Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 86
86 dægurmál Helgin 14.-16. nóvember 2014 Samkvæmt því sem maður hefur heyrt er búið að eyða stórum hluta þess sem var tekið upp frá 66 til kannski 86. fridaskart.is Strandgötu 43 Hafnarrði íslensk hönnun í gulli og silfri Júlí Heiðar hefur fundið sinn stíl með hljóm- sveitinni Limited Escape. Þ etta verður allt annað „teik“ en í bókinni enda er þetta allt annar miðill. Þarna gefst tækifæri til að sýna lifandi myndir, það er þær myndir sem ekki er búið að henda úr safni RÚV,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, sem vinnur nú að sjónvarpsþáttaröð um íslenska dægurlagasögu. Dr. Gunni hefur getið sér gott orð sem poppsagnfræðingur þjóðarinnar, síðast með hinu veglega riti Stuð vors lands sem kom út fyrir tveimur árum. Það var Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sem átti hugmynd að gerð sjónvarpsþátt- anna og hefur Dr. Gunni varið árinu í vinnu við þá, ásamt þeim Erni Marinó og Þorkeli Harðarsyni í kvikmyndagerðinni Markeli. Þættirnir hafa ekki enn fengið nafn en ganga undir vinnuheitinu Poppsaga Íslands. Um er að ræða átta klukkustundar langa þætti. Stefnt er að því að þeir verði kláraðir á næsta ári en ekki hefur verið ákveðið hve- nær þeir verða sýndir. „Við ætlum að rekja dægurtónlistarsögu Íslands frá nítjándu öld og fram á okkar daga. Við verðum með safnefni í bland við ný viðtöl. Ætli þau verði ekki um 150 talsins og við erum búnir með svona helminginn,“ segir Dr. Gunni. Þú talaðir um að efni hafi verið hent úr safni RÚV. Er ástandið slæmt? „Við erum reyndar ekki komnir langt með það. En sagan segir að Ríkissjónvarpið hafi verið ágætlega duglegt við að gera þætti með popphljómsveitum síðan það byrjaði árið 1966. Samkvæmt því sem mað- ur hefur heyrt er búið að eyða stórum hluta þess sem var tekið upp frá 66 til kannski 86. Það er algjörlega svakalegt. Þetta var víst tekið upp á dýrar spólur sem hægt var að taka upp á aftur og aftur. Það hafa ábyggi- lega verið tekin upp viðtöl við stjórnmála- menn yfir þetta sem enginn hefur áhuga á. Staðreyndin er sú að fólk hefur áhuga á listamönnum og kynlegum kvistum. Það er undantekning ef einhver hefur áhuga á stjórnmálamönnum. Það eru þá bara helstu menn, eins og Jónas frá Hriflu eða Ólafur Thors.“ Búið er að selja sýningarrétt að þáttunum á norrænar sjónvarpsstöðvar og eitthvað víðar, að sögn Gunna. „Ætli það verði þá ekki kokkuð upp tveggja þátta röð úr þessu. Við tökum væntanlega þann vinkil sem útlendingar vilja heyra, um náttúru landsins og álfana. Það er bara sá bás sem íslensk músík er komin á og maður spilar bara með til að svíkja ekki þjóðina. En við vitum betur.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Kamilla Ingibergs- dóttir, sem gegnt hefur starfi upp- lýsingafulltrúa Iceland Airwaves hátíðarinnar undanfarin ár, hættir störfum við hátíðina á næstu dögum. Kamilla ætlar þó að halda áfram störfum í tónlistargeiranum og er að fara að vinna fyrir hljómsveitina Of Monsters And Men. Við starfi hennar hjá Iceland Airwaves tekur Henný María Frímannsdóttir sem hefur unnið fyrir marga íslenska tón- listarmenn og sá um viðburði um árabil fyrir umboðsskrif- stofuna Prime. Laddi og Edda í Skaupinu Stórleikararnir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, Þorsteinn Bachmann og Edda Björg- vinsdóttir eru á meðal leikara í Áramótas- kaupinu í ár. Tökur eru hafnar og hafa meðal annars farið fram í Kringlunni í vikunni. Þá var Laddi við tökur á atriði sem fjallaði um lífsýnasöfnun Decode. Retro Stefson í Kanada Hljómsveitin Retro Stefson hélt til Kanada í vikunni til þess að koma fram í morgun- sjónvarpsþættinum Canada AM í Toronto. Framkoman er í tilefni af því að sveitin spilar á tónleikum þar í bæ á morgun sem bera yfirskriftina A Taste of Iceland. Aðrir sem koma fram eru Hermigervill, Young Karin og Uni Stefson. Vítaspyrna í Vestmannaeyjum í sjónvarp Nú standa yfir handritsskrif að nýjum sjón- varpsþáttum sem byggja á bók Gunnars Helgasonar, Vítaspyrna í Vestmanna- eyjum. RÚV hefur gefið vilyrði um að sýna þættina og ráðist verður í fjármögnun á næstu misserum. Tökur munu líklegast hefjast árið 2016.  TónlisT ný hljómsveiT júlí heiðars Söngvarinn Júlí Heiðar Halldórsson skaust upp á stjörnuhimininn árið 2009 með hinu umdeilda lagi Blautt dansgólf, sem varð mjög vinsælt hjá ungum krökkum. Ári síðar sigraði hann í söngkeppni framhaldsskólanna ásamt rapparanum Kristmundi Axel og voru þeir mjög áberandi um skeið, og þá sérstaklega hjá ungu kyn- slóðinni. Undanfarin tvö ár hefur farið minna fyrir Júlí og segir hann hafa eytt tímanum í lagasmíðar og í sumar stofnaði hann hljómsveit ásamt félögum sínum. „Þetta er mjög langt frá því sem ég var að gera áður. Ég er búinn að þroskast og þróast og unnið í því að finna minn stíl,“ segir Júlí. „Ég stofnaði hljómsveit í sumar ásamt félögum mínum og núna í októ- ber gáfum við út okkar fyrstu plötu. Það er miklu skemmtilegra að vera í hljómsveit en að vera að koma fram einn.“ Hljóm- sveitin heitir Limited Escape og platan nefnist platan Creek. „Stefnan er að halda útgáfutónleika í desember og gera tón- listarmyndband. Við erum búnir að spila á nokkrum tónleikum að undanförnu og það hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Júlí Heiðar. Platan Creek er fáanleg á tonlist.is -hf Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is Hef þroskast og fundið minn stíl  Fjölmiðlar Dr. Gunni Gerir sjónvarpsÞæTTi Fyrir rúv Segir poppsögu Íslands í átta sjónvarpsþáttum Poppfræðingurinn Dr. Gunni tekur 150 viðtöl fyrir nýja sjónvarpsþáttaröð um íslenska dægur- lagasögu. Þættirnir verða sýndir á RÚV og hafa verið seldir til erlendra sjónvarpsstöðva. Dr. Gunna blöskrar að gömlum upptökum úr safni RÚV hafi verið hent. Dr. Gunni er forfallinn vínyláhugamaður og gangandi alfræðiorðabók um íslenska tónlist. Hann notar alla sína vitneskju við gerð sjónvarpsþáttaraðar um íslenska tónlist. Ljósmynd/Hari Henný tekur við af Kamillu hjá Airwaves
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.