Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Side 28

Fréttatíminn - 14.11.2014, Side 28
Bókaútgáfan Hólar / Hagasel 14 / 109 Reykjavík / 587 26 19 / holar@holabok.is Hér er fjallað um 18 gönguleiðir í landi nafnkunnustu og fegurstu bújarðar á landinu, auk þess sem náttúru staðarins og jarðfræði eru gerð góð skil. Fjöldi mynda prýðir þessa eigulegu bók sem útivistar- og áhugafólk um Ísland lætur ekki framhjá sér fara. hraun í öxnadal Bjarni E. Guðleifsson E ins og staðan er núna er það ekki möguleiki, ekki einu sinni hugmynd hjá okkur,“ segir Guðný Jónsdóttir, sem er í sér- námi í kvensjúkdómalækningum, þegar hún er spurð út í hugmyndina að koma heim. „Hluti af ástæðunni er sá að ég er ekki búin með mitt sérnám, en aðallega vegna þess að maður sér það ekki sem heillandi vinnuumhverfi að koma heim. Það er skortur á tækjum og tólum og léleg mönnun á spítölunum,“ segir Guðný. „Það er eitthvað sem maður hefur engan áhuga á að fara í, eins og staðan er núna.“ „Við erum alin upp í góðu heil- brigðiskerfi, og hér úti erum við að vinna í góðu heilbrigðiskerfi og það er mjög erfitt að hugsa sér það að koma heim í heilbrigðiskerfi sem er bara ekki á þeim standard sem að áður var á Íslandi, og er hér í Sví- þjóð.“ segir Snorri Freyr Dónalds- son, sem er barnalæknir og hefur lokið sérnámi í fyrirburalækn- ingum. „Það er erfitt að vinna með sjúklingana sína þegar maður veit að það er ekki hægt að bjóða upp á bestu mögulegu þjónustu sem ætti að vera í boði.“ Læknar vilja vinna á spítala Eins og þessu er lýst heima þá eru allir læknar á stöðugum hlaupum og keyra sig út á spítölunum. Þekkið þið marga lækna sem eru starfandi heima núna? „Já við þekkjum nokkra sem hafa komið heim á síðustu tveimur til þremur árum. Einn þeirra er mjög óánægður á spítalanum. Hann vill vinna þar en er farinn að auka hlut- verk sitt á stofu, meira en hann hefur áhuga á. Það er tilkomið vegna aukins álags. Það er ekki hægt að komast að á skurðstofunum vegna vöntunar á fólki sem gerir það að verkum að þetta verður mjög lýjandi,“ segir Guðný. „Það er alla jafna mikið að gera í vinnunni hjá læknum en þegar maður er stöðugt á hlaupum og hlaupandi á veggi þá getur maður ekki sinnt sinni vinnu eins og vel og maður hefði viljað gera.“ Virkar þetta þá þannig að þrátt fyrir vilja lækna til þess að vinna á spítölunum þá eru þeir meira á stof- unni sinni vegna ástandsins? „Flestir læknar sérhæfa sig í lækningum sem viðgangast á spít- ölum, þar eru þeir búnir að mennta sig. Spítalarnir eru með flóknustu og veikustu sjúklingana og þeir þurfa á bestu læknunum að halda,“ segir Snorri. „Það er ekki forgangur lækna að vera sem mest á stofu,“ segir Guðný. Þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn Hvernig gerðist það að þróunin hefur farið á þennan veg? „Ástandið var skárra, það var ágætt þegar við vorum að vinna síðast á Íslandi,“ segir Snorri. „En síðan þá hafa ekki verið keypt nauð- synleg tæki og allt orðið gamalt og úrelt. Vegna gengisveikingar eru grunnlaunin á Íslandi nú um helmingi lægri en þau voru fyrir hrun, þegar maður ber þau saman við sænsk grunnlaun og að auki á maður miklu meira frí í Svíþjóð,“ segir Snorri. „Frítökurétturinn í Svíþjóð er mikill. Meðallæknir er í fríi um 3 mánuði á ári á launum, því við fáum stóran hluta yfirvinnunnar greidda í fríi, sem er mjög hvetjandi umhverfi, sérstaklega þegar maður á börn. Ég er í þannig starfi að öll mín vinna fer fram inni á spítala, ég hef engan kost á því að vinna á stofu, svo ef ég vil vinna við mitt sérfag þá þarf ég að vinna á spítala. Ég hefði aldrei sömu aðstæður heima og ég hef hér,“ segir Snorri. Hvað þyrfti að breytast svo þið kæmuð heim? „Það þarf að semja almennilega um launin, það er það fyrsta,“ segir Guðný. „Byggingu nýs spítala er ekki hægt að setja sem skilyrði en það þarf aukna fjárveitingu inn í heilbrigðiskerfið í heild. Af alvöru. Við höfum alltaf verið með mjög gott heilbrigðiskerfi, m.a vegna þess að allir sérfræðingar sem vinna heima hafa sótt sína menntun erlendis, á stórum stöðum með mikið af sjúk- lingum og verða mjög samkeppnis- hæfir í því sem þeir eru að gera í sinni vinnu á Íslandi,“ segir Guðný. „Þess vegna hefur verið hár stand- ard heima og við hugsuðum alltaf þannig að við kæmum heim þegar við værum orðin samkeppnishæf. Eins og lífið okkar er hér og staðan er heima þá er ekki á plönunum að koma heim.