Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Page 10

Fréttatíminn - 14.11.2014, Page 10
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is S íðan í sumar hefur Reykjavík verið þátttakandi í verkefninu Intercultural Cities, eða fjölmenn-ingarborgir. Við fengum hingað fulltrúa frá Evrópuráðinu í október til að hjálpa okkur að móta heildstæða fjölmenningarstefnu. Þessir fulltrúar hittu sérfræðinga frá einkageiranum og sviðsstjóra og embættismenn frá borginni og fóru yfir það í sam- einingu hvernig málefnum innflytjenda er háttað í borginni,“ segir Jóna Vigdís Kristjánsdóttir, verkefna- stjóri hjá mannréttindastofu borgarinnar. „Þingið, sem nú er haldið í þriðja sinn, er hluti af þessari vinnu og hjálpar okkur að skapa umræðu um málefni þeirra 13.000 innflytjenda sem búa í Reykjavík.“ Lítið um fjölmenningu í fjölmiðlum Í niðurstöðum fjölmenningarþingsins frá því í fyrra kom meðal annars fram að innflytjendur óska al- mennt eftir betri upplýsingum á ensku og/eða pólsku um skólamál. Foreldrum leikskóla-og grunnskóla- barna finnst þeir ekki vera nógu vel upplýstir um líðan barna sinna í skólanum og það að geta ekki aðstoðað börnin við heimanámið veldur meðal annars streitu og áhyggjum. Einnig kom fram að íþróttafélög og aðrir sem standa fyrir tómstundastarfi með börnum eigi að kynna starfsemi sína betur fyrir foreldrum barna af erlendum uppruna og það eigi ekki bara að vera á hendi borgarinnar að gera það. Innflytjendur á þinginu ræddu einnig um að lítið væri fjallað um fjöl- menningu í fjölmiðlum. 9,5% eru innflytjendur Á Íslandi eru innflytjendur 27.447 manns ( 1. janúar 2014) eða um 8,4% mannfjöldans. Annarri kynslóð innflytjenda hefur fjölgað á milli ára, voru 3204 í fyrra en eru nú 3532. Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda því 9,5% af mannfjöldanum. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, hefur einnig fjölgað á milli ára, voru 6,4% mannfjöldans í fyrra en eru nú 6,5%. Pólverjar eru lang fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en í janúar í fyrra var 10.141 einstaklingur uppruninn í Póllandi, eða um 36,9% allra innflytjenda. Þar á eftir koma innflytjendur frá Filippseyjum og Litháen, 5,2% allra innflytjenda frá hvoru þessara landa. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ármann Kr. Ólafs- son, bæjar- stjóri Kópavogs.  SveitarStjórnarmál lækkandi Skuldahlutfall kópavogS Kjarasamningar hafa áhrif á rekstur bæjarins Fjárhagsáætlun Kópavogs- bæjar fyrir árið 2015 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjar- stjórn Kópavogs fyrr í vik- unni. Þá var einnig lögð fram langtímaáætlun fyrir tímabil- ið 2016 til 2018. Í áætluninni kemur fram að A-hluti bæjar- sjóðs verður rekinn með 106 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Sé niðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar skoðuð verður hún rekin með 357 milljón króna rekstraraf- gangi á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætluninni. „Fjárhagsáætlunin sýnir að staða Kópavogs er sterk. Hins vegar er ljóst, ef þessi áætlun er borin saman við þá síðustu, að þeir kjarasamningar sem hafa verið gerðir á árinu, við fjölmörg stéttarfélög, koma til með að hafa veruleg áhrif á reksturinn á næsta ári. Engu að síður er rekstrarafgangur í heildina séð vel við unandi. Þá er ekkert gert ráð fyrir óreglu- legum tekjum eins og sölu lóða sem að öllum líkindum mun bæta stöðuna enn frekar. Þá heldur skuldahlutfall áfram að lækka sem er mjög jákvætt,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópa- vogsbæjar. Gangi áætlunin eftir verður skuldahlutfall bæjarins áramótin 2015-2016 166,6%, að því er fram kemur í til- kynningu bæjarins. Gert er ráð fyrir að Kópavogsbær komist undir 150% viðmið árið 2017. Um síðustu áramót var skuldahlutfallið 185,1%. -jh  reykjavík „konferencja WielokulturoWa miaSta“ í ráðhúSinu Fjölmenningarþing verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur frá klukkan 10 til 15 á morgun, laugardag. Á þinginu verður kosið í fjölmenningarráð Reykjavíkur og hafa allir skráðir þingfulltrúar kosningarétt. Í ráðinu verða 5 fulltrúar, 3 verða kosnir og 2 tilnefndir af borgarstjórn. Kosning í ráðið stendur frá klukkan 10 til 15. Úrslit kosninganna verða svo kynnt mánudaginn 17. nóvember í Ráðhúsi Reykjavíkur, klukkan 15. Í Reykjavík búa 13.000 innflytjendur og langstærstur hluti þeirra eru Pólverjar. Á laugardaginn verður haldið fjölmenningarþing í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem þessum stóra hópi fólks gefst tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri. Þingið, sem er nú haldið í þriðja sinn, er liður í vinnu borgarinnar við að móta fjölmenningarstefnu. Í fyrra kom meðal annars fram að sam- bandsleysi við opinberar stofnanir borgarinnar getur valdið innflytjendum streitu og áhyggjum. Frá Fjölmenn- ingargöngu 2013. Farvegur fyrir raddir 13 þúsund innflytjendakynntu þér málið!SIÐMENNTw w w . s i d m e n n t . i s Málsvari veraldlegs samfélags Siðmennt Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is Láu hjartað ráða Svalandi engiferdrykkur alveg eir mínu höfði enda er engifer í miklu uppáhaldi. Drykkurinn er gerður úr fyrsta flokks lífrænu hráefni, meira að seg ja vatnið hefur lífræna vottun. 10 fréttir Helgin 14.-16. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.