Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 14.11.2014, Qupperneq 22
É g tel mig hafa fengið nokkuð gott uppeldi. Ég bora aldrei í nefið fyrir framan aðra. Ropa ekki í afmælum. Einfaldlega læt það yfir mig ganga ef brókin er óþægi- lega staðsett á bakhlutanum á mér. Baða mig á degi hverjum. Brúka tannburstann tvisvar á dag. Leysi aldrei vind. Nei, aldrei segi ég. Ég naga ekki neglurnar og stend upp fyrir gömlu fólki í strætó. Ókei, ég tek reyndar aldrei strætó. En ég myndi örugglega standa upp. Ekki byrja strax að öfunda mig eða lofsama fyrir það hversu vel heppnuð ég er. Jafnvel óska þess að ég væri dóttir ykkar, vinkona eða kærasta. Ég hef óteljandi ósiði líka. Ég gef sárasjaldan stefnuljós. Blóta eins og sótölvaður sjóræningi – helst í öðru hverju orði. Ég er alltaf jórtr- andi tyggigúmmí og tala iðulega með fullan munninn. Með tilheyr- andi sóðaskap. Ég finn til dæmis ósjaldan maísbaunir eða annan ófögnuð ofan í brjóstahaldaranum mínum. Ég er heldur ekkert sérstak- lega geðþekk, mér stekkur óþægi- lega sjaldan bros og ég hrín eins og grís í stað þess að hlæja. Já, ég stunda ýmsa brotahegðun á sviði mannasiða. Ég frem þó aldrei hrottalegasta brotið. Sem snýr að ólykt og óþrifnaði. Nema kannski þá sunnudaga sem ég rís úr rekkju eftir langa laugardagsnótt og lykta eins og háöldruð bruggtunna. En þá held ég mig líka heima hjá mér. Anda ekki á nokkurn einasta mann af ótta við að brjóta boðorð númer fimm. Kannski er lyktarskyn ekki öllum gefið. Né sá eiginleiki að bera skynbragð á óþrifnað. Mögulega er ég bara eins og banhungraður blóð- hundur og bý yfir óþarfa næmni á þessa hluti. Mig hreinlega sundlar og verkjar við tilhugsunina um and- fýlu og svitalykt. Banvænn andskoti – einkum og sér í lagi þegar fólk skartar hvoru tveggja í einu. Eða hárlykt. Þið vitið, þegar hár lyktar ekki af neinu nema sjálfu sér. Erfitt að útskýra en afar óþægilegt að anda að sér. Föt sem lykta eins og rigning eða ruslageymsla í fjölbýlis- húsi. Hrikalegt. Þetta yfirnáttúrulega lyktarskyn háir mér ekki stórkostlega. Þið finn- ið mig samt seint á sveittum stand- andi tónleikum (allt í lagi, ég myndi hugsa málið ef Bubbi væri að spila), í líkamsræktarstöð (bara í janúar) eða í skólanum snemma að morgni. Ég óttast alltaf dálítið að rekast á fólk sem hvorki snæðir morgunmat eða setur upp í sig tannbursta áður en skólataskan er sett á bakið. Ég vil alls ekki vera eins og stelpan úr The Exorcist á miðju Háskólatorgi. Spýj- andi ælu í allar áttir. Flugvélar þykja mér reyndar hvað verstar. Lítið rými. Fullt af mismunandi lyktum. Engin flóttaleið. Ég notast við slíkar samgöngur oftar en einu sinni í mánuði. Mér til mikils ama. Eitt sinn átti ég flug árla morguns. Nokkuð huggulegur maður arkar að lausa sætinu við hlið mér. Flug- vélin rúllar af stað og huggulegi maðurinn finnur sig knúinn til þess að hefja við mig samræður. Eðli- lega. Þarna sat ég, nýsturtuð, svo vel tannburstuð að það nánast blæddi úr gómunum á mér og ilmandi eins og gómsæt piparkaka (já, það er piparkökulykt af ilmvatninu mínu). Á örfáum sekúndum breyttust þó þessi ljómandi hugglegheit í heiftar- lega martröð. Blöndu af hvítlauk og vodka. Með keim af almennri morgunandfýlu. Ah, svo reif hann upp tóbaksdós og tókst að glundra duftinu á hálft andlitið á sér og yfir okkur bæði. Þarna var lyktin orðin óbærileg og að þylja æðruleysis- bænina í huganum hætt að gera