Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Síða 12

Fréttatíminn - 14.11.2014, Síða 12
Þ að hafði verið í umræðunni í nokkurn tíma að ráða karlmann til Stígamóta og niðurstaðan var að sá tími væri kominn,“ segir Hjálmar Gunnar Sigmarsson kynjafræðingur sem er fyrsti og eini karlmaðurinn sem starfar hjá Stígamótum, enn sem komið er. Hjálmar hóf störf í byrjun ágúst og felst starfið hans helst í tvennu: að veita ráðgjöf og sinna fræðslu og forvörnum gegn kynferðisofbeldi. Þeir sem leita til Stígamóta hafa því nú í fyrsta skipti val um karlkyns eða kven- kyns ráðgjafa. „Hluti af ástæðunni fyrir því að ákveðið var að ráða karlmann var að tilfinningin var sú að of margir karlkyns þolendur hafi ekki leitað sér hjálpar og nóg er víst af skilaboðum í samfélaginu þar sem gert er lítið úr kynferðis- legu ofbeldi gegn strákum og karl- mönnum. Hugmyndin er að gera þessa þjónustu sýnilegri,“ segir Hjálmar. Karlmenn 18% þeirra sem leita til Stígamóta Karlmenn hafa að jafnaði verið um 8-11% þeirra sem leita til Stíga- móta en þar varð mikil breyting á í fyrra þegar karlmenn voru 18% þeirra sem leituðu til Stígamóta. Þeir voru þá 25% af þeim sem sóttu sér aðstoð vegna sifjaspells og 9% af þolendum nauðgana. Alls leituðu 706 einstaklingar sér að- stoðar hjá Stígamótum á síðasta ári og hefur fjöldinn aldrei verið meiri „Þetta er það langmesta sem við höfum séð hér á Stígamótum,“ segir Hjálmar en aukningin er rakin til gríðarlegrar umræðu og vitundarvakningu í samfélaginu eftir að kynferðisbrot Karls Vignis Þorsteinssonar komust í hámæli eftir afhjúpun Kastljóss í byrjun síðasta árs. Starfsemi Stígamóta hafði þá fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið sem lengst af var við Hverfisgötu en í mars fluttu Stígamót í nýtt og stærra hús- næði að Laugavegi 170, 2. hæð. djúpviðtöl við 15 íslenska karlkyns femínista á aldrinum 18-26 ára og vildi hann meðal annars kanna við- horf þeirra og reynslu , til að skilja betur hvað hvetur unga karlmenn til að vera femínistar og hvernig þeir geta lagt sitt á vogarskálarnar til samfélagsbreytinga. „Þetta voru allt karlmenn sem eru yfirlýstir femínistar og hafa tekið þátt í fem- ínísku starfi af einhverju tagi eða verið virkir í femínískri umræðu,“ segir Hjálmar. „Það hefur löngu verið vitað hversu mikilvægt er að fá karlmenn um borð þegar kemur að því að stuðla að auknu jafnrétti. Þessir karlmenn sem ég ræddi við kynntust femínisma á ólílkan hátt og voru misróttækir en eitt var sérstaklega sterkt hjá þeim öllum og það er að þeir ræddu allir sér- staklega um mikilvægi þess að vinna gegn og uppræta kynbundið ofbeldi.“ Forréttindi karlmannsins Hjálmar segir eina af þeim áskor- unum sem karlkyns femínistar mæta er að skilja reynsluheim kvenna. „Kynbundið ofbeldi er hluti af veruleika kvenna sem er mikilvægt að takast á við. Þeir karlmenn sem ég ræddi við átt- uðu sig á því að þeir þurfa ekki að fara í gegn um sitt daglega líf með því að reikna með að verða fyrir einhvers konar áreiti eða upplifa hættu í ýmsum aðstæðum. Þeir komu líka inn á það að karl- menn gera sér oft ekki grein fyrir því það eru gríðarleg forréttindi að vera karlmaður, svo við tölum nú ekki um þau forréttindi sem fylgja því að vera hvítur, gagnkyn- hneigður karlmaður. Ein af megin niðurstöðum rannsóknar minnar er hvað persónuleg reynsla hefur mikil áhrif og er mikilvæg fyrir karlmenn sem skilgreina sig sem femínista.