Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / DOKTORSVÖRN
Doktorsvörn í Uppsölum
Helgi Birgisson varði nýverið doktorsritgerð
sína: „ Cancer of the colon and rectum. Population
based survival analysis and study on adverse
effects of radiation therapy for rectal cancer“
við læknadeild Háskólans í Uppsölum, Svíþjóð.
Leiðbeinendur voru dr. Lars Páhlman prófessor,
dr. Ulf Gunnarsson dósent báðir við skurðdeild
Akademiska sjúkrahússins í Uppsölum og dr.
Bengt Glimelius prófessor við krabbameinslækn-
ingadeild Akademiska sjúkrahússins í Uppsölum
og Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.
Vörnin fór fram í Uppsölum þann 19. maí
í auditorium minor í Museum Gustavianum.
Andmælandi var dr. Ragnar Hultborn prófess-
or við krabbameinslækningadeild Sahlgrenska
sjúkrahússