Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2006, Side 35

Læknablaðið - 15.05.2006, Side 35
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ vægustu málunum, svo sem lífeyrissjóðsmálum og önnur réttindi ásamt lágmarkslaunum en leyfi meiri fjölbreytni en er í dag. Annað sem verður stórt mál í kjarasamningum framtíðarinnar er vinnutímatilhögun okkar lækna. Þar má kannski segja að stangist á tvö sjónarmið. Annars vegar langar vinnutarnir sem þýða sam- fellu í meðferð sjúklinga og einnig að vaktir eru ekki eins þéttar (tíðar). Hins vegar er ekki hægt að segja að þetta sé neinum hollt að vinna þessar löngu tarnir. Vinnutímatilskipun Evrópusam- bandsins er að setja mönnum æ þrengri skorður hvað þetta varðar, samanber hvíldartímaákvæði. Kannski er vandamálið þarna að við læknar ann- ars vegar og atvinnurekandinn hins vegar höfum ekki rætt þetta mál á þann hátt að líklegt er til lausnar. Annars vegar hafa læknar séð í hug- myndum atvinnurekandans um lausnir á þessu, fyrst og fremst kjaraskerðingu og eflaust hefur atvinnurekandinn litið svo á að læknar væru fyrst og fremst að reyna sækja sér kjarabætur ef breyta ætti núverandi ástandi. Það sem kannski hefur í raun og veru vantað er að menn settust niður utan við kjarasamningaborðið og viðruðu hugmyndir um hvernig þessum málum verði best fyrirkomið í framtíðinni. Þarna gæti myndast umræðugrund- völlur við aðstæður þar sem auðvelt er að viðra hugmyndir án skuldbindinga og skoða hvaða áhrif hvaða breytingar myndu hafa. Það er alveg augljóst að læknar munu ekki sætta sig við að breytingar á vinnutíma leiði til kjaraskerðingar og við þurfum að tryggja sjúkingum bestu mögulegu samfelidu þjónustu. Við þurfum hins vegar að átta okkur á að óhóflega langar vinnutarnir koma til með að heyra sögunni til nema kannski í einhverjum undantekn- ingartilfellum. Við læknar eigum skilyrðislaust að vera með í að þróa vinnutímatilhögun frekar en að láta þröngva einhverju upp á okkur. Þessi verkefni eru að mínu mali á forgangslista samninganefnda framtíðarinnar. Læknablaðið 2006/92 391

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.