Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR /FRÉTTIR ÚR LÆKNADEILD Tómas Guðbjartsson hjarla- og œðaskurðlœknir og aðjúnkt við iœknadeild og Gunnhildur Jóliannsdóttir skrifstofustjóri á skurðdeild Landspílala. Nýjung í læknadeild: Valnámskeið fyrír 6. árs nema í byrjun næsta árs verður í fyrsta skipti boðið upp á valnámskeið fyrir 6. árs læknanema við læknadeild HÍ. Þetta er nýjung sem Tómas Guðbjartsson, sérfræðingur á hjarta- og lungna- skurðdeild Landspítala og aðjúnkt við læknadeild- ina hefur umsjón með í samvinnu við kennsluráð læknadeildar. Boðið er upp á svipuð námskeið við marga erlenda læknaskóla en við skipulagn- inguna hefur Tómas meðal annars tekið mið af reynslu læknadeilda háskólanna í Lundi í Svíþjóð og Harvard í Boston þar sem hann stundaði fram- haldsnám og starfaði við kennslu. „Það má segja að þetta valnámskeið sé eins konar lokahnykkur á því breytingaferli sem hefur verið í gangi á læknanáminu og árgangurinn sem útskrifast á næsta ári hefur rutt á undan sér.“ Tómas segir að breytingarnar hafi staðið lengi yfir. Þær hafa aðallega verið unnar af Kristjáni Erlendssyni kennslustjóra læknadeildar en einnig af kennsluráði og sérstakri valnámskeiðsnefnd sem í áttu sæti læknarnir Runólfur Pálsson og Engilbert Sigurðsson og læknanemarnir Davíð Þór Þorsteinsson og Þórarinn Olafsson. „Valnámskeiðið sem við erum að kynna núna er reyndar talsvert frábrugðið því sem gert hefur verið áður en er engu að síður hluti af breyting- unum sem verið er að gera.“ Leitað út fyrir ramma deildarinnar Hann segir að valnámskeiðið sé í grunninn svipað og valnámskeið í rannsóknarvinnu sem 3. og 4. árs nemar hafa tekið en með 6. árs námskeiðinu sé verið að ganga skrefinu lengra. „Nemendurnir hafa ennþá meira um það að segja hvað þeir vilja gera og við bindum valið ekki við rannsóknir eingöngu. Meðal verkefna sem koma til greina á valnámskeiðinu eru göngudeildarvinna með lyf- og barnalæknum, hjartaþræðingar, dvöl á heilsu- gæslustöð, nýburadeild og mæðraskoðun. Einnig kemur til greina að fylgja skurðlæknum á stofu, geðlækni á göngudeild eða taka þátt í starfsemi ofvirkniteymis, kynnast hugrænni atferlismeðferð, taka þátt í heila- eða hjartaaðgerðum og stunda grunnrannsóknir. Loks kemur vel til greina að taka námskeið í siðfræði, heimspeki, sálarfræði, lög- fræði, stærðfræði og líffræði svo að dæmi séu tekin. Fyrir þá sem hafa áhuga á vísindarannsóknum er tilvalið að nýta tímann til að kynna sér frekar Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2006/92 399
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.