Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 64
 Í takt við tÍmann marta rún Ársælsdóttir Dreymir um að borða mig í gegnum Ítalíu Marta Rún Ársælsdóttir er 22 ára Garðabæjarmær sem skrifar um mat og menningu á vefsíðunni Femme.is. Hún er að hefja nám í viðskipta- og markaðsfræði við Háskóla Íslands og vinnur í sumar hjá Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuði. Marta Rún leggur á sig ferðalag til Hafnarfjarðar fyrir góðan kaffibolla. Staðalbúnaður Ég vil helst vera fín og vel til fara og ég geng sjaldnast í lágbotna skóm. Á Íslandi versla ég mest í Zöru, ég fæ mér auka- hluti síðan í hinum ýmsu verslunum. Mér þykir skemmtilegt að vera með fallegar töskur og skipti ég reglulega um þær sem ég geng með. Ég reyni að kaupa mér færri flíkur og aukahluti og hugsa heldur um gæðin en magnið. Ég fjárfesti í fínum sólgleraugum sem ég held mikið upp á. Hugbúnaður Þegar ég fer niður í miðbæ er það voða- lega misjafnt hvert ég fer. Það fer aðallega eftir hópnum sem ég er með. Skemmti- legast finnst mér samt að geta setið og spjallað en stundum getur verið gaman að fara að dansa þegar ég er úti með stelp- unum. Ég er mikið fyrir að prófa ný kaffi- hús og veitingastaði. Það sem er í upp- áhaldinu í augnablikinu er The Coocoo’s Nest úti á Granda. Besti kaffibollinn, að mínu mati, er í Hafnarfirði á Pallet Kaffi- kompaní. Ferðalagið þangað er alveg þess virði. Vélbúnaður Ég hef verið mikill aðdáandi Apple í nokkur ár. Ég á iPhone, Macbook Air og AppleTV. Mest er ég háð símanum mínum og nota hann aðallega í að taka, skoða og deila myndum á Instagram. Þá fékk ég mér Canon myndavél nýverið sem ég er búin að vera læra á. Núna eyði ég líka miklum tíma í tölvunni eftir að við opnuðum síðuna. KitchenAid vélin og Nespresso kaffivélin mín eru sá vélbúnaður sem er mest notaður í eldhúsinu. Aukabúnaður Tíska, hönnun og listir eru mér hugleikin. Mér finnst gaman að skoða og hugsa um þau málefni enda stefni ég á nám í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á hönnun og ný- sköpun. Ég er nú að vinna hjá frábærum fatahönnuði til að læra meira í þessum geira. Aðaláhugamálin mín eru síðan matur og menning. Uppáhaldsmaturinn minn er ítalskur matur og mig dreymir um að borða mig í gegnum Ítalíu. Síðustu ár hef ég ferðast mest til Bandaríkj- anna en fór til Parísar um páskana og þangað fer ég svo sannarlega aftur. Uppáhaldsstaðurinn á Íslandi eru klárlega Vestmannaeyjar.  appafengur Vivino Appið Vivino er frábært app fyrir alla sem eru áhugafólk um léttvín og uppruna þeirra. Það er mjög einfalt í notk- un, í appinu er myndavél og það eina sem þarf að gera er að taka mynd af miðanum á vínflöskunni og voila, þá birtast allar upplýsingar um vínið. Upplýsing- arnar sem maður fær eru um vínið sjálft, eigin- leika þess og galla, allt um ræktandann og framleiðsl- una á víninu, hvernig vínið er metið um allan heim og það sem er skemmtilegt, dómar frá fólki um víða veröld sem hefur einnig verið að drekka þetta vín. Einnig er mjög skemmti- legur vinkill að það er hægt að bæta vinum og vandamönnum í hópinn og þá sér maður hvað fólk er að prófa og fær álit þess, hvaða víni það mælir með, eða vill forða manni frá. Þetta er mjög hentugt þegar velja skal rétta vínið fyrir matarboð, veislur eða bara róman- tíska kvöldstund með makanum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ljósmyndir/Hari Þetta er sportbílsrauða KitchenA- id vélin mín sem ég fékk í jólagjöf frá foreldrum mínum, hún er mikið notuð í eldhúsinu mínu. Alexander Wang taskan sem mér þykir ótrúlega vænt um. Ég fékk hana á frábærum díl hjá stelpu sem ég kynntist í New York. Nespresso latte vélin kemur mér í gang á morgnana. 64 dægurmál Helgin 13.-15. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.