Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 32
M amma var 17 ára þegar hún átti mig. Hún og blóðfaðir minn áttu samleið í nokkra mánuði en síðan var hún ein með mig fyrstu árin. Hún kynntist síðar góðum manni og hann ættleiddi mig,“ segir Reynir Traustason fréttamaður og fyrrverandi ritstjóri DV. Fimm ára gamall flutti hann til Flateyrar og þar var mikið pískrað í þorpinu. „Ég var jafnvel kallaður Kana- barn sem þótti það alversta. Það þótti ekki gott á þessum tíma að vera lausaleiksbarn og mér fannst ég annars flokks. Uppruni minn var látinn liggja í þagnargildi og ég spurði einskis. Foreldrum mínum fannst þessi leið á sínum tíma sú farsæl- asta en eftir á að hyggja finnst mér þetta ekki rétta leiðin. Ættleiðingin kallaði fram fleiri vandamál en lausnir. Ég tel að það hefði verið eðlilegra að ég hefði haldið sambandi við blóðföður minn og fjölskyldu hans,“ segir Reynir og tekur fram að hann beri gríðarlega virðingu fyrir móður sinni. „Mamma var mikill harðjaxl og brölti með mig um allt fyrstu árin þegar hún starfaði ýmist sem ráðs- kona eða vinnukona.“ Í dag er Reynir í góðu sambandi við blóðföður sinn og það í góðri sátt við móður sína sem skilur afstöðu hans. „Það kemur alltaf að því að þú vilt vita uppruna þinn. Fyrir mér var það mjög íþyngj- andi að hafa verið ættleiddur og það skal enginn vanmeta þær hugsanir sem ættleitt barn glímir við. Af hverju var ég ættleiddur? Af hverju vildi pabbi ekki umgangast mig? Þetta er mín erfiðasta glíma í lífinu og reiðin yfir þessu.“ Almenningur er útgefandinn Reynir Traustason hefur verið áberandi í íslensku þjóðlífi síðustu áratugina. Árið 1983 gerðist hann fréttaritari DV á Flateyri. Móðir hans hafði þá sinnt því hlutverki en þoldi illa áreitið sem fylgdi starf- inu og bað soninn, togarasjómanninn, að taka við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og frétta- mannsstarfið hefur átt hug og hjarta Reynis síðan. Hann tók við sem ritstjóri DV fyrir 8 árum, var einn af stærstu eigendum blaðsins en var rekinn eftir mikinn ólgusjó fyrr á þessu ári. „Það var þá spurning um að leggjast í kör og sofa dagana langa sem mér leist heldur illa á og ákvað snögglega að gera upp ferilinn.“ Reynir er á upp- sagnarfresti hjá DV en í ráðningarsamningi hans kemur fram að hann megi stunda útgáfustarfsemi á vegum einkahlutafélagsins Góður punktur sem hann á. Hann ákvað því að skrifa bók, fréttaævisög- una Afhjúpun, sem kemur út á þriðjudag. Útgáfuna fjármagnar Reynir á vefnum KarolinaFund þar sem hann hefur fengið afar góð viðbrögð og er almenn- ingur því í raun útgefandi bókarinnar. Reynir tekur á móti mér á heimili sínu í Mos- fellsbæ þar sem Úlfarsfell er nánast við útidyrnar. Tæp fjögur ár eru síðan Reynir hóf baráttu sína við holdið þar sem hann missti um fjörutíu kíló á einu ári með breyttum lífsstíl og spiluðu fjallgöngur þar stórt hlutverk en Reynir byrjaði á að ganga reglu- lega á Úlfarsfellið. Þreklaus maðurinn náði upp svo miklu þreki að í september á síðasta ári kleif hann sjálft Mont Blanc. Við Reynir heilsumst með virkt- um enda gamlir samstarfsfélagar og ég starfaði undir hans stjórn á DV á þriðja ár. Hundarnir hans þrír, amerískir Cocker Spaniel, virðast ekki síður ánægðir að fá gest og svo fer að sá yngsti, Tinni, leggst hjá mér í stofusófanum á meðan Reynir hellir upp á rótsterkt blaðamannakaffi. Eyddi jólum í að skrifa helgarviðtal „Í Afhjúpun fer ég í gegnum mörg af mínum stærstu fréttamálum og leyfi lesendum að skyggn- ast á bak við tjöldin. Ég fjalla um Landsímamálið, mál Árna Johnsen, Æsumálið og Lekamálið þar sem ég lagði allt undir. Svo eru skemmtilegu frétt- irnar þarna eins og glíman við harmonikkuunn- endur vegna flugdólgs sem varð þeim samferða.“ Hann segir Afhjúpun einmitt ekki vera ævisögu eða ferilssögu heldur fréttaævisögu því líf hans hefur verið samofið starfi frétta- mannsins. „Frá því ég byrjaði í þessu hefur líf mitt snúist um fjölmiðla. Þegar ég var frétta- ritari eyddi ég einum jólum í að pikka helgarviðtal við Einar Odd með tveim- ur fingrum á gamla ritvél. Ég hef eytt gamlársdegi í að skrifa um fólk sem var í felum með lítið barn. Ég hef alltaf svarað kallinu. Um leið og ég fæ fréttina byrja ég að vinna í henni og ýti öllu öðru frá mér. Þess vegna er erfitt að skilja á milli ævi minnar, lífshlaupsins og fréttamennsk- unnar.“ Hann ber saman fyrra starf sitt sem sjómaður og svo starf fréttamannsins og segir þau bæði hafa mikil áhrif á fjöl- skyldulífið en þó gjörólík. „Sjómaðurinn kemur að landi, hann skilur skipið eftir við bryggju og er með fjölskyldunni á meðan hann er í landi. Fjölmiðillinn fer með þér hvar sem þú ert. Lífið er fjölmið- illinn og öfugt. Konan mín þekkir þetta ágætlega, og börnin.“ Reynir eru kvæntur Halldóru Jónsdótt- ur og saman eiga þau fimm börn; Róbert, Hrefnu Sigríði, Jón Trausta, Símon Örn og Hörpu Mjöll. Allir synirnir hafa starf- að með föður sínum á DV, Róbert sem ljósmyndari, Jón Trausti sem ritstjóri og síðar framkvæmda- stjóri og Símon Örn á vefnum dv.is. Harpa, yngsta barnið, býr enn á heimilinu. Hún er 18 ára og er það barn sem Reynir hefur umgengist mest á meðan hún er að alast upp. „Ég var hættur á sjónum þegar hún fæddist. Hún er fylgihnöttur minn og hefur verið mikið með mér. Það eru örlög sjómannsins að vera ekki í miklum samskiptum við börnin sín en við Harpa höfum alltaf verið náin. Hún kom til dæmis við sögu í myndinni sem var gerð eftir bókinni Skuggabörn, myndin endar þannig að við Harpa göngum saman inn í framtíðina. Ég get sagt með nokkru stolti að ekkert barnanna minna fæst til að æfa í World Class,“ segir Reynir en sem kunnugt hefur Björn Leifsson, eigandi World Class, haft horn í síðu Reynis vegna umfjöllunar DV um fjárreiður hans, hann hefur höfðað meiðyrðamál gegn blaðinu og keypti sig inn í hluthafahóp DV í haust þegar baráttan um blaðið stóð sem hæst og gat Björn þá út að yfirlýst mark- mið hans með því væri að láta reka Reyni. „Það er Hörpu sársaukafullt að vinkonur hennar eigi kort þar. Hún fæst ekki til að æfa þar og vill ekki skipta við menn eins og hann.“ Blessun að vera rekinn Afhjúpun er áttunda bók Reynis og eru átta ár síðan sú síðasta kom út, Ljósið í Djúpinu – örlaga- saga Rögnu á Laugabóli. „Ég var búinn að sakna þess svolítið að skrifa. Eftir að ég tók við DV var ekkert rými til að skrifa. Í þau 7 ár sem ég var þar var ég nánast heltekinn. Að ritstýra svona blaði togar í mann allan sólarhring- inn, ritstjórinn sér um forsíðuna og svo hvílir fréttavefurinn á manni dag sem nótt. DV.is var fyrst til að segja frá falli Glitnis á sínum tíma og þá hafði ég vak- að alla nóttina í miklum æsingi. Þetta starf er afskaplega skemmtilegt en eftir á hugsar maður að það sé kannski ekki endalaust hægt að vera lokaður inn í einhverri sápukúlu og allt lífið þar fyrir utan. Kannski má segja að mér hafi ver- ið gerður greiði með því að vera rekinn. Ég hef allavega meiri tíma núna til að tala við fólkið mitt og hundana mína.“ Eitt af því sem Reynir gerir upp í bókinni er það þegar Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, ljóstr- aði upp um að Reynir hafi látið undan þrýstingi um að blaðið birti ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans, í nóvem- ber 2008. „Við Jón Bjarki áttum fræg samskipti þegar hann „teipaði“ mig,“ segir Reynir og vísar til þess að Jón Bjarki hafði gert leynilega upptöku af samtali sínu við ritstjóra sinn þar sem þetta kom fram. „Alþjóð var upplýst um að fyrirtækið sætti hótunum og ég bakkaði frá birtingu fréttar,“ segir Reynir en áður en upptakan Blessun að vera rekinn Reynir Traustason hefur siglt mikinn ólgusjó að undanförnu og urðu mikil tímamót í hans lífi þegar hann var rekinn sem ritstjóri DV í haust. Í stað þess að leggjast í kör ákvað Reynir að gera upp ferilinn í frétta- ævisögunni Afhjúpun. Reynir var ættleiddur 5 ára gamall og segir það hafa sett mark sitt á líf sitt. Eftir að hann kynntist frétta- mennskunni yfirtók hún allt líf han s og hefur Reynir eytt hátíðisdögum fjölskyldunnar í að skrifa fréttir. Hann segir eitt sitt mesta feil- spor vera að væna Jón Bjarka Magnússon um ósannindi þegar hann sagði Reyni hafa stoppað frétt. Ég get sagt með nokkru stolti að ekkert barnanna minna fæst til að æfa í World Class. Framhald á næstu opnu 32 viðtal Helgin 14.-16. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.