nokkuð fyrir mig. Ég mátti hafa mig alla við að sækja ekki dúkahníf- inn í handtöskuna mína og senda fyrrum huggulega manninn á vit örlaga sinna (vopnaburður minn er efni í aðra sögu). Það varð honum (og mér) til happs að flugferðir yfir Ísland eru blessunarlega í styttri kantinum. Vissulega er ég meðvituð um að ýmsar ástæður geta legið að baki hvers kyns ólykt eða óþrifnaði. Það þarf jú að selja bæði barnið sitt og mávastellið hennar ömmu sinnar til þess að fara til tannlæknis. Heitt vatn er víst ekki ókeypis. Né að fara í sund. Meirihluti þeirra sem stunda þessa brotahegðun hafa þó ekkert sér til málsbóta. Það ætti eiginlega að mega fram- kvæma borgaralega handtöku á þeim sem menga andrúmsloft og umhverfi annarra með letinni einni saman. Það getur nefnilega haft svo bölvað vesen í för með sér að brúka dúkahnífinn. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er mannfræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarps- þættinum Nenni ekki að elda og gefur út samnefnda bók fyrir jólin. Guðrún Veiga furðar sig á tímanum sem hægt er að eyða í vitleysu án þess að yrða á annað fólk. Hún getur samt ekki stillt sig um að fylgjast með eiginkonum gamalla kærasta á netinu. Maðurinn sem lyktaði af hvítlauk og vodka Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@ frettatiminn.is einstakur jólamat- seðill asian cuisine & lounge Sími: 517-0123 - Borgartúni 16 - 105 Reykjavík - www.bambusrestaurant.is Flugvélar þykja mér reyndar hvað verst- ar. Lítið rými. Fullt af mismun- andi lykt- um. Engin flóttaleið.  Fjölskylda Fimm boltastrákar Á 691 sentímetra af strákum „Samkvæmt nýjustu mæling- um á ég 691 cm af strákum. 192cm, 162cm, 130cm, 121cm og 86cm. Einnig eru þeir sam- tals 186 kg,“ Þannig hljómaði staða Ólafs Hjartar Magnús- sonar, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins Líf&ljós á Facebook á dögunum. Myndin skýrir þessa stöðu Hjartar en hann á ásamt Elísabetu Guðmundsdóttur, bak- ara í Mosfellsbænum, 5 stráka á mismunandi aldri. Sá elsti er 14 ára og sá yngsti eins og hálfs árs. Svo stórar fjölskyldur eru óvanalegar á Íslandi og að allt séu strákar gerir þetta ennþá óvenjulegra. Hjörtur keypti t.a.m handboltatreyjur á þá og lét skrifa á þær alla „Hjartarson“. „Strákarnir eru allir liðtækir í íþróttunum en sá elsti, Egill Már, æfir handbolta, Hilmar Logi æfir handbolta, Stefán Magni æfir handbolta og fót- bolta og hefur skorað samtals 100 mörk á 30 mótum fyrir UMFA, Sölvi Geir æfir fótbolta og er eini fimm ára strákurinn í handbolta en sá litli, Axel Örn, leikur sér með bolta,“ segir Hjörtur. Exelskjal fyrir æfingarnar Það hlýtur að vera töluvert verk- efni fyrir fjölskylduna að skutla á æfingar yfir vikuna og nóg að gera við að halda utanum skipu- lagið. Strákarnir æfa á mismun- andi tímum en alls um það bil 20 klukkustundir í viku en auk þess eru 1-2 leikir á viku hjá Agli og stundum 4 en hann leik- ur bæði í 4 flokki yngri og eldri og var nýlega valinn í úrtaksæf- ingahóp fyrir U-15 landslið í handbolta. „Til þess að halda ut- anum æfingar strákanna notum við litamerkt exelskjal,“ segir Hjörtur hlæjandi.” Eva Magnúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Bræðurnir fimm í aldurs- og stærðar- röð. Egill Már, Hilmar Logi, Stefán Magni, Sölvi Geir og Axel Örn. Mynd úr einkasafni 22 pistill Helgin 14.-16. nóvember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.