Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 14.11.2014, Qupperneq 58
58 fjölskyldan Helgin 14.-16. nóvember 2014 Birting eineltis er einfaldlega niðurlæging E inelti er stórt orð. Það felur líka í sér risavaxinn vanda fyrir alla sem að koma, bæði svonefnda gerendur og þolendur og alla þar í kring. Síðast en ekki síst hefur einelti skelfilegar afleiðingar fyrir okkur öll því að hvert það samfélag sem leyfir rótum eineltis að nærast, mun smátt og smátt afsiðast þegar einstaklingar og hópar eru sviptir mannlegri reisn og enginn veit hver verður næstur á bálköstinn. Rætur eineltis liggja í ótta þar sem sókn er besta vörnin, böggum aðra meira en þeir bögga okkur, fáfræði og fordómar þar sem ekki er leitað bestu upplýsinga því að þá gæt- um við þurft að skipta um skoðun, öfund því að grasið gæti verið grænna hinu megin við lækinn en enginn leggur á sig að fara yfir hann, fullkominn skortur á virðingu fyrir öllum sem skera sig á einhvern hátt úr tilteknum fjölda fólks á tilteknum stað við tilteknar að- stæður. Þar með sækjum við virðingu fyrir okkur sjálf með að taka hana frá öðrum. Rétt eins og virðing sé fágæt gæði sem auðgi virðingarþjófinn og skilji aðra eftir snauðari en nokkru sinni fyrri. Birting eineltis er einfaldlega niðurlæging. Það er niðurlæging þegar einstaklingur eða hópur er beittur áreitni eða útskúfun í formi niðrandi ummæla og sögusagna eða síendurtekinnar stríðni þar sem öllu gamni fylgir verulega alvara. Það er niðurlæg- ing þegar hermt er eftir fórnarlambinu á neikvæðan hátt eða hótanir og kúgun eru í gangi. Það er niðurlæging þegar einhver er beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi, fær ekki að „vera með“ og er haldið utan við hópinn. Niðurlægingin elur af sér líf í ótta. Þar með er gleðin tekin af lífi. Sú aðgerð er alvarlegur glæpur því að gleðin nærir sjálfstraust og sjálfstrú gagnvart viðfangs- efnum tilverunnar og gleðin leiðir af sér áhuga, bjartsýni og tiltrú. Málið er nú ekki flóknara en þetta. Í upphafi þessa pistils sá ég fyrir mér hrindingar og ofbeldi á skólalóð, feimið barn sem kvíðir fyrir að fara í skólann eða barnahóp í hverfinu þar sem einhver er skilinn útundan reglubundið eftir ósýnilegu niðurlægingarkerfi. Ég sá fyrir mér hvernig ég gæti ráðlagt fjölskyldum að ræða opinskátt um einelti við börnin sín á öllum aldri, kenna þeim að þekkja einkenni og afleiðingar og hvetja þau til hugrekkis þar sem þau myndu mótmæla óréttlæti og aldrei taka þátt í árásum og neikvæðri hegðun. Þetta leit út sem ágætis pistlaplan þar sem 8. nóvember er jú helgaður baráttunni gegn einelti. Hins vegar tóku aðrar hugarmyndir völdin eftir því sem pistlinum miðaði áfram, myndir af okkur fullorðnum og samfélaginu í heild og hvernig við höfum hagað okkur frá efnahagsáfallinu 2008. Getur verið að einelti fullorðinna sé orðið að stórvinsælu fyrirbæri í samfélagi okkar? Við ástundum umtal en ekki samtal þar sem niðrandi ummæli og sögusagnir lifa frábæru lífi og svonefndir samfélagsmiðlar margfalda allt upp. Ég sagði einhverju sinni að slúður batnaði hreint ekkert við að verða rafrænt og við það stend ég. Gagnrýni er beitt á niður- lægjandi og harkalegan hátt í stað þess að virða skoðanir og ræða hvernig við gerum gott betra. Það er klappað fyrir fjölmiðlamönnum sem niðurlægja viðmælandann sem „and- stæðing“ í einhvers konar slagsmálum þar sem átökin skipta meira máli en skilningur á viðfangsefninu. Það er ráðist að fólki en ekki málefnum og stjórnmálafólk hvar í flokki sem það stendur, „verður bara að þola hitann“ fyrst það gaf sig í störf fyrir þjóðina, án efa einn vanþakklátasta atvinnurekanda sem sögur fara af. Þeim er bölvað fyrir það sem þau gera og bölvað jafnmikið ef þau gera það ekki. Ég sakna gamla Íslands og þjóðarinnar minnar sem varð fyrst allra til að kjósa konu í æðsta embætti sitt og afnam fordóma og einelti gagnvart samkynhneigðum á skemmri tíma en dæmi eru um. Ég sakna líka þjóðar sem var klöguð til Danakóngs á sautjándu öld þegar tími galdrabrenna var í hámarki. Þáverandi sýslumaður Strandasýslu, Þorleifur nokkur Kortsson, skrifaði mikinn kvartbálk til konungs um Íslendingana sem helst vildu engan brenna og klykkti út með lokaumkvörtuninni: „Og svo bera þeir við eldiviðarleysi.“ Ég sakna gamla Íslands og þjóðarinnar minnar sem varð fyrst allra til að kjósa konu í æðsta embætti sitt og afnam fordóma og einelti gagnvart samkynhneigð- um á skemmri tíma en dæmi eru um. Er eldiviðurinn óþrjótandi? Það er ráðist að fólki en ekki málefnum og stjórnmálafólk hvar í flokki sem það stendur, „verður bara að þola hitann“ fyrst það gaf sig í störf fyrir þjóðina, án efa einn vanþakk- látasta atvinnu- rekanda sem sögur fara af. Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is hEimur barna Töfraflautan fyrir börn í Hörpu h in ástsæla ópera Mozarts, Töfraflautan, verður flutt í styttri útgáfu fyrir börn í Norðurljósum í Hörpu næsta sunnu- dag, 16. nóvember, á tveimur sýn- ingum, klukkan 13.30 og 16. Að sýningunni standa Íslenska óperan, Harpa og Töfrahurð, sem nýverið gaf út bók eftir Eddu Austmann Harðardóttur, byggða á óperunni. Í sýningunni er fuglafangarinn Papagenó í hlutverki sögumanns og leiðir hann áhorfendur gegnum óperuna, en í þessum búningi er verkið aðeins klukkustund í flutn- ingi. Sópransöngkonan Edda Aust- mann Harðardóttir umritaði verkið fyrir börn en útsetningu tónlistar annaðist Steingrímur Þórhallsson. Söngvarar í sýningunni eru með- al annarra Ágúst Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Edda Austmann, Snorri Wium, Viðar Gunnarsson, Rósalind Gísladóttir og Valgerður Guðnadóttir. Sýningin byggir að nokkru leyti á uppfærslu Íslensku óperunnar á Töfraflautunni haustið 2011. Ágústa Skúladóttir leikstýr- ir, leikmunir eru hannaðir af Axel Hallkatli Jóhannessyni, búningar eru hannaðir af Filippíu Elísdóttur, lýsingu hannar Páll Ragnarsson og brúðugerð var í höndum Bernds Ogrodnik. Allar nánari upplýsing- ar er að finna á heimasíðu íslensku óperunnar www.opera.is Allt fyrir jólaprjónið laugavegi 59 101 reykjavík 551 82 58 storkurinn@storkurinn.is www.storkurinn.is Myndin sýnir garn frá brooklyn tweed sem fæst í Storkinum. fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Heimilistæki Heimilistækjadagar 20% afsláttur Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 2198,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.