Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 35
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ vægustu málunum, svo sem lífeyrissjóðsmálum og önnur réttindi ásamt lágmarkslaunum en leyfi meiri fjölbreytni en er í dag. Annað sem verður stórt mál í kjarasamningum framtíðarinnar er vinnutímatilhögun okkar lækna. Þar má kannski segja að stangist á tvö sjónarmið. Annars vegar langar vinnutarnir sem þýða sam- fellu í meðferð sjúklinga og einnig að vaktir eru ekki eins þéttar (tíðar). Hins vegar er ekki hægt að segja að þetta sé neinum hollt að vinna þessar löngu tarnir. Vinnutímatilskipun Evrópusam- bandsins er að setja mönnum æ þrengri skorður hvað þetta varðar, samanber hvíldartímaákvæði. Kannski er vandamálið þarna að við læknar ann- ars vegar og atvinnurekandinn hins vegar höfum ekki rætt þetta mál á þann hátt að líklegt er til lausnar. Annars vegar hafa læknar séð í hug- myndum atvinnurekandans um lausnir á þessu, fyrst og fremst kjaraskerðingu og eflaust hefur atvinnurekandinn litið svo á að læknar væru fyrst og fremst að reyna sækja sér kjarabætur ef breyta ætti núverandi ástandi. Það sem kannski hefur í raun og veru vantað er að menn settust niður utan við kjarasamningaborðið og viðruðu hugmyndir um hvernig þessum málum verði best fyrirkomið í framtíðinni. Þarna gæti myndast umræðugrund- völlur við aðstæður þar sem auðvelt er að viðra hugmyndir án skuldbindinga og skoða hvaða áhrif hvaða breytingar myndu hafa. Það er alveg augljóst að læknar munu ekki sætta sig við að breytingar á vinnutíma leiði til kjaraskerðingar og við þurfum að tryggja sjúkingum bestu mögulegu samfelidu þjónustu. Við þurfum hins vegar að átta okkur á að óhóflega langar vinnutarnir koma til með að heyra sögunni til nema kannski í einhverjum undantekn- ingartilfellum. Við læknar eigum skilyrðislaust að vera með í að þróa vinnutímatilhögun frekar en að láta þröngva einhverju upp á okkur. Þessi verkefni eru að mínu mali á forgangslista samninganefnda framtíðarinnar. Læknablaðið 2006/92 391
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.