Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / HÁÞRÝSTINGUR til þess að leita svara við þeirri spurningu hvort einhver blóðþrýstingslækkandi lyf eða lyfjaflokk- ar skili gagnlegum áhrifum umfram blóðþrýst- ingslækkunina sjálfa. Frá meinalífeðlisfræðilegu sjónarmiði er notkun lyfja sem hindra virkni renin angiotensin kerfisins mjög áhugaverð. Pó ekki ríki almenn samstaða um hvað eigi að nota sem fyrsta lyf við háþrýstingi eru flestir sammála um að mikilvægast sé að lækka blóðþrýstinginn. Bæði eldri lyfin (33) og þau nýrri (34) hafa komið vel út í nýlegum stórum rannsóknum á háþrýstingi. Flestar klínískar leiðbeiningar mæla með notkun þvagræsilyfja sem fyrstu meðferð og ef þau eru ekki notuð sem fyrstu lyf þá eigi þau að minnsta kosti að koma inn sem lyf númer tvö (6, 7, 18). Þó verður að hafa í huga að í sumum tilvikum eru sérstakar ábendingar, aðrar en háþrýstingurinn, sem kalla á notkun lyfja af ákveðnum lyfjaflokki og að margir sjúklingar þurfa fleiri en eitt lyf til að ná meðferðarmarkmiðum. Notkun háþrýstings- lyfja á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði er nokkuð í samræmi við klínískar leiðbeiningar þar sem 39% eru á einu lyfi, 36% taka tvö eða fleiri lyf og 25% eru á þremur eða fleiri há- þrýstingslyfjum. Af þeim sem eru á einu lyfi voru flestir á beta hemlum (39%) eða þvagræsilyfjum (27%). í nýlegri rannsókn frá Svíþjóð voru 51% sjúklinganna á meðferð með einu lyfi og þar af voru 20% á beta hemlum og 6% á þvagræsilyfjum (21). Samanborið við Svíþjóð virðumst við nota oftar fjöllyfjameðferð og betahemla og þvagræsi- lyf sem fyrsta val. Stöðu annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúk- dóma var um margt ábótavant meðal háþrýstings- sjúklininganna í þessari rannsókn. Að minnsta kosti helmingur þeirra hafði þekktan krans- æðasjúkdóm, sykursýki, offitu eða of hátt kól- esteról (>6,0 mmól/L). Vitneskja um reykingar var takmörkuð. Þar sem reykingar eru einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma og reyndar margra annarra sjúkdóma, eru það augljóslega vonbrigði að geta ekki varpað ljósi á hvernig reyk- ingavenjum er háttað meðal þessara háþrýstings- sjúklinga. Þessi vöntun ásamt litlum upplýsingum í sjúkraskýrslum um líkamsþyngdarstuðul, hlýtur að kalla á endurmat á því hvernig á þessum þáttum er tekið og hvernig þeir eru skráðir við blóðþrýstingseftirlitið. Það kann að vera veikleiki þessarar rannsóknar og takmarka almennt gildi hennar að efniviðurinn er fenginn frá einni heilsugæslustöð. Einnig byggj- ast gögn um blóðþrýstingsgildi á afturskyggnri upplýsingaöflun og blóðþrýstingsmælingarnar voru því ekki staðlaðar. Á það má hins vegar benda að stöðin sinnir mjög stóru byggðarlagi og á henni starfa margir læknar. Þótt það hafi ekki verið rannsakað sérstaklega má geta sér þess til að eins mikill munur sé á milli vinnubragða lækna innan stöðvar eins og á milli stöðva hvað meðferð á háþrýstingi snertir. Markmið rannsóknarinnar er að bregða upp mynd af þeim raunveruleika sem við blasir í daglegu starfi á heilsgæslustöð sem fæst við meðferð háþrýstingssjúklinga í bland við óteljandi önnur vandamál. Rannsóknaraðferðin er áþekk aðferðum elendra rannsókna sem leitað hafa svara við áþekkum rannsóknarspurningum (21, 29). Miðað við að algengistölur er ljóst að ein- hver hópur háþrýstingssjúklinga á upptökusvæði heilsugæslustöðvarinnar fær ekki meðferð eða eftirlit hjá heimilislæknum stöðvarinnar. Ekki er unnt að álykta að hve miklu leyti er um van- greiningu að ræða því ganga má út frá því að einhver hluti sjúklinganna fái eftirlit og meðferð annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að innan við þriðjungur háþrýstingssjúklinga á stórri heilsugæslustöð á íslandi nær meðferðarmark- miðum klínískra leiðbeininga. Lyfjaval var hins vegar í samræmi við leiðbeiningar þar sem flestir sjúklinganna voru á beta hemlum eða þvagræsi- lyfjum. Fjöllyfjameðferð var einnig nokkuð algeng þó hana megi vafalaust auka og þar felist ótvíræð tækifæri til að ná meðferðarmarkmiðum í fleiri tilfellum. Háþrýstingssjúklingar í heilsugæslu eru áhættuhópur þar sem stór hluti þeirra reyndist vera með þekktan kransæðasjúkdóm, sykursýki, offitu eða aðra áhættuþætti. Þótt rannsóknin hafi verið takmörkuð við eina heilsugæslustöð og niðurstöður séu að ýmsu leyti í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna kalla þær á heild- rænt endurmat á meðferð og eftirliti sjúklinga með háþrýsting. Þakkir Rannsókn þessi var að hluta til styrkt af Vísindasjóði Félags íslenskra heimilislækna. Sérstakar þakkir fær Guðný Sigurvinsdóttir, læknaritari, fyrir aðstoð við vinnslu gagna. References 1. Stokes J, Kannel WB, Wolf PA, D’Agostino RB, Cupples LA. Blood pressure as a risk factor for cardiovascular disease. The Framingham Study-30 years of follow-up. Hypertension 1989; 13:113-8. 2. Ezzati M, Lopez AD, Rodgers A, Vander Hoorn S, Murray CJ. Selected major risk factors and global and regional burden of disease. Lancet 2002; 360:1347-60. 3. Burt VL, Whelton P, Roccella EJ, Brown C, Cutler JA, Higgins M, et al. Prevalence of hypertension in the US adult population. Results from the Third National Health and Nutrition Examination Survey, 1988-1991. Hypertension 1995; 25: 305-13. 4. Lewington S, Clarke R, Qizilbash N, Peto R, Collins R. Age-specific relevance of usual blood pressure to vascular mortality: a meta-analysis of individual data for one million Læknablaðið 2006/92 379
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.