Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Að hagræða frásögn þannig að atburðarás falli betur að því, sem höfundur hefði kosið að hefði gerzt í listaverki formannsins er stuttlega sagt frá fundum stjórnar LR með þáverandi ritstjóra Læknablaðsins og orðaskipti rakin. Er það áhættu- lítið á meðan hinn brottrekni ritstjóri er einn um að draga í efa réttmæti frásagnarinnar og þess er gætt að láta ekki lausar fundargerðir. „Þegar eftirgrennslan leiddi í ljós að ekki fengist starfhæf ritstjórn með óbreyttum ábyrgðarmanni var ákveðið að leita til Jóhannesar Björnssonar prófessors um að leiða nýja ritstjórn ...” Fróðlegt væri þó að frétta nánar af því, hvort formaður LR hafi stundað þá eftirgrennslan af sér- stakri elju ellegar innt þáverandi ritstjóra fregna af undirtektum þeirra, er honum höfðu heitið liðsinni sínu. Að gefa í skyn að misferli hafi átt sér stað Þessi aðferð er ýmsum þrætubókarmönnum eðl- islæg. Svo mælist formanninum: „Líklega er því um að kenna að stjórnir lækna- félaganna hafa ekki dregið fram öll atriði málsins til kynningar meðal félagsmanna, hvað þá til ut- angarðsmanna, því oft má satt kyrrt liggja.” Hér er lipurlega dylgjað um, að stjórnir lækna- samtakanna hafi af tillitssemi þagað yfir einhverj- um ávirðingum fórnarlambs síns. Að endurtaka af sannfæringarkrafti eigin túlkanir, þótt þær séu á skjön við eðlilega rökhugsun Ýmis dæmi slíks má í þessari listrænu afurð for- mannsins finna: „Mér vitanlega hafði enginn stjórnarmanna nein óeðlileg hagsmunatengsl við Kára Stefánsson ellegar Islenska erfðagreiningu. [...] A engu stigi þeirrar umræðu tel ég að afstaða stjórnarmanna hafi mótast af þeim kærumálum og bréfaskriftum lögmanna sem í gangi voru. [...] Ég tel að enginn stjórnarmanna LR eða LÍ hafi með þessu sýnt Kára Stefánssyni undanlátssemi.” Tilvitnanir þessar skýra sig sjálfar, en vekja ber athygli á því, hversu klóklega höfundi tekst að fela hina tvöföldu neitun í fyrstu setningunni. Að gera lítið úr andstæðingnum og núa hon- um fáfræði um nasir Hinn víðsýni formaður gerir sér auðvitað grein fyrir því, að þeir, sem ekki játast undir vald og félagslega leiðsögn þröngspesíalista og fjárafla- manna úr læknastétt, geta ekki flokkast sem meðlimir mannlegs samfélags og skulu þeir kall- ast „útilegumenn” og „utangarðsmenn” og hljóta því að vera einangraðir og óupplýstir. Með þeim rökum er sá, er hér klappar tölvu, fljótafgreiddur. Að beita einungis þeim aðferðum, sem skylm- ingamaðurinn hefur á valdi sínu Að lokum er rétt að benda á, að í skrifi sínu fellur höfundur hvergi í þá gildru að beita húmor eða stílfræðilega listrænum efnistökum. Hefði hann reynt það er allsendis óvíst að sköpunarverk hans hefði orðið jafn glæsilegt og raun ber vitni. Formanni LR er hér með þakkað fyrir skemmt- unina. Læknablaðið 2006/92 405
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.