“ Hann bendir á að það sé rammpólitískt að segjast vera femínisti en það sé þó ekki flokks- pólitískt heldur sé það pólitísk afstaða í þeim skilningi um að við- komandi gerir sér grein fyrir að samfélagslegra breytinga er þörf. „Að taka þá afstöðu að vera femín- isti og skoða heiminn út frá því sjónarhorni hefur margar persónu- legar afleiðingar. Það er ekki alltaf einfalt að halda því til streitu að vera femínisti, að vera með femín- íska sýn og bregðast við þegar þú upplifir karlrembu eða óviðeigandi athugasemdir. Það getur verið snúið að ætla sér alltaf að vera í búningi femínistans. Sumir þess- ara karlmanna áttuðu sig líka á því að þeir höfðu sjálfir tekið þátt í karlrembuhegðun og nýtt sér forréttindi sín sem karlmenn. Þessi tenging á milli þess persónulega og pólitíska hefur einnig verið áber- andi í erlendum rann- sóknum á femínískum karlmönnum,“ segir Hjálmar. Femínismi í tísku Eitt af því sem Hjálmari fannst líka áberandi hjá karlmönnunum var hversu ánægðir þeir sem höfðu fengið kynjafræðikennslu voru með hana. „Þeir sögðust hafa notið góðs af kynjafræðikennslu og sögðu jafnvel að þeir hefðu orðið femínistar fyrr ef þeir hefðu fengið slíka fræðslu fyrr,“ segir Hjálmar. Kynjafræðikennsla hefur verið að aukast í vissum skólum, en er mjög ábótavant í íslenskum grunn- og framhaldsskólum almennt þó það hafi lengi verið í lögum að sinna skuli slíkri kennslu. Þá bendir Hjálmar á hversu ánægjulegt það er að femínistafélög hafi verið stofnuð í mörgum framhalds- skólum og í byrjun þessa árs var formlega stofnað Samband femín- istafélaga framhaldskólanna, en meðal markmiða sambandsins er að hvetja til aukinnar kynjafræðslu um land allt. „Það eru strákar virk- ir í þessum félögum og það verður áhugavert að fylgjast með fram- haldinu. Ein af mörgum niðurstöðum mínum í rannsókninni var að það væri ýmislegt spenn- andi í gangi á jafnrétt- issviðinu og jafnvel að það væri í tísku að vera femínisti. Það þýðir samt ekki að nú sé allt komið heldur er þetta tækifæri ti að taka umræðuna al- varlega í staðinn fyrir að láta þetta vera tískubólu sem síðan deyr.“ Sjálfur kynntist Hjálmar femínisma sem ungur aktívisti og með náminu, og nú líka í starfi, hefur hann getað kynnst nánar baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og forvörnum gegn því. „Ég er mjög þakklátur fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í starfi Stígamóta,” segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Fyrsti karlmaðurinn hjá Stígamótum Hjálmar M. Sigmarsson var ráðinn til starfa hjá Stígamótum í haust og hafa þeir sem leita til Stígamóta því í fyrsta sinn val um að fara til karlkyns eða kvenkyns ráðgjafa. Hjálmar kemur til með að sinna bæði ráðgjöf og fræðslu, hann er nýútskrifaður með meistara- gráðu í kynjafræði og í lokaverkefninu tók hann djúpviðtöl við íslenska karlkyns femínista. Hjálmar M. Sigmarsson er fyrsti og eini karlmaðurinn, enn sem komið er, sem starfar hjá Stígamótum. Hann er menntaður kynjafræðingur og sinnir bæði ráðgjöf við þol- endur kynferðisofbeldis og fræðslu. Mynd/Hari Þar er betra aðgengi og auk þess að ráða karlmann hóf fyrr á þessu ári störf hjá Stígamótum, ráðgjafi með sérþekkingu á réttindum og málefnum fatlaðs fólks. Hjálmar útskrifaðist fyrr á þessu ári með meistaragráðu í kynjafræði frá há- skólum á Spáni og í Ungverjalandi. Niðurstöður úr meistaraverkefn- inu eiga eftir að gagnast honum þegar kemur að fræðsluhlutverki hans hjá Stígamótum. Hann tók Hver er Giftur Milicu Minic, kynjafræðingi. Er með meistaragráðu í mannfræði frá Há- skóla Íslands. Lauk meistaragráðu í kynjafræði frá Central European University í Ungverjalandi og Uni- versidad de Granada á Spáni á þessu ári. Titil meistararit- gerðinnar mætti þýða sem „Að verða og vera: Reynsla ungra karlkyns femínista á Íslandi.“ Hefur í mörg ár beitt sér í baráttunni gegn kynferðisofbeldi, meðal annars með NEI hópi Femínista- félags Íslands Hefur starfað hjá Jafnréttisstofu og UN Women í Bosníu og Hersegóvinu. Hjálmar M. Sigmarsson ? Tilfinningin var sú að of margir karlkyns þolendur hafi ekki leitað sér hjálpar. www.icewear.is ÞINGHOLTSSTRÆTI, REYKJAVÍK - HAFNARSTRÆTI, AKUREYRI SKINNVÖRUR STÓRLÆKKAÐ VERÐ TIL JÓLA! EIR Trefill úr kanínuskinni kr. 10.800 FREYJA Sjal úr kanínuskinni kr. 27.900 6.780Tilboð 17.580Tilboð 12 fréttaviðtal Helgin 14.-16. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.