Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS II M R Æ Ð A 0 G F R É T T I R 390 Af sjónarhóli stjórnar. Kjaramál í nútíð og framtíð Sigurður Einar Sigurðsson 394 Skortur á hjúkrunarkonum kallaði á nýjungar Hávar Sigurjónsson 394 Ragnheiður Guðmundsdóttir heiðursfélagi LÍ Hávar Sigurjónsson 397 Ungt fólk sækir ekki í sjúkraliðanám Kristín Á. Guðmundsdóttir 399 Nýjung í læknadeild. Valnámskeið fyrir 6. árs nema Hávar Sigurjónsson 403 Þankar um þagnarskyldu Benedikt Ó. Sveinsson 404 Bréf til blaðsins. Af þrætubók Pétur Pétursson 409 Þing lyflækna A S T 1 R P 1 S T L A R 413 íðorð 187. Málfar í fyrirlestrum (frh) Jóhann Heiðar Jóhannsson 415 Einingaverð og taxtar/styrkir 427 Lausar stöður 417 Sérlyfjatextar 427 Ráðstefnur og fundir Læknadagar 2007 Undirbúningur er nú hafinn fyrir Læknadaga sem haldnir verða 15.-19. janúar 2007. Fyrirhugað er að ganga frá stærstum hluta dagskrár í byrjun sumars og eru þeir aðilar sem vilja leggja til efni vinsamlegast beðnir að senda hugmyndir að fyrirlestrum, málþingum, „vinnubúðum” eða öðrum dagskráratriðum fyrir 1. júní næstkomandi til Margrétar Aðalsteinsdóttur hjá Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi eða á tölvupósti magga@iis.is '\ fræðum sálgreiningar er þekkt kenningin um „spegilstig" bernskunnar þegar manneskja gerir sér grein fyrir sjálfri sér. Lítið barn sér sig í spegli og yfirfærir brotakenndar hugmyndir um sjálft sig yfir á spegilmyndina sem það sér, það býr til sjálfsmynd. „Hver er þetta? Þetta er ég!“ Á lífsleiðinni tekur manneskjan síðan ákvarðanir og velur sér lífsmynstur að miklu leyti út frá hugmyndinni um þessa sjálfsmynd. Það sem meira er, hún varpar þessari sjálfsmynd stöðugt á aðrar manneskjur sem verða á vegi hennar. Sálgreining fæst síðan við að losa um hömlur þessarar tilbúnu hugmyndar og horfast í augu við hið brotakennda og ófullkomna sjálf. Þetta er langur og ef til vill flókinn aðdragandi að þeirri einföldu staðreynd að myndlistarmaðurinn Huginn Þór Arason klippti af sér sitt síða hár og lét hárkollumeistara sníða úr þvi kollu. Hann tók brot af sinni sýnilegu sjálfsmynd, klippti af sér og setti fram sem listaverk, án titils, 2005. Nú getur hann og allir aðrir horft á þetta furðulega brot af líkamanum og spáð í það. Hvaða týpa er þetta, með sítt hár? Karl eða kona? Fórnarlamb tískunnar? Sjúklingur, lifandi eða látinn? Hippi? Þetta eru yfirborðskenndar vangaveltur en það er einmitt mergur málsins, yfirborðið. Þar liggur upphaf þess sem er svo miklu flóknara, allt sem ein manneskja samanstendur af, líkami og sál. Brotin sem mynda heild. Huginn hefur undanfarið tekið fyrir yfirborð sitt skref fyrir skref og þaulkannað. Hverja einustu spjör, boli, buxur, sokka, nærföt - hann hefur sniðið allt upp á nýtt og búið til málaðar eftirmyndir. Þessi áráttukennda rannsókn hefur skilað safni af ólíkum yfirborðsmyndum listamannsins og minnir óneitanlega á aðferð sálgreinisins sem losar um hinn herpta hnút um sjálfsmyndina. Nú sjáum við listamanninn I brotum, hann sér sjálfan sig í einingum eins og barn sem sér bara hendur og fætur og tengir það ekki eigin líkama. Hárið er I senn fullkomlega hversdagslegt, háð tísku og duttlungum en um leið tengt miklum breytingum í lífinu. Það er í öllu falli stór hluti sjálfsmyndar einnar manneskju og kann að skipta hana töluverðu máli. Það er ögrandi af Huginn að nota það beint sem viðfangsefni í listaverk í staðinn fyrir að kasta þvi og beina sjónum að breytingunum á sjálfum sér eftir klippinguna. í stað þess að horfa krúnurakaður í spegil og spyrja „hver er þetta?“ býr hann til verk sem kallar á aðra spurningu. Og ekki bara hann, heldur við öll hljótum að spyrja „hver var þetta?“ Fátt er hægt að segja um meðferðargildi verksins fyrir listamanninn en áhorfendur geta sem dæmi yfirfært gjörninginn á sjálfa sig, skoðað brot af sér sjálfum og spurt áleitinna spurninga. Markús Þór Andrésson Nauðsynlegt er að fram komi hvort óskað er eftir þátttöku Fræðslustofnunar við að greiða kostnað fyrir erlendan fyrirlesara. Læknablaðið 2006/92 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.