má reikna það út að það sé sérstaklega hagstætt að ferðast til Kanada í ár.
Það er um tíu prósent ódýrara, íslenskum krónum talið, að gera sér glaðan dag í Osló í dag en það var fyrir akkúrat ári síðan.
Það má
því segja
að túristi
sem eyðir
25 þúsund
krónum
á dag í
tíu daga
Kanada
reisu fái
síðasta dag
inn frían.
2 0 1 4
00000
w w w . v e i d i k o r t i d . i s
Eitt kort
36 vötn
6.900 kr
FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ
2 0 1 4
Skráning han á skrifstofu
Jónsmessuhátíð Útivistar 22.-24. júní
Bókun á skrifstofu í síma
562 1000 eða á www.utivist.is
Upplifðu ÚtivistargleðiUpplifðu ÚtivistargleðiJónsmessuhátíð Útivistar 20.-22. júní
Skráning fi á skrifstofu
krif t f í í
w.utivist.is
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?