Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 66
Breska hljómsveitin The XX er
mörgum landsmönnum kunn,
enda orðin eitt stærsta nafnið í
tónlistarheiminum í dag. Sveitin
er að undirbúa upptökur á þriðju
breiðskífu sinni og fyrirhugað er
að taka upp hér á Íslandi, sem og í
London og París.
Fyrri plötur sveitarinnar, XX
sem kom út árið 2009 og The
Coexist frá 2012 hlutu einróma lof
gagnrýnenda og var fyrsta platan
kjörin sú besta á árinu 2009 af
hinu virta dagblaði Guardian, svo
það má með sanni segja að það
sé beðið eftir nýju plötunnni með
mikilli eftirvæntingu.
Reykjavík hefur í gegnum tíðina
laðað að sér marga tónlistarmenn
sem vilja taka upp tónlist í ró og
næði fjarri skarkala stórborga og
má þar helst nefna listamenn eins
og Blur, Feist, Bonnie Prince Billy
og The Magic Numbers svo ein-
hver nöfn séu nefnd. Einnig tók
þýska söngkonan Nena hér upp
efni fyrir um það bil tveimur árum
en hún er hvað þekktust fyrir
smellinn 99 Luftballoons sem kom
út 1983.
Ekki hefur fengist staðfest í
hvaða hljóðveri í Reykjavík upp-
tökurnar fara fram, en það eru
nokkur sem koma til greina, og
þykir líklegast að sveitin muni
annaðhvort hreiðra um sig í Sund-
lauginni eða Gróðurhúsi Valgeirs
Sigurðssonar. Þeir sem þekkja til
eru þó þögulir sem gröfin enda er
mikilvægt fyrir sveitina að fá næði
til þess að vinna, til þess er nú
leikurinn gerður. -hf
The XX tekur upp á Íslandi
The XX er væntanleg hingað til lands til að taka upp nýja plötu.
Stebbi
og Eyfi
eru ekki
ókunnir
fjölmiðlum
en þeir róa
samt á ný
mið við
þátta-
stjórnun á
ÍNN. Ljós-
mynd/Hari
Sjónvarp TónliSTarþæTTir á Ínn hafa hloTið verðSkuldaða aThygli
þ að þekkja allir þá félaga Stefán Hilm-arsson og Eyjólf Kristjánsson, og margir undir nafninu Stebbi og Eyfi.
Þessir vinir urðu á einni kvöldstund í Róm,
árið 1995, dáðustu söngvarar þjóðarinnar
þegar þeir sungu drauminn um Nínu og
hafa verið órjúfanlegur partur af tónlistar-
lífi Íslendinga allar götur síðan. Á dögunum
brugðu þeir sér þó í ný hlutverk þegar þeir
birtust á sjónvarpsskjám landsmanna og
þátturinn Kling Klang hóf göngu sína á sjón-
varpsstöðinni ÍNN, en hvernig kom það til?
„Nýr sjónvarpsstjóri, Guðmundur Örn, fór
þess einfaldlega á leit við okkur gera nokkra
tónlistarþætti og við létum til leiðast. Við
fengum alveg frjálsar hendur og ákváðum
strax að horfa aðallega til fortíðar, spjalla við
kappa sem lagt hafa eitt og annað af mörk-
um til bransans, en eru ekki endilega mikið
í sviðsljósinu hin seinni ár. Við skiptum með
okkur verkum, ég geri handrit að þáttunum,
undirbý viðtölin, grúska í heimildum og
finn til og útbý gamalt myndefni. Eyfi er svo
meira í því að taka viðtölin og sér auk þess
alveg um spurningakeppnina, enda annálað
spurningaljón.“
Stefán segir þá félaga vera mikla áhuga-
menn um tónlistina og hafa þeir báðir horft
á ógrynni þátta og mynda um kollega sína,
innlenda sem og erlenda, en þó hafi þeir
ekki horft í neina sérstaka átt þegar leitað
var að fyrirmynd fyrir þáttinn.
„Ekki get ég sagt það, við horfðum ekkert
til annarra þátta, óðum bara nokkuð blint í
sjóinn. Það versta er þó að þátturinn er það
stuttur, að langt er frá því að tími gefist til
að framkvæma allar hugmyndir.“
Þeir eru ekki ókunnir dagskrárgerð og
báðir með mikla reynslu af því að vera fyrir
framan myndavélina, verandi tónlistarmenn
á Íslandi. „Þetta er ágætt í litlum skömmtum
sem þessum. Við erum ekki alveg óvanir
sjónvarpi, þótt ekki höfum við fengist
mikið við þáttagerð. Eyfi hefur samt nokkra
reynslu af útvarpi og ég sá ungur og blautur
á bak við eyrun um sjónvarpsþætti á RÚV
fyrir rúmlega aldarfjórðungi,“ segir Stefán
sem stýrði um tíma sjónvarpsþáttunum
„Rokkararnir geta ekki þagnað“.
