Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 14

Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 14
FRÆÐIGREINAR / HJARTASTOPP Tafla 1. Staðfest hjartastopp með og án vitna. Vitni Ekki vitni P Heildar fjöldi 138 52 Meðalaldur (ár) 69 67 Aldursbil 26-95 35-87 Karlar:Konur 105:33 43:9 Meðal útkallstími (min.) 6.1 6.1 Innlagöir fjöldi (%) 74 (54%) 14 (27%) Útskrifaðir fjöldi (%) 40 (29%) 3 (6%) P<0,001 Upphafstaktur VF/VT fjöldi (%) 97 (70%) 23 (44%) útskrifaöir fjöldi (%) 35 (36%) 3(13%) Rafleysa fjöldi (%) 20 (15%) 19 (37%) útskrifaðir fjöldi (%) 3(15%) 0 Annar taktur fjöldi (%) 21(15%) 10(19%) útskrifaðir fjöldi (%) 2 0 Tafla II. Hjatrastopp í viðurvist með og án skyndihjálpar. Skyndihjálp Ekki skyndihjálp p Heildarfjöldi 70 60 Meðalaldur (ár) 66 72 Aldursbil 26-89 38-95 Karlar:Konur 51:19 47:13 Útkallstími (min.) 6.0 6.1 Innlagðir fjöldi (%) 42 (60%) 28 (47%) P=NS Útskrifaðir fjöldi (%) 27 (39%) 12 (20%) P=0,08 Upphafstaktur VF/VT fjöldi (%) 53 (76%) 42 (70%) útskrifaðir fjöldi (%) 23 (43%) 12 (29%) Rafleysa fjöldi (%) 6 (8%) 13 (22%) útskrifaðir fjöldi (%) 3 0 Annar taktur fjöldi (%) 11(16%) 5 (8%) Útskrifaöir fjöldi (%) 0 0 uðust með vitræna skerðingu voru með rafleysu á fyrsta riti en einn af 34 þeirra sem útskrifuðust án vitrænnar skerðingar. Kringumstœður í þeim 12 tilvikum þar sem hjartastopp varð í sjúkrabíl náðu sex einstaklingar að útskrifast. Þar á eftir virtist árangur heldur betri þar sem hjartastopp verður í bíl eða á vinnustað þar sem einstaklingar útskrifuðust í 7 af 29 tilvikum (24%) við þær aðstæður. í 42 tilvikum var útkallsstaður skráður annar eða óþekktur en flest hjarlastopp voru hins vegar í heimahúsum, eða 134 (58%) af þeint náðu 23 (17%) að útskrifast. Útkallstími Fullnægjandi upplýsingar um útkallstíma lágu fyrir í 163 tilvikum, eða 70%, en útkallstími er skilgreindur sem tíminn frá því að hringt er í neyðarlínu þar til sjúkrabíll stöðvast á vettvangi. Útkallstími var á bilinu 0-17 mínútur, að með- altali 6,1 mínútur og staðalfrávik 2,1 mínútur. Hjá þeim sem útskrifuðust lifandi var meðalútkallstími 5,0±2,7 mínútur, staðalvilia 0,5 mínútur, en hjá þeim sem létust var útkallstíminn að meðaltali 6,3±3,2 mínútur, staðalvilla 0,3 mínútur (p<0,05). Meðal þeirra 163 einstaklinga sem útkallstími var þekktur hjá lifðu 76 (47%) inn á legudeild og 31 (19%) útskrifuðust, en meðal þeirra 69 ein- staklinga þar sem útkallstími var óþekktur lifðu 20 (29%) inn á legudeild en 13 (19%) útskrifuðust. Nœrstödd vitni Skráning á því hvort vitni var að hjartastoppi reyndist ónákvæm. I 138 tilvikum var staðfest að vitni væru að hjartastoppi en talið að vitni hafi verið að atburðinum í 42 tilvikum. í 52 tilvikum var staðfest að engin vitni voru að hjartastoppi. I 12 tilvikum varð hjartastopp í viðurvist áhafnar sjúkrabílsins. Sé eingöngu horft til tilvika þar sem staðfest var að vitni hafi verið að hjartastoppi reyndist nærvera vitnis hefði mikil áhrif á árang- urinn. Úr þeim hópi er vitni varð að atburðinum lifðu 40 einstaklingar (29%) að útskrift en þrír (6%) þar sem engin vitni voru (OR 5,0 95% CI 1,5-16,9 p<0,001). Ef frá eru talin tilvik sem gerðust í viðurvist áhafnar sjúkrabílsins eða þar sem staðfest var að ekki var vitni að hjartastoppi reyndust 76/168 (45%) sjúklinganna lifa að innlögn á sjúkrahús, 35/168 (21%) útskrifast lifandi og 31/168 (18%) vera á lífi eftir eitt ár. Áhrif skyndihjálpar Af þeim 138 tilvikum þar sem staðfest var að vitni hefði verið að hjartastoppi lágu fyrir upplýsingar um hvort beitt hafði verið skyndihjálp í 130 til- vikum (91%); reyndust lífgunartilraunir gerðar í 70 (54%) tilvika (tafla II). Meðalaldur þeirra sem fengu skyndihjálp var 66,0±15,2 ár, staðalvilla 1,8 ár, en hins vegar 71,6±12,2 ár, staðalvilla 1,7 ár hjá þeim þar sem ekki var beitt skyndihjálp (p=0,02). Fjörutíu og tveir einstaklingar (60%) sem reynt var að veita skyndihjálp lifðu innlögn á sjúkradeild og 27 (39%) þeirra útskrifuðust. Hjá hópnum sem ekki fékk hjartahnoð og blástur lifðu 28 (47%) inn á legudeild og 12 (20%) útskrifuðust af alls 60 einstaklingum (OR 1,29 CI 0,7-2,3 P=NS fyrir inn- lögn og OR 1,93 95% CI 0,9-4,1 P=0,08 fyrir lifun). Enginn sjúklingur sem var í rafleysu, hægatakti 594 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.