Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2006, Page 3

Læknablaðið - 15.09.2006, Page 3
RITSTJÓRNARGREiniAR Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is 587 112 hringja- hnoða Karl Andersen FRÆÐIGREINAR 591 Endurlífgunartilraunir utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu árin 1999-2002 Hjalti Már Björnsson, Sigurður Marelsson, Viðar Magnússon, Garðar Sigurðsson, Gestur Porgeirsson Margvíslegar breytingar hafa átt sér stað frá því síðast var gerður upp árangur af endurlífgunartilraunum utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1996 tók Neyðarlínan til starfa sem hefur einfaldað almenningi mjög að hringja eftir aðstoð í hið samræmda neyðarnúmer 112. Á sama tíma var þjónustusvæði neyðarbílsins stækkað og fyrirkomulagi útkalla breytt og tekið upp stefnumótakerfi sem byggist á því að í neyðarútköllum fara tveir sjúkrabflar: neyðarbíll með lækni frá slökkvi- stöð í Skógarhlíð og sjúkrabíll af þeirri slökkvistöð sem næst er. Petta á að stytta tímann þar til fyrsti sjúkrabíll er kominn á vettvang og talið nauðsynlegt vegna stækkunar höfuðborgarsvæðisins. 599 Heilsuefling í leikskólum í Reykjavík - áhættumat árið 2000 Ágústa Guðmarsdóttir, KristinnTómasson Rannsókn gerð á 16 leikskólum þar sem þeir voru metnir í fjóra flokka eftir vinnu- umhverfismat og rannsókn Vinnueftirlitsins byggðri á spurningalista sem starfsfólk svaraði. Eins og öllum má ljóst vera fylgir því umtalsvert andlegt og líkamlegt álag að starfa á leikskóla, en jafnframt er þar til staðar mjög mikil starfsánægja. Hér var einkum skoðaður aðbúnaður, vinnuumhverfi og líkamleg þægindi starfsfólks. 609 íslensk börn með ofvirkniröskun - lýsing á nokkrum þáttum í meðgöngu og fæðingu Margrét Valdimarsdóttir, Agnes Huld Hrafnsdóttir, Páll Magnússon, Ólafur Ó. Guðmundsson Ofvirkniröskun (athyglisbrestur með ofvirkni) er klínískt heilkenni athyglisbrests, hreyfiofvirkni og hvatvísi. Einkennin koma í ljós á barnsaldri og geta haldist fram á fullorðinsár. Rannsóknir benda til margra orsaka en að erfðaþátturinn vegi þyngst. Fram komu marktæk tengsl milli ofvirkniröskunar hjá barni og þáttanna: aldur móður innan við tvítugt við fæðingu barns, að barnið hafi verið fyrirburi eða hafi verið tekið með keisaraskurði eða töngum. Um er að ræða lýsandi rannsókn en enn eru ekki nægar forsendur til staðar til að draga ályktanir um orsakasamhengi áhættuþátta. 9. tbl. 92. árg. september 2006 Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104 -564 4106 (fax) Ritstjórn Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Karl Andersen Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@iis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband íslandsprent ehf. Steinhellu 10 221 Hafnarfirði Pökkun Plastpökkun ehf. Skemmuvegi 8m 200 Kópavogi ISSN: 0023-7213 Læknablaðið 2006/92 583

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.