„Það tók svolítinn tíma að finna nafn á
þáttinn, við rissuðum upp allmargar tillögur
og þessi varð loks fyrir valinu, þótti hæfilega
„væld“, en hafa snyrtilega tónlistarteng-
ingu,“ segir Stefán og vitnar þar í orð Tómas-
ar M. Tómassonar, bassaleikara Stuðmanna,
sem er einn viðmælenda þáttarins. Nafnið er
hið sama og á þekktu lagi Dáta frá sjöunda
áratugnum.
Eru Stebbi og Eyfi komnir til að vera í ís-
lensku sjónvarpi?
„Við gerum okkur engar grillur um ís-
lenska heimsfrægð á þáttagerðarsviðinu,
ætlum bara að klára þessu snörpu syrpu.
Þetta hefur verið gaman, en töluverð vinna
og yfirlega, einkum er undirbúningur og
samsetning tímafrek. Sér í lagi er erfitt að
klippa til og kasta út efni vegna tímaskorts.
Maður getur ímyndað sér hvernig kvik-
myndagerðarmönnum hlýtur að líða þegar
þeir ganga frá myndum sínum og blóði drif-
inn afskurðurinn lendir óbættur í tölvurusla-
fötunni.
Þetta verða nú bara fjórir þættir í fyrstu,
svo sjáum við bara til með framhaldið, það
er alveg óráðið,“ segir þáttagerðarmaður-
inn Stefán Hilmarsson. Síðasti þátturinn
af Kling klang verður á dagskrá ÍNN í dag,
föstudaginn 13. júní og aðalgestur þáttarins
verður tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Stebbi og Eyfi á ÍNN
Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson hafa stýrt tónlistarþættinum Kling klang
á ÍNN á undanförnum vikum, en telja þó ekki líklegt að um nýtt ævistarf sé að ræða og gera
sér engar grillur um heimsfrægð á skjánum.
Það tók
svolítinn
tíma að
finna nafn
á þátt-
inn, við
rissuðum
upp all-
margar
tillögur
og þessi
varð loks
fyrir val-
inu, þótti
hæfilega
„væld“
Alexandra Rut
býður ísáhuga-
fólki í heimsókn
til Paradísar á
Njálsgötu. Ljós-
mynd/Hari
TónliST þekkTir TónliSTarmenn Sækja landið heim
Fór í ísskóla á Ítalíu
„Okkur fannst vanta alvöru ísbúð hérna í mið-
bænum,“ segir Alexandra Rut Sólbjartsdóttir.
Alexandra Rut undirbýr
opnun ísbúðarinnar Para-
dísar á Njálsgötu. Paradís
verður við hlið söluturnsins
Drekans og stefnt er því
að opna dyrnar fyrir við-
skiptavinum í næstu viku,
fimmtudaginn 19. júní.
Ár er nú liðið síðan
ísbúðin Valdís var opnuð
úti á Grandagarði og hefur
hún slegið í gegn. Sannað-
ist þar að Íslendingar voru
meira en tilbúnir að prófa
eitthvað annað en mjólk-
urís í brauðformi með dýfu.
Í Paradís verður einmitt
boðið upp á ítalskan ís.
Alexandra segist alltaf
hafa verið áhugamann-
eskja um ís. „Mig langaði
að læra þetta frá grunni
þannig að ég fór til Ítalíu í
skóla og lærði þar að búa
til ekta, ítalskan ís. Þetta
var tveggja vikna námskeið
og svo er hægt að bæta meiru við seinna,“ segir
hún.
Þegar útsendara Fréttatímans bar að garði
í vikunni var allt á rúi og stúi í ísbúðinni en
Alexandra var bjartsýn á að ná að opna í næstu
viku. Ísgerðin er alla vega hafin og lofar góðu.
„Já, ég er orðin rosa spennt að opna og koma
þessu í gang.“ -hdm
fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420
Heimilistæki
Síðustu misseri hafa vefverslanir heldur
betur færst í aukana. Vefinn fylla margar
spennandi búðir sem selja sniðugar
vörur sem aðeins er hægt að nálgast á
netinu. Nú hafa nokkrar þessara versl-
ana tekið sig saman um að opna markað
og leyfa þannig forvitnum að handleika
úrvalið. Það eru vefverslanirnar Andar-
unginn.is, EsjaDekor.is, nola.is, petit.
is og snúran.is sem verða á staðnum til
að kynna og selja vörur sínar. Úrvalið
er fjölbreytt, allt frá barnafötum, leik-
föngum og húðkremum til hönnunarvöru
sem á að fegra heimilið.
Markaðurinn verður á laugardaginn, 14.
júní, frá klukkan 12 til 16 á KEX Hostel,
Skúlagötu 28, 101 Reykjavík.
Pop-Up markaður á Kex Hostel
66 dægurmál Helgin 13.-15. júní 2014