Læknablaðið - 15.09.2006, Page 26
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING í LEIKSKÓLA
anlega geta slíkar aðstæður skapast í vinnuum-
hverfi starfsmanna á leikskólum til dæmis vegna
lágra launa og valdið því að smám saman þrói
reyndir starfsmenn með sér mikil óþægindi vegna
langvarandi streituviðbragða.
Hugsanlega veikir það niðurstöður rannsókn-
arinnar að starfsmenn meta sjálfir óþægindi sín
og heilsufar. Þeir gera mismunandi kröfur og hafa
ólíkar viðnþcgí)gnvart sjálfum sér. Sterk-
ara hefði verið að meta það líka með skoðun
utanaðkomandi aðila en á því voru ekki tök. I
þessu sambandi má benda á, að í rannsókn Itala á
stórum hópi starfsmanna stórverslana (21) kemur
fram að læknar meta að um 34,5% starfsmanna
hafi engin óþægindi frá hrygg síðastliðna 12 mán-
uði, út frá líkamsskoðun, spurningalista og út frá
aflfræði áhættugreiningar. I þessu verkefni eru að
meðaltali 70% starfsmanna sem skrá óþægindi frá
mjóbaki síðustu 12 mánuði.
Vinnumatseinkunnin gefur tækifæri til að bera
saman úttekt á vinnuumhverfi við mat starfsmanna
sjálfra á vinnuumhverfi sínu, líkamsbeitingu og lík-
amlegri og andlegri líðan. Einkunnin gefur nýja
möguleika á að meta mismunandi leikskóla út frá
sýnilegu vinnuumhverfi, en mikilvægt er að tryggja
betri prófun og stöðlun á sjálfu matinu, sem er of
huglægt í dag. Matið sýnir einnig að mikilvægt er
að gera áhættumat sem byggir á fleiri en einum
þætti, til dæmis sérhæfðu mati á vinnuumhverfi,
sem staðfest er af starfsmönnum, að minnsta kosti
að hluta til, en síðan er andlegi þátturinn tengdur
öðru, svo sem menntun, aldri og stærð leikskóla.
Mikilvægt er að draga fram þá miklu starfs-
ánægju sem starfsmenn lýsa við svörun á spurn-
ingum um starfsanda, hrós og stuðning sem starfs-
menn sýna hvor öðrum. Þessir þættir hafa ekki
verið dregnir fram áður með svo jákvæðum hætti
svo vitað sé.
Verkefnið hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð á
meðal starfsmanna og leikskólarnir voru spenntir
að fá að taka þátt. Það má leiða líkur að því að
starfsmenn hafi farið að hugsa um vinnuumhverfið
sem þáll sem hægt væri að hafa áhrif á. Áður en
verkefnið fór af stað réðu ríkjum viðhorfin: Hvað
er best fyrir börnin og hér gerum við það sem þarf
að gera, hvernig sem farið er að því.
Lokaorð
Þar sem aðbúnaðurinn er metinn verstur einkenn-
ast vinnustaðirnir af litlum leikskólum sem hafa
elstu starfsmennina sem hafa unnið lengst og á
sama stað og þar sem meirihluti er faglærður bæði
á starf og líkamsbeitingu. Þar er einkennandi mikil
starfsánægja, samheldni og hrós, en þar eru einnig
mestu líkamlegu óþægindin. Þar meta starfsmenn
líkamlegt erfiði meira en andlegt en meta aðbún-
aðinn betri en vinnumatseinkunn sýnir.
Þrengsli, hávaði, annar aðbúnaður og aldur er
nátengdur líkamlegri líðan. Andleg og félagsleg
líðan bætir ekki upp líkamlega líðan til langs tíma.
Byggt á þessu má draga þá ályktun að: Starfs-
ánægja er ekki alltaf til vitnis um að vinnuum-
hverfið sé í lagi.
Þakkir eru færðar öllum starfsmönnum Leik-
skóla Reykjavíkur sem komu að þessu verkefni á
einn eða annan hátt.
Heimildir
1. Bright KA, Calabro K. Child Care Workers and workplace
hazards in the United States: Overview of research and
implications for occupational health professionals. Occup Med
1999; 49:427-37.
2. Calabro KS, Bright KA, Cole FL, Mackey T, Lindenberg J,
Grimm A. Child Care Work. Organizational Culture and
Health and Safety. AAOHN Journal 2000; 48(10): 480-6.
3. King PM, Gratz R, Scheuer G, Claffey A. The ergonomics of
child care: conducting worksite analyses. WORK 1996; 6: 25-
32.
4. Gratz RR, Claffey A. Adult Health in Child Care: Health
Status, Behaviors, and Concerns of Teachers, Directors, and
Family Child Care Providers. Ear Childhood Res Quarterly
1996;11:243-67.
5. Owen BD. Intervention for Musculoskeletal Disorders Among
Child-Care Workers. Pcdiatrics 1994; 94/Suppl. 60:1077-9.
6. Calder J. Occupational Health and Safety Issues for Child-
Care Providers. Pediatrics 1994; 94/Suppl. 60:1072-4.
7. HelgadóttirB,RafnsdóttirGL,GunnarsdóttirHK,Hrafnsdóttir
KÓ, Tómasson K, Jónsdóttir S, et al. Könnun á heilsufari,
líöan og vinnuumhverfi starfsfólks á leikskólum í Reykjavík
(skýrsla). Reykjavík: Vinnueftirlitið, 2000. www.vinnueftirlit.
is/page/research
8. SPSS. SPSS Base 7.5 for Windows, User's Guide. In:
Chicago, IL.: SPSS, 1997.
9. Wayne WD. Biostatistics: A Foundation for Analysis in the
Health Sciences. John Wiley&Sons,Toronto 1987:610-5.
10. Arbejdstilsynet. Arbejdsmiljpvejviser 46. Dag- og dögn-
institutioner for b0rn og unge (serial online) 1999 (cited 2000
Feb).: www.at.dk/sw5808.asp#afs5
11. Swanson NG, Piotrkowski CS, Curbow B, Graville S, Kushnir
T, Owen D. Occupational health and Safety Issues in Child
-Care work. Pediatrics 1994; 94/Suppl. 60:1079-80.
12. Gratz RR, Claffey A, King P, Scheuer G. The Physical
Demands and Ergonomics of Working with Young Children.
Ear Child Develop Care 2002; 172:531-7.
13. Vinnueftirlitiö. Hávaði og heyrnarvernd. Reykjavfk:
Vinnueftirlitiö 2001.
14. Branchearbejdsmilj0rádet Social & Sundhed. St0j i
Daginstitutioner (serial online) 2001 (cited 2002 Nov).
15. Arbejdstilsynet. St0j og akustik (serial online)2001 (cited 2004
Nov).
16. Haakensen EB. Má det st0ye i barnehagen? (serial online)
2005 (cited 2005 Nov).
?
17. Siebert GW. Hazardous Noise of a Child Care Center. Am Ind
HygAssocJ 1989; 50: A809.
18. Markon P, LeBeau D. Health and safety at work for day-care
educators. Chicoutimi 1994; Canada: Universite du Quebec.
606 Læknablaðið 2006/92