Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Síða 84

Fréttatíminn - 14.11.2014, Síða 84
 í takt við tímann Júlíana Sara GunnarSdóttir Fékk bónorð í Róm Júlíana Sara Gunnarsdóttir er 24 ára Reykvíkingur sem lauk námi í leiklist frá Rose Bruford í Englandi í fyrra. Hún er að taka upp nýja grínsketsaþætti með vinkonu sinni, Völu Kristínu Eiríksdóttir, sem frumsýndir verða á Stöð 2 í mars. Júlíana nýtur þess að fara út að hlaupa og ætlar að eyða áramótunum í New York. Lj ó sm yn d /H ar i Staðalbúnaður Ég myndi segja að fatastíllinn minn sé mjög afslapp- aður. Mér finnst rosa þægilegt að vera í lágbotna skóm og gallabuxum og víðri skyrtu. Ég er mikið fyrir víð föt, stórar kápur og slíkt. Mér finnst föt dýr á Íslandi svo ég kaupi þau helst þegar ég fer til útlanda. Ég versla mest í H&M, Mango og Topshop. Hugbúnaður Mér finnst skemmtilegt að fara út að hlaupa, ég er mikil íþróttamanneskja og var í frjálsum hér áður fyrr, og hlaupin eru góð til að hreinsa hug- ann. Mér finnst auðvitað gaman að skella mér í leikhús og það kemur fyrir að maður fari út að skemmta sér. Þegar það gerist fer ég oftast niður í bæ með vinum. Eini gallinn er að eftir að Næsta bar var lokað veit maður ekkert hvert maður á að fara. Mér finnst hvít- vín alltaf best en ef ég dett í kokteilastemningu fæ ég mér stundum jarðarberja Mojito. Ég er rosa mikil stelpa í þessum málum. Ég er dugleg við að kíkja á kaffihús og við Vala vorum einmitt duglegar að hittast á kaffihúsum þegar við vorum að skrifa þættina okk- ar. Ef ég dett inn í sjónvarpsþætti verð ég yfirleitt að horfa á heilar seríur í röð. Það var þannig með Scandal, það eru mjög góðir þættir. Svo hef ég horft á Homeland og The Following, ég er mest í spennu- og dramaþáttum. Ég horfi samt líka á Modern Family, það er ekki annað hægt en að fíla þá. Vélbúnaður Þó maður sé ekki syndandi í peningum þá á ég samt iPhone og Macbook og gæti ekki án þeirra tækja verið. Ég held að ég sé mjög aktíf á sam- félagsmiðlunum, ég er kannski ekki að setja inn sex Instagram-myndir á dag en ef mér finnst eitthvað spennandi í mínu lífi þá Instagramma ég það og set á netið. En annars nota ég þessi tæki bara í svona týpíska hluti. Aukabúnaður Ég er voðalega löt í eldhúsinu enda er ég oft á ferð- inni á kvöldin. Annað hvort fer ég til mömmu og pabba og borða eða gríp eitthvað á stöðum á borð við Lókal, Joe & the Juice, Lemon eða Serrano. Ég keyri um á 2011 árgerð af Golf sem er mjög þægi- legur. Um áramótin fer ég með systrum mínum og kærustum okkar til New York og þar ætlum við að njóta áramótanna. Ég elska stórar borgir, London og Chicago þar sem ég bjó líka. Uppáhalds staður- inn minn í heiminum er samt Róm. Það er mjög fal- leg borg og svo bað kærastinn minn mín þar í fyrra. Það er því brúðkaup í vændum.  appafenGur Foodgawker Hugtakið „matark- lám“ hefur orðið til á netinu vegna áráttu fólks að taka myndir af öllum mat sem það kemst í tæri við. Maður hélt að þetta væri bóla sem springi á endanum en svo er ekki. Foodgaw- ker er app svipað og Instagram nema bara fyrir matarmyndir. Svo notendur In- stagram verða vonandi lausir við grobb fólks um matargerð þess eða fínheit. Appið safnar girnilegum myndum og góm- sætum uppskrift- um fólks víða úr heiminum og er til þess gert að auka matarlyst og gefa fólki nýjar hug- myndir í eldhús- inu. Besta leiðin til þess að elda betri mat er að læra af öðrum. Hvort sem þú vilt fá hug- myndir eða bara skoða skemmtileg- ar myndir af mat þá er Foodgawker skemmtilegt app. Einnig mæli ég með kassamerkinu #foodporn til þess að sjá og finna skemmtilegar myndir og upp- skriftir á netinu. 84 dægurmál Helgin 14.-16. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.