Fréttatíminn - 14.11.2014, Síða 78
Á morgun, laugar-dag, fer fram út-gáfuhóf bókar-innar Maðurinn
sem hataði börn eftir Þórar-
inn Leifsson. Útgáfuhófið
verður í Máli og Menningu
á Laugavegi 18 og hefst
klukkan 16. Maðurinn sem
hataði börn kom í allar betri
bókabúðir fyrir nokkru
síðan og hefur hlotið frá-
bæra dóma hjá gagnrýn-
endum, sem hrífast sérstak-
lega af myndskreytingum
höfundar sem auðga söguna
og glæða skrautlegar pers-
ónurnar enn meira lífi. Það
er höfundi mikil ánægja að
blása til boðsins, en hann
Þórarinn Leifsson slær
tvær flugur í einu höggi
Fagnar útkomu bókar og frumsýningu á leikriti.
er loksins kominn heim í stutt stopp frá
Berlín. Í tilefni dagsins verður bókin á
sérstöku kynningarverði og að sjálf-
sögðu verður hægt að fá áritun höfundar
– sem er ólíkt félagslyndari en Maðurinn
sem hataði börn.
Hrollvekja fyrir 10 ára og eldri
Titill bókarinnar er ekki sá allra frýnileg-
asti, en Þórarinn byggir bókina á eigin
reynslu af dönskum hrollvekjum sem
hann las sem barn. „Bókin er fyrir 10 ára
og upp úr. Ég er alltaf að reyna að skrifa
bækur sem falla undir ungmennabók-
menntir, þannig reyni ég að ná til allra
aldurshópa um leið,“ segir hann.
Ádeila á íslenskt samfélag?
Gagnrýnendur tala um að í bókinni sé
að finna ádeilu á íslenskt samfélag. Að-
spurður um hvort sú sé raunin segir
Þórarinn að hver verði að dæma fyrir
sig. „Þetta er eitthvað sem gerist ósjálf-
rátt. Við rithöfundar fylgjumst vel með
netmiðlum og sú umræða sem er í gangi
hverju sinni síast því alltaf inn í það sem
við erum að gera, allavega í mínu til-
felli. En það er ekki þannig að ég setjist
niður og ætli að gagnrýna samfélagið
og breyta heiminum. Ég sé þetta meira
eftir á.“
Dagskráin í útgáfuhófinu verður ekki
sérlega fastmótuð, en höfundurinn mun
segja stuttlega frá bókinni og lesa ör-
stuttan kafla. Þórarinn mun þó slá tvær
flugur í einu höggi því Jónas
Sigurðsson mun flytja nokkra
frumsamda tóna úr leikritinu
Útlenski drengurinn eftir Þór-
arin. Leikritið verður frum-
sýnt daginn eftir útgáfuboðið,
sunnudaginn 16. nóvember, í
Tjarnarbíói.
Dóri DNA er Dóri litli
Útlenski drengurinn er gaman-
leikur með alvarlegum undir-
tóni og sér leikhópurinn Glenna
um uppsetningu. Verkið fjallar
um Dóra litla sem er vinsælasti
strákurinn í bekknum en eftir
að vera settur í skyndipróf í
lestri hjá aðstoðarskólastjór-
anum snýst líf hans algerlega á
hvolf. Röð undarlegra atburða
verður til þess að hann missir
ríkisfangið og er kyrrsettur á
skólabókasafninu. Verkið veltir
upp spurningum um ríkisfang,
einelti og þá tilfinningu að upp-
lifa sig utangarðs. Útlenski
drengurinn varð til upp úr létt-
lestrarbók sem Þórarinn var
beðinn um að skrifa fyrir
Námsgagnastofnun. Þar
notaðist hann við fígúruna
Dóra litla. „Persónan er
lauslega byggð á ættingja
sem er kallaður Dóri litli,
en er ef til vill þekktari sem
Dóri DNA,“ segir Þórarinn. Það
er því engin tilviljun að Halldór
Halldórsson, eða Dóri DNA, fer
með aðalhlutverkið í sýning-
unni. Með önnur hlutverk fara
Þorsteinn Bachmann, María
Heba Þorkelsdóttir, Magnea
Björk Valdimarsdóttir, Arndís
Hrönn Egilsdóttir og Bene-
dikt Karl Gröndal. Leikstjóri
er Vigdís Jakobsdóttir. Miðar á
sýninguna verða til sölu á sér-
stökum afslætti á morgun í út-
gáfuhófinu í Máli og Menningu.
Unnið í
samstarfi
við
Forlagið
Fjölmiðlar BB Fagnar 30 Ára aFmæli
Útidyrnar að
Vestfjörðum
F rét tamiðil l inn Bæjarins besta á Ísafirði fagnar 30 ára afmæli í dag, föstudag.
Blaðið var stofnað af þeim Halldóri
Sveinbjörnssyni og Sigurjóni J. Sig-
urðssyni sem enn gegnir starfi rit-
stjóra. „Halldór var að vinna sem
prentari og var lengi búinn að suða
í mér að búa til sjónvarpsvísi fyrir
bæjarfélagið og nærsveitir,“ segir
Sigurjón. Halldór hætti störfum
hjá blaðinu síðasta sumar. „Ég var
þá að vinna sem skrifstofustjóri hjá
vélsmiðjunni Þór og lét til leiðast.
Þetta byrjaði sem sjónvarpsvísir
en ári seinna breyttum við þessu
í fréttablað.“ Bæjarins besta kem-
ur út einu sinni í viku en á tímabili
komu út tvö blöð í viku. „Á árun-
um 1986 og 1987 gáfum við út tvö
blöð í viku. Það var auðveldara að
selja auglýsingar á þeim tíma og allt
í blóma,“ segir Sigurjón, en í dag
starfa 5 manns við miðilinn. „1985
fórum við að selja blaðið og vorum
með mikið af áskrifendum en um
áramótin 2012 og 2013 breyttum við
þessu aftur í fríblað, því auglýsend-
ur vildu frekar auglýsa í fríblaði.“
Aðspurður segir Sigurjón alltaf
nóg að frétta úr fjórðungnum. „Það
er nauðsynlegt hverjum landsfjórð-
ungi að halda úti fréttablaði. Bæði
fyrir fréttatengt efni sem og auglýs-
ingar og tilkynningar. Svo er vefur-
inn okkar líka vinsæll en við höfum
haldið honum úti í 15 ár,“ segir Sig-
urjón. „Ég veit ekki hvort ég verð
sjálfur næstu 30 árin með blaðið og
stórefa það, en ég vona að blaðið
haldi áfram að vaxa og dafna. Ein-
hver sagði að Bæjarins besta væri
útidyrnar að Vestfjörðum og ég held
að það sé réttnefni,“ segir Sigurjón
J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins
besta. Hægt er að lesa allar fréttir
blaðsins á heimasíðunni www.bb.is
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Sigurjón J.
Sigurðsson, rit-
stjóri Bæjarins
besta.
78 menning Helgin 14.-16. nóvember 2014