“ „Maður hefur bara ekki áhuga á því að vinna í heilbrigðiskerfi sem er annars flokks,“ segir Snorri. „Þá getur maður alveg eins sótt um vinnu í austantjaldslöndunum. Þar virðast vera svipaðar aðstæður og á Íslandi í dag. Það þýðir ekkert að vera að stinga hausnum í sandinn og halda öðru fram, því staðan er einfaldlega þannig. Þetta veltur á pólitískri ákvörðun. Annað hvort vill maður vera í fremstu röð eða ekki, og ef maður vill ekki eyða peningum í heilbrigðiskerfi í hæsta gæðaflokki þá þarf bara að viðurkenna það.“ Ísland er að missa af bestu læknunum Fáið þið einhverja gagnrýni heiman frá þegar þið segist ekki geta hugsað ykkur að koma heim? „Hér áður fyrr biðu læknar eftir því að komast heim og það var slegist um stöður. Núna eru stöður ítrekað auglýstar og enginn sækir um, og allir virðast hafa skilning á því,“ segir Snorri. „Staðan er sú að læknar eru ekki bara að halda áfram erlendis, heldur eru læknar líka að flytja aftur frá Íslandi. Eru búnir að vinna heima í fjöldamörg ár eftir sérnám og nenna ekki að standa í þessu lengur.“ Er ekkert gert í því að halda þeim heima, þegar sú staða kemur upp? „Nei alls ekki. Það eru engin úr- ræði til í kerfinu til þess að halda þeim. Ef það yrði nú allt í einu ákveðið að setja peninga í heilbrigðiskerfið þá held ég að við fengjum heim hæfara fólk en nokkru sinni fyrr. Vegna þess að það er fjöldi lækna sem hefur núna verið í fjöldamörg ár að vinna erlendis og eru gríðar- lega reynslumiklir, segir Snorri. Áður fyrr kom fólk heim beint að loknu sérnámi,“ segir Guðný. „Núna er miklu algengara að fólk vinni í nokkur ár úti eftir sérnám.“ „Mitt fag er það fag sem sloppið hefur hvað best í þessum niður- skurði vegna þess að við erum að meðhöndla nýfædd börn,“ segir Snorri. „Hringskonur hafa verið duglegar við að fjármagna tækja- kaup og slíkt. Núna vantar hinsveg- ar sérfræðinga í ákveðnum undir- sérgreinum barna heima til þess að vinna á spítalanum. Það er mjög sérstök staða.“ Kolröng þróun Hvernig er hægt að vinna undir læknaeiðnum þegar aðstæður leyfa ekki þau úrræði sem þarf. Vegur ekki þyngra að læknir vilji senda sjúk- ling í aðgerð en utanaðkomandi að- stæður? „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður allt að vera innan skynsamlegra marka. Það er ekki hægt að panta allar þær rannsóknir sem maður vill,“ segir Snorri. „Auðvitað hefur það samt áhrif að læknar megi varla panta ákveðnar rannsóknir og fá ekki að skrifa út ákveðin lyf. Þetta er ástand er búið að vera í mörg ár. Annarsstaðar í heiminum er sparnaður tekin á öðrum stigum og bara í stuttan tíma í senn. Þannig ná þeir alltaf að vera á pari við það ástand sem á að ríkja á heilbrigðisstofnunum. Fyrri ríkisstjórnir spöruðu í ákveðinn tíma og þá hélt maður að nú væri komið að því að endurnýja tæki og húsakost en þá er eins og ríkisstjórnin í dag vilji spara meira. Fyrst þau gátu sparað þá hljótum við að geta sparað meira. Alveg kol- röng þróun,“ segir Snorri. „Við þekkjum örugglega milli 30 og 40 lækna hér í Svíþjóð, og kannski 2 til 3 sem hafa velt því fyrir sér að koma heim, en eru alls ekki tilbúnir til þess að taka skrefið. Þetta snýst ekki um græðgi í lækn- um. Þetta snýst um að hafa boðlegar aðstæður fyrir sjúklinga og þá sem hlúa að þeim,“ segir Guðný. Eru sjúklingar á Íslandi í meiri hættu en á nágrannalöndunum? „Ekki spurning,“ segir Guðný. „Það vill enginn veikjast í landi þar sem tækjabúnaður og húsakostur er af skornum skammti, eða þar sem læknar eru of þreyttir eða finnast hreinlega ekki.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Viljum ekki vinna í annars flokks heilbrigðiskerfi Læknahjónin Snorri Freyr Dónaldsson og Guðný Jónsdóttir hafa verið við nám og störf í Stokkhólmi í 6 ár. Þau segja ástandið í heil- brigðismálum á Íslandi ekki boðlegt fyrir íbúa landsins og þá sem í því starfa. Þau sjá ekki fram á að koma heim í bráð og þekkja fáa lækna sem eru með það á stefnuskránni. Þeirra skoðun er að með áframhaldandi sinnuleysi stjórnvalda verði ástandið þannig að það verði lífshættulegt að veikjast á Íslandi. Þau hafa komið sér vel fyrir ásamt 3 börnum í Svíþjóð. Snorri Freyr Dónaldsson og Guðný Jónsdóttir hafa komið sér fyrir ásamt börnum sínum í Stokkhólmi og eru ekki á leið heim. mynd/Úr einkasafni 28 viðtal Helgin 14.-16. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.