Læknablaðið - 15.09.2006, Page 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ
á veittri þjónustu er því enginn fyrir þiggjanda
þjónustunnar, en læknarnir reka heilsugæslustöð-
ina sjálfir, sjá um innkaup, mannaráðningar og svo
framvegis.
Sama gildir um við þjónustu sálfræðinga hér
á landi. Þeir fá ekki, eins og geðlæknar, þjónustu
sína niðurgreidda af ríkinu og þurfa notendur sál-
fræðiþjónustunnar að borga meðferðina að fullu.
Geðheilbrigði er stór kafli í báðum þeim skýrslum,
sem ég hef nefnt, og bætt aðgengi að sálfræðingi eða
geðlækni hlýtur að vera hluti af því að efla það.
Þáttur Lýðheilsustöðvar er mikilvægur varð-
andi það að kanna og rannsaka það sem hefur
áhrif á heilsu landsmanna. Niðurstöðurnar verður
að skoða og bæta úr þar sem við á. Nú er unnið
að skipulagi lýðheilsunáms við Háskóla íslands
og Háskólinn í Reykjavík býður upp á nám í lýð-
heilsufræðum. Vonandi er þar lögð áhersla á for-
varnir. Markmiðin varðandi heilsueflingu eru skýr í
skýrslunum, sem nefndar hafa verið, en við þurfum
að huga betur að því hvaða leiðir eru greiðastar
að markmiðunum, skoða árangur aðgerða og bæta
það sem betur má fara.
Heimilislækna-
þingið
2006
Selfossi 17.-19. nóvember.
Heimilislæknaþingið er haldið á vegum FÍH og ætlað
öllum heimilislæknum.
Fluttir verða fyrirlestar og umræðuhópar verða um efni
sem tengjast störfum í heilsugæslu. Færnibúðir verða í
tengslum við þingið.
Kynntar verða rannsóknir og rannsóknaráætlanir í
heimilislækningum.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna rannsóknir/
rannsóknaráætlanir skulu senda ágrip til Bryndísar
Benediktsdóttur brynben@hi.is fyrir 1. október
næstkomandi. Ágrip skal skrifa á A-4 blað með sama
sniði og á fyrri þingum, þar skal koma fram tilgangur
rannsóknarinnar, efniviður og aðferðir, niðurstöður og
ályktanir. Ágrip verða birt í fylgiriti Læknablaðsins.
Skemmtileg makadagskrá í boði ráðstefnudagana.
Nánari dagskrá og skráning á heimasíðu F.Í.H.
Undirbúningsnefndin
Læknablaðið 2006/92