Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKRALIÐAR fram að allir flokkar á Alþingi stóðu samhljóða að lagabreytingunni.” Ragnheiður segir að þrátt fyrir farsæla lend- ingu á þessu máli þá hafi hugmyndum hennar um sjúkraliðanámið verið tekið heldur fálega í fyrstu. “Þær mótbárur sem helst heyrðust vor m.a. að með þessu væri verið að draga hjúkrun niður á lægra stig. Auðvitað var það fáránleg mótbára. Að sjálf- sögu hlyti hjúkrun að batna, ef eingöngu þjálfað fólkfengist við hana, en á þessum tíma þurfti oft og tíðum að grípa til ólærðs fólks við hjúkrun sjúkra. Sumir óttuðust mótstöðu hjúkrunarkvenna gagn- vart nýrri stétt hjúkrunarfólks sem ekki hefði notið alveg sömu menntunar og þær sem fyrir voru. Kynni mín af samstarfi sjúkraliða og hjúkrunar- kvenna á sjúkrahúsunum í Bandaríkjunum eyddu þó öllum efasemdum mínum í þessu efni.“ Sannspá um hjúkrunarnám á háskólastigi Hér má vitna í grein sem Ragnheiður birti í Morgunblaðinu 28. október 1962 er hún kynnti þetta mál upphaflega fyrir íslenskum almenningi undir yfirskriftinni: Er þetta leiðin til að ráð bót á hjúkrunarkvennaskortimim? Þar segir m.a.: „Enda þótt samkomulag allra þeirra sem að hjúkrun starfa sé vissulega mikilvægt atriði, fannst mér það þó jafnvel enn mikilvægara að fá að herya álit ábyrgra manna á hvaða áhrif svona skemmri hjúkrunarþjálfun hefði á hjúkrunina sjálfa og menntun venjulegra hjúkrunarkvenna. Að 24 ára reynslu (upphafsár náms í practical nursing í Bandaríkjunum er 1938. innsk. Læknablaðsins.) fenginni var mér sagt að með auknu starfsliði og ákveðinni verkaskiptingu hlyti hjúkrunin í heild auðvitað að batna og nú væri t.d. mjög fátítt grípa þyrfti til hjálpar ófaglærðs fólks til aðstoðar sjúk- lingum svo sem gangastúlkna. Sama máli gegndi með hjúkrunarkonurnar. í rauninni yrði sérhver hjúkrunarkona ennþá verðmætari starfskraftur eftir en áður. Með auknum mannaforráðum hafa þær fundið enn meiri ábyrgð hvíla á sér, og hefur það í vaxandi mæli haft í för með sér að þær leita framhaldsmenntunar í fagi sínu. Enda er það svo í Bandaríkjunum að margar hjúkrunarkonur taka jafnvel háskólapróf (svo sem meistarapróf) í hjúkr- unarfræðum. Þetta á einkum við um þær sem búa sig undir yfirhjúkrunarkonu- og kennslustörf. Að þessi yrði einnig raunin hér, að hjúkrunarmenntun myndi jafnvel batna og komast á hærra stig með aukinni framhaldsmenntun er engin ástæða til að draga í efa.“ Hér reyndist Ragnheiður sannarlega sannspá og hjúkrunarnám á háskólastigi er löngu orðin staðreynd og sjúkraliðanámið sem upphaflega var 9 mánuðir lengdist í tvö ár þegar Sjúkraliðaskóli íslands var stofnaður árið 1975 og var starfræktur undir stjórn Heilbrigðis-og tryggingaráðuneyt- isins. Sjúkraliðaskólinn var lagður niður árið 1990 og námið flutt í Fjölbrautaskólann við Armúla/ Heilbrigðisskólann. Fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir frá Fjölbrautaskólanum við Armúla/ Heilbrigðisskólanum haustið 1991. Framhaldsnám fyrir sjúkraliða hófst við skólann í janúar 1992. Ungt fólk sækír ekkí í sjúkralíðanám Fyrir 40 árum útskrifuðust fyrstu sjúkraliðarnir á íslandi. Náminu var komið á vegna mikils og langvar- andi skorts á hjúkrunarfræðingum. Nú 40 árum seinna kemur í ljós að ástandið hefur ekkert batnað, í dag er mikill skortur bæði á hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum. Spurt er hvað veldur? Sjúkraliðafélag íslands hefur ár eftir ár varað við þeirri þróun sem greinileg hefur verið að magnast, þ.e. skorti á sjúkraliðum til starfa. í fyrsta lagi má benda á að sjúkraliðastéttin hefur verið svelt í þróun og þroska varðandi starfsrétt- indi, þrátt fyrir miklar breytingar á menntun þeirra. Stéttin hefur bent á þann mikla mun sem er á starfsréttindum sjúkra- liða á íslandi og sjúkraliða annar staðar svo sem á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. íslenskir sjúkraliðar hafa mun minni starfsréttindi og þrengra verk- svið, þrátl fyrir meiri menntun í hjúkrun. Þetta m.a. veldur því að ungt fólk fer ekki í sjúkraliðanám. Skortur á hjúkrunarfræðingum stafar eflaust að hluta til af því að þeim finnast störf sín vera of verk- miðuð, miðað við það langa há- skólanám sem þeir hafa. Þeir eru með sömu verkþætti og tilheyra sjúkraliðum í öðrum löndum. í öðru lagi má benda á að þegar aldursdreifing stéttarinnar er skoð- uð kemur fram að meðalaldur henn- ar er 46,72 ár. í sömu könnun kemur Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags fslands. einnig fram að sjúkraliðar hverfa snögglega af vinnumarkaðinum 60 ára, oftar en ekki orðnir öryrkjar. Það undirstrikar það sem haldið hefur verið fram að starf sjúkraliða er mjög erfitt, bæði andlega og lík- amlega. Andlega erfiði starfsins er ekki síður til komið af að starfa í vinnuumhverfi þar sem endalaus umræða er um, fjárhagserfiðleika stofnunarinnar sem unnið er á, umræða um niðurskurð í heilbrigð- iskerfinu og að opinberir starfsmenn séu til óþurftar. Könnun sem unnið hefur verið að á vegum BSRB og BHM sýnir að vaktavinna er sú vinna sem starfs- menn vilja ekki vinna og sýnilegt er að í dag er vægi fjölskyldunnar og einkalíf metið hærra en áður. í fyrirspurnartímum á Alþingi nú fyrir skemmstu, um skort á fólki til hjúkrunarstarfa sagði heil- brigðisráðherra Sif Friðleifsdóttir, að þrátt fyrir áhyggjur á skorti á hjúkrunarfræðingum, hefði hún mun meiri áhyggjur vegna skorts á sjúkraliðum. Kristín Á. Guðmimdsdóttir formaður Sjúkraliðafélags fslands Læknablaðið 2006/92 397
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.