Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Page 34

Fréttatíminn - 14.11.2014, Page 34
Vantar þig gistingu í útlöndum? Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is. T Ú R I S T I Jólatilboð á svefnsófum Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 10-40% AFSLÁTTUR birtist hafði Reynir sagt Jón Bjarka segja ósatt um samskiptin við sig. „Eitt af feilsporum mínum lá í við- brögðunum. Það er alltaf rangt að fresta frétt eða daga umfjöllun til baka undir þrýstingi en það var al- rangt að segja að Jón Bjarki væri að segja ósatt. Þessi viðbrögð voru mín stærstu mistök. Ég hefði átt að segja strax að þetta væri rétt hjá honum og viðurkenna það sem ég hafði gert. Við birtum fréttina síðan strax um nóttina. Fréttin sjálf var ekki ýkja merkileg en hún sýndi að það var verið að vinna í þágu Baugs í bankanum. Í mínu starfi sé ég svo oft hjá öðrum að þeir gera þessi sömu mistök, að leggja á flótta frá eigin verkum í stað þess að segja sannleikann. Ég var á flótta, mér fannst þetta skammarlegt og það er verst þegar maður segir eitthvað í hita leiksins sem betur hefði verið látið ósagt. Blaðið lenti þarna í miðjum átökum útrásarvíkinga og ég var að hugsa um hag þeirra 70 starfs- manna sem unnu hjá fyrirtækinu. Ég mátti samt ekki leyfa mér það heldur setja sannleikann á odd- inn.“ Náði sáttum við Jón Bjarka Framtíð DV var í tvísýnu eftir að upp um þetta komst en þegar öldurnar lægði leitaði Reynir aftur til Jóns Bjarka og bauð honum aftur vinnu. „Ég breytti rangt og fór að hugsa um hvernig ég gæti bætt honum þetta upp.“ Samstarfs Reynis og Jóns Bjarka hefur verið afar farsælt en Jón Bjarki og Jó- hann Páll Jóhannsson blaðamaður hafa leitt umfjöllun íslenskra fjöl- miðla um Lekamálið svokallaða. Þeir voru verðlaunaðir af Blaða- mannafélagi Íslands fyrir rann- sóknablaðamennsku ársins 2013 en málið hófst fyrir um ári. DV, Reynir og blaðamennirnir, Jón Bjarki og Jóhann Páll, hafa sætt miklum þrýstingi vegna um- fjöllunarinnar sem hefur teygt anga sína víða. Í vikunni dró til tíðinda í málinu þegar Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birni Kristjánsdóttur, játaði að hafa lekið minnisblaðinu sem allt málið snýst um. Reynir segir það vissulega tímamót að Gísli Freyr hafi játað en þar með séu ekki öll kurl komin til grafar. „Hann er búinn að játa en trúi því hver sem vill að hann hafi einn séð um þetta. Ég trúi því ekki. Hanna Birna er sek sem fyrr. Hún ber fulla ábyrgð á sínum aðstoðar- manni. Hún hefur ráðist að mér og DV hvað eftir annað, sagt um- fjöllun blaðsins vera lygar og póli- tískar ofsóknir. Nú er orðið opin- bert að þetta var sannleikurinn og aðstoðarmaður ráðherra bull- andi sekur. Hann segir núna að sitt stærsta samviskubit sé vegna Hönnu Birnu og hefur beðið Sjálf- stæðisflokkinn afsökunar. Hann er ekki með samviskubit vegna hælis- leitandans Tony Omos eða annars fólk sem var nafngreint í minnis- blaðinu. Hann skilur ekki enn hvert brotið er. Auðvitað á maður ekki að sparka í liggjandi mann en það þarf að horfa kalt á þetta mál. Uppnámið á DV á líka rætur sínar að rekja að hluta til Leka- málsins. Skuggaeigandinn kallaði umfjöllun okkar dekur við hælis- leitendur,“ segir Reynir og vísar þar til Gísla Guðmundssonar, bakhjarls Þorsteins Guðnasonar, stjórnarformanns DV. „Ég sagði blaðamönnunum að það myndi draga til tíðinda í þessum málum innan eigendahóps blaðsins en ég lofaði þeim líka að ég myndi leggja starfið mitt undir til að verja þá. Ég sagði þeim líka frá því þegar Hanna Birna hringdi í mig og vildi láta reka þá. Það fór síðan þannig að ég missti starfið, ekki bara út af þessu, en ég vona að ég sé búin að bæta Jóni Bjarka upp það sem gerðist árið 2008. Ég tel mig geta staðið við það með fullum sóma að hafa gert allt sem ég gat.“ Yfirtaka án umboðs Átökin innan DV undanfarna mánuði hafa ekki farið framhjá neinum og segist Reynir hafa vit- að það strax í vor að lokadagarnir nálguðust. „Í fyrravetur frétti ég af því að Þorsteinn væri að reyna að fá til liðs við sig menn til að yfirtaka DV. Hvenær Sigurður G. Guðjónsson kom inn í þetta veit ég ekki,“ segir Reynir en Sigurður er einn af þeim sem gagnrýndu ritstjórnarstefnu DV undir stjórn Reynis og er lögmaður Björns Leifssonar í hans málum gegn blaðinu. Nákvæmt eignarhald á DV virð- ist nokkuð á reiki. Í september var send út yfirlýsing um að Þor- steinn myndi kaupa hlut Björns Leifssonar en bæði á vef DV.is og hjá Fjölmiðlanefnd eru Laugar ehf., félag Björns, enn skráð fyrir rúmum fjögurra prósenta hlut. Þá á Reynir um 18% hlut í DV í gegn- um félagið Ólafstún ehf. og er það skráð svo hjá Fjölmiðlanefnd en á vef DV.is er Björgvin Þor- steinsson hæstaréttarlögmaður skráður eigandi Ólafstúns. Reynir hefur síðan undir höndum bréf frá ríkisskattstjóra um að skráning Ólafstúns á Björgvin hafi verið stöðvuð og að þeir hafi frest til 18. nóvember til að gera grein fyrir umskráningunni. „Ég gaf ekkert umboð til þess og mér finnst mjög undarlegt ef þeir komast upp með þetta. Sigurður G. skrifar undir að ég hafi þarna verið á hluthafa- fundi sem ég var ekki á. Þeir geta ekki einfaldlega yfirtekið félagið án míns leyfis og þetta er stórmál fyrir þá ef sekt sannast.“ Reynir tekur sopa af rótsterku kaffinu, pollrólegur og segist bíða spenntur eftir þriðjudeginum 18. nóvember. Það er nefnilega fleira að gerast þann dag. Þetta er af- mælisdagur Reynis, hann fagnar 61 ára afmælinu og þá kemur líka út bókin Afhjúpun. „Þetta verður góður dagur.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Kafli úr nýrri bók Reynis, Af- hjúpun, er á bls. 38. Reynir Traustason fagnar 61 árs afmæli á þriðjudag, þá kemur út bókin hans Afhjúpun og enn fremur rennur út frestur DV- manna til að skýra fyrir ríkisskattstjóra hvernig þeir gátu yfirtekið félag Reynis án hans umboðs. Ljósmynd/Hari 34 viðtal Helgin 14.-16. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.