Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÉTTIR ÚR LÆKNADEILD aðferðafræði rannsókna og hvernig skrifa eigi vís- indagreinar." Tómas segir að valnámskeiðið veiti einnig möguleika fyrir nemendurna að komast að á rannsóknarstofum og sérhæfðum deildum sjúkra- húsa erlendis. „Möguleikarnir í þeim efnum er fjölmargir en þar er mikilvægt að hafa tímann fyrir sér og því hvet ég nemendur til að kynna sér allt slíkt með góðum fyrirvara” Gunnhildur Jóhannsdóttir skrifstofustjóri á skurðdeild Landspítala hefur unnið að undirbún- ingi námskeiðsins ásamt Tómasi. Hún segir að reynsla spítalans af móttöku erlendra læknanema á skurðdeildum sjúkrahússins sé góð en þar er einmitt oft um að ræða nema í sambærilegum val- námskeiðum við erlenda læknaskóla. „Við búum því nú þegar að reynslu í móttöku erlendra læknanema á slíkum námskeiðum sem nýtist okkur beint við skipulagningu valnám- skeiðsins fyrir íslensku læknanemana,“ segir Gunnhildur. Kappsmál að lokka til sín sterka nemendur Tómas segir einu skilyrðin sem sett eru fyrir sam- þykkt á vali á viðfangsefni séu að nemandinn geti sýnt fram á að námið á valtímabilinu nýtist þeim síðar í starfi sínu sem læknar. „Með þessu skapast mjög margir nýir möguleikar bæði fyrir læknanema og leiðbeinendur þeirra. Horft er út fyrir hina hefðbundnu ramma læknadeildarinnar og öllum starfandi sérfræðingum er gefið tækifæri til að koma með hugmyndir að verkefnum sem þeir geta hugsað sér að leiðbeina nemendunum með á námskeiðinu. Parna opnast því fjölmörg tækifæri fyrir lækna og sérgreinar þeirra, bæði til kynningar sérgreininni og þeim rannsóknum sem henni tengjast. Það ætti að vera kappsmál lækna hverrar sérgreinar að lokka til sín sterka nemendur og vekja þannig áhuga á faginu.“ Tómas segir mjög mikilvægt að starfandi læknar séu samstíga læknadeildinni í að virkja möguleikana sem felast í valnámskeiðinu. „Við höfum lagt mikla vinnu í að skipuleggja þetta sem best til að fyrirbyggja misskilning og hugsanlega árekstra." Hann segir jafnframt að með hinu nýja náms- fyrirkomulagi sé verið að fela nemendunum sjálfum ábyrgðina að talsverðu leyti á eigin námi. „Auðvitað verður agi að vera til staðar og eftirlit með því að nemendur sinni náminu. En þegar þeir hafa lokið kjarnanámi í svo langan tíma þá ættu að gefast möguleikar á vali sem fer eftir áhuga hvers og eins og þá jafnvel út fyrir múra deildarinnar. Það er mikil ábyrgð lögð á herðar mér og kennslu- ráði læknadeildarinnar að fylgja þessu vel eftir og tryggja að námskeiðið fari vel af stað. Nemandinn verður að leggja fram svokallaða verkáætlun fyrir Harvard Medicalschool í ákveðinn tíma sem ég sem umsjónarmaður nám- Boston. skeiðsins tek afstöðu til og met hvort standist kröf- ur eða ekki. Nemandinn vinnur þessa verkáætlun í samstarfi við sinn leiðbeinanda og ég á ekki von á öðru en þetta gangi vel fyrir sig.“ Læknanám sem stenst ítrustu gæðakröfur Námskeiðið er síðasti hluti hins formlega sex ára læknanáms og tekur yfir fjóra mánuði en síð- asti mánuðurinn er ætlaður til undirbúnings fyrir USMLE læknanemaprófið sem er lokapróf þeirra. Prófið verður haldið um miðjan maí 2007. „Kjarni valnámskeiðsins er því þrír mánuðir sem nem- endur geta ráðstafað að töluverðu leyti sjálfir. Það er t.d. gert ráð fyrir góðum tíma til lesturs bóka og vísindagreina sem tengjast því viðfagnsefni sem neminn hefur valið sér. Valnámskeið er því ekki hugsað sem bein viðbót við hefðbundið klínískt nám á spítala eða heilsugæslustöð eins og tíðkast hjá yngri árgöngum.“ Tómas segir að læknanám sé í eðli sínu frekar íhaldsamt, enda byggt á gömlum gildum sem full ástæða sé til að halda í heiðri. „Læknadeildin hefur hinsvegar sýnt að þar er fullur hugur á því að bjóða nám sem er í senn nútímalegt og í hæsta gæða- flokki. Með þessum breytingum er verið að fylgja þeim straumum sem verið hafa ríkjandi í fremstu læknadeildum háskólanna í kringum okkur og við gjarnan tekið mið af. Ég myndi því segja að við séum að bjóða upp á mjög nútímalegt læknanám sem stenst ítrustu gæðakröfur." Nánari upplýsingar og eyðublöð um valnám- skeið sjötta árs má finna á heimasíðu læknadeildar www.hi.is Læknablaðið 2006/92 401
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.