Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Side 76

Fréttatíminn - 14.11.2014, Side 76
H vernig kom það til að þú ákvaðst að taka þátt í að opna bar. Fannst þér ekki vera nóg á þinni könnu? „Birgir Jónsson, vinur minn og trommari hljómsveitarinnar Dimmu, er einn af eigendum stað- arins og hann var að auglýsa eftir einhverjum góðum manni til þess að sjá um þetta fyrir sig. Ég bauð mig bara fram því mér leist svo vel á þetta,“ segir Stefán Magnússon, eða Stebbi eins og hann er kallaður. „Ég er í símanum og tölvunni allan dag- inn og sá að þetta passaði allt saman við það sem ég er að gera.“ Ætlarðu þá að vera vert á barn- um? „Ef ég þarf þá geri ég það, en ég verð með alvöru menn úr þessum bransa með mér, en jú, ég mun gera allt sem þarf að gera.“ Hver er hugmyndin á bak við þennan stað? „Hugmyndin er sú að hér sé stað- ur sem hægt er að setjast inn á í ró- legheitum og fá sér bjór á meðan maður spjallar við vinina. Ekki stað- ur þar sem þarf að öskra á næsta mann svo heyrist mannsins mál. Þetta á að vera framúrstefnulegur staður þar sem hægt er að fá bjór frá spennandi brugghúsum sem hafa ekki sést mikið á krana hér á landi,“ segir Stebbi. „Bjórkranarnir munu skipta um tegundir reglulega og ætlum að vera öðruvísi en margir aðrir barir og bjóða upp á sjaldgæf- ar bjórtegundir og mikið úrval af bjórstílum.“ Er það ekkert mál fyrir stóru birgjana á Íslandi? „Við erum sjálfstæður staður. Við verðum með mikið úrval frá brugg- verksmiðjunni Borg og svo bara hin- ar ýmsu tegundir. Eins verðum við með góð léttvín svo þetta er góður staður til þess að setjast niður með góðum vinum og fá sér einn drykk.“ Hvað á staðurinn að heita? „Það er ekki búið að festa nafnið en það verður eitthvað tengt honum Skúla,“ segir Stebbi en staðurinn verður í Fógetagarðinum þar sem styttan af Skúla fógeta stendur. „Ég held að hann sé verndari staðarins.“ Kamelljón Stebbi vinnur á nokkrum afar ólík- um sviðum. Er þetta einhver sturlun að flakka á milli þessara ólíku póla? „Þegar ég var búinn að starfa sem íþróttakennari í 15 ár og var sendur í sundpróf þá tók ég brjálæðiskast,“ segir Stebbi. Þá fór ég að starfa sem einkaþjálfari og þegar þetta kom upp þá ákvað ég að kýla bara á það.“ Síðasta sumar var Eistnaf lug haldið í tíunda sinn og gaf Stebbi út óljósa yfirlýsingu um það að þetta gæti verið síðasta skiptið. Nú er undirbúningur þó í fullum gangi fyrir næstu hátíð sem hann segir verða þá langstærstu. En hvað breyttist? Ég gaf það út að ef ákveðnir hlut- ir myndu ekki taka breytingum þá mundi ég ekki gera þetta aftur. Það fór af stað ákveðin vinna fyrir austan og við erum 98% tilbúin með næstu hátíð. Hún hefur aldrei litið jafnvel út,“ segir Stebbi. Eistnaflug stækkar Eistnaflug mun taka gríðarlegum breytingum og er búið að stað- festa margar stórar hljómsveitir í harðkjarnageiranum og á eftir að tilkynna nokkrar í viðbót. Hvern- ig ferðu að því að selja erlendum hljómsveitum þá hugmynd að koma og spila á hátíð á Austfjörðum? „Við ákváðum að breyta um hús- næði fyrir næsta ár. Fara úr Egils- búð, sem er félagsheimili staðar- ins, yfir í íþróttahúsið. Sú breyting breytir öllu. Þá er hægt að kynna fyrir erlendum aðilum að það séu töluvert fleiri gestir á svæðinu,“ segir Stebbi. „Við vorum búin að sprengja Egilsbúð. Annaðhvort þurfti að taka þetta skref upp á við, eða bara hætta þessu. Núna er þetta full vinna fyrir tvo einstaklinga og svo hlutastarf fyrir tvo til þrjá í við- bót. Fyrir utan fólk í Fjarðabyggð sem er á fullu við það að láta þetta ganga upp. Eistnaflug er orðið rosalega vel tengt úti í heimi og hljómsveitir vilja koma. Upplifa Eistnaflug og upplifa Ís- land, og þær vita að þær eru ekki að fá sama tékka hér eins og annarsstaðar. Nú þegar hafa 7 til 8 erlendar hljómsveitir verið kynntar til leiks og á næstu dögum verða nokkrar kynntar til viðbótar. Við verðum með heimsklassa nöfn í þessum geira á Eistnaflugi á næsta ári. Núna í vikunni kynntum við norsku sveitina Enslaved til sögunnar. Hún er mjög stórt númer í harðkjarna- heiminum í dag. Í næstu viku verða svo tvær til viðbótar kynntar til sögunnar sem munu vekja mikla athygli.“ Mun þetta verða framvegis stefn- an á Eistnaflugi. Halda risastóra þungarokkshátíð í Neskaupstað næstu 10 árin? „Ef allir hegða sér og það verð- ur ekkert vesen þá verður Eistna- flug 2016 einhver sprengja, það er bara þannig. Við erum nú þegar að fá pósta þar sem er verið að bjóða okkur risastór bönd á næstu árum. Hljómsveitir sem vilja koma.“ Heilsuþungarokkarar Er samt ekki eitthvað skrýtið að vera einkaþjálfari sem sér um þungarokkshátíð? Þetta passar ekki alveg saman á pappírunum. „Ég veit ekki hvort vinur minn, Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa, samþykki það að ég segi frá þessu, en við fórum út að hlaupa á síðustu hátíð,“ segir Stebbi. „Við vorum búnir að ákveða það að fara út að hlaupa í einu hádeginu ásamt Skálmaldardrengjunum þar sem þeir voru að æfa fyrir Reykjavík- urmaraþonið. Við hlupum stóran hring sem endaði með jóga á höfn- inni. Eftir þetta hefur Aðalbjörn tal- að um að þetta hafi verið eitt það mest gefandi sem hann hafði upplif- að á Eistnaflugi í mörg ár, svo þetta passar alveg saman. Það er af sem áður var,“ segir Stebbi. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Eistnaflug veltur á hegðun Athafnamaðurinn og ólíkinda- tólið Stefán Magnússon er ekki við eina fjölina felldur. Hann er íþróttakennari að mennt og starfar sem einka- þjálfari. Hann hefur undan- farin 10 ár staðið að þunga- rokkshátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað sem hann segir fara upp á annað plan á næsta ári og nú er hann að opna bar í Reykjavík í slagtogi við aðra góða menn. Stefán Magnússon segir einkaþjálfun og þungarokk einkenninlega en skemmtilega blöndu. Mynd/Hari Rjúkandi reimleikar! Draugagangur á Skuggaskeri er ríkulega myndskreytt saga fyrir lesendur frá níu ára aldri og framhald sögunnar Strokubörn á Skuggaskeri sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. VVVVV „ Virkilega vönduð og skemmtileg bók, sem bæði börn og fullorðnir ættu að hafa gaman af. Litmyndir og litaður texti lífga upp á lestrarupplifunina.“ Halla Þórlaug Gísladóttir / Fréttablaðið www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu 76 menning Helgin 14.-16. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.