Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Page 80

Fréttatíminn - 14.11.2014, Page 80
Hið heimsfræga sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters er væntanlegt til Íslands í mars á næsta ári og verður með tvær sýningar í Schenker höllinni á Ásvöll- um í Hafnarfirði. Þetta er í fimmta skiptið sem liðið setur upp sýningu hér á landi. Ávallt hefur verið uppselt á sýningar þeirra og vorið 2013 komust færri að en vildu og þurfti að vísa fjölda manns frá á sýningardeginum, svo mikill var áhuginn á þessari frábæru fjölskylduskemmtun. For- svarsmenn Harlem Globetrotters brugðust fljótt við og huguðu strax að endurkomu sem verður að veruleika þann 24. og 25. mars næstkomandi. Harlem Globetrotters munu sýna snilli sína með ótrúlegum upp- ákomum þar sem gleðin verður fyrst og fremst við völd. Harlem Globetrotters er elsta fjölskyldu- sýning í heimi. Fyrsta liðið var myndað árið 1926 og upp frá því hefur hópurinn ferðast til 122 landa og komið fram á yfir 20.000 sýningum. Núverandi sýning ein- kennist af samkeppni liðsins við annað sýningarlið, hina svonefndu Washington Generals, en liðið er einna þekktast fyrir að tapa ávallt fyrir Harlem Globetrotters, sem munu leggja allt í sölurnar til að við- halda sigurgöngu sinni. Miðasala er hafin og hægt er að nálgast miða á midi.is. Líkt og síðast verða sérstök VIP sæti í boði en þau eru staðsett nánast inni á vellinum og get áhorfendur þannig fengið stemninguna beint í æð. Unnið í samstarfi við TM event Lið Harlem Globetrotters til landsins í mars MARIPOSA 1.560 kr. einnig til í hvítu CONCEAL ósýnilega hillan Lítil 2.360 kr. Stór 3.160 kr. MANTRA veggskraut 4.760 kr. IMELDA skóhilla - staflanleg 6.360 kr. BLACK TIE bindahengi 1.960 kr. HANGIT hengi fyrir myndir og minnismiða 3.960 kr. TEKK COMPANy KAuPTúN 3 SíMI 564 4400 vEfvERSLuN á www.TEKK.IS Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 fLIP snagi 4.760 kr. BIRDIE snagi 3 fuglar í pk. 3.160 kr. STICKS snagi 4.760 kr. AFsláttur AF öllum vörum Frá umbrA 20 Öll birt verð eru tilboðsverð Mörk mennskunnar Siðfræðistofnun Háskóla Íslands stendur fyrir opnu málþingi um rann- sóknir og hugmyndir sem hverfast um að efla starfsemi heilans og taugakerfisins á morgun, laugardag, klukkan 13. Þar verður meðal annars fjallað um þróun gervigreindar og samspil manns og vélar, en eins og segir í fréttatilkynningu þá hefur ný tækni á sviði lyfja og annara inngripa vakið upp áleitnar spurningar um hvort og hvernig sé æskilegt að hafa áhrif á starfsemi heilans. Þátttakendur á málþinginu verða m.a. þau María K. Jónsdótt- ir taugasálfræðingur, Hermann Stefánsson rithöfundur, Magnús Jóhannsson, sál- fræðingur, Kristinn Rúnar Þórisson, framkvæmdastjóri Vitvélastofnunar, og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar. Dagskránni lýkur með sýningu heim- ildarmyndarinnar Fixed þar sem m.a. er fjallað um hvað felist í heilbrigði og möguleikum á taugaeflingu.  TónlisT Birgir Örn sTeinarsson í KaupmannahÖfn Rótaði fyrir Skid Row og Ed Sheeran Söngvarinn og handritshöf- undurinn Birgir Örn Steinars- son flutti fyrir stuttu til Kaupmanna- hafnar með konu sinni og börnum. Hann fékk nýverið inni í Kaup- mannahafn- arháskóla þar sem hann mun klára gráðu í sálfræði á milli þess sem hann hefur verið að skrifa kvik- myndahandrit. Hann hefur þó að aukavinnu að starfa sem rótari fyrir marga af þeim listamönnum sem koma til Kaupmanna- hafnar. V ið fluttum út í sumar. Konan mín er í meistaranámi í mannfræði og ég byrja á mínu sálfræðinámi í febrúar,“ segir Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi eins og hann er kallaður. „Svo hef ég verið að skrifa kvikmyndahandrit með Baldvin Z.“ Biggi og Baldvin skrifuðu saman hand- ritið að kvikmyndinni Vonarstræti sem var gríðarlega vel tekið og nú hafa þeir skrifað annað handrit saman en Biggi segir það af öðrum toga. „Þetta er kvikmynd um sprautufíkla,“ segir Biggi. „Við unnum þetta handrit í samvinnu við Jóhannes Kr. Krist- jánsson sem hefur mikla reynslu af þessum heimi sem fréttamaður. Myndin fjallar um ungt fólk á götunni. Við fórum og töluðum við fullt af fólki sem var í neyslu eða hafði verið í neyslu og það var margt mjög „bru- tal“ sem við sáum,“ segir Biggi. „Þetta var mjög lærdómsríkt ferli sem ég nota einnig í sálfræðinni en um 80% atriðanna í mynd- inni eru byggð á hlutum sem við sáum eða heyrðum um.“ Á þessum tíma sem Biggi hefur verið í Kaupmannahöfn hefur hann unnið á milli skrifta við það að róta fyrir heimsfræga listamenn. „Það eru nokkur fyrirtæki hér úti sem sjá um að manna uppsetningu á tón- leikum og eru með stóran hóp fólks sem er hóað í fyrir hverja tónleika,“ segir Biggi. „Í þessum hópi eru margir Íslendingar og Danirnir tala oft um íslensku mafíuna. Ég datt inn í þennan hóp og þetta er mjög þægi- legt. Maður kemur að morgni og setur upp græjurnar og mætir svo aftur að kvöldi til þess að taka niður aftur. Þetta hentar mjög vel með skriftunum á milli þess sem maður er að passa upp á börnin sín.“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn var Biggi nýbúinn að róta fyrir SkidRow og Saxxon, og daginn áður var það Ed Sheeran sem var rótað fyrir. „Þetta er mjög skemmtilegt og gaman að sjá hvernig fagmennirnir fara að þessu. Það er alveg magnað að sjá risastórt svið og nokkra trukka af dóti fylla það á þremur tímum,“ segir Biggi sem hefur líka rótað upp fyrir bandaríska tónlistarmann- inn John Legend. „Ég sé alltaf síðustu lögin á hverjum tón- leikum. Ég gæti mætt fyrr en ég kýs það að vera frekar heima og svæfa börnin áður en haldið er til vinnu aftur,“ segir Biggi. „Það sem er fram undan er að hella sér í námið í febrúar og líka leggja drög að handriti að nýrri mynd leikstjórans Reynis Lyngdal.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Birgir Örn Steinarsson hefur komið sér fyrir í Kaupmannahöfn við skriftir á milli þess sem hann rótar fyrir heimsfræga tónlistarmenn. 80 menning Helgin 14.-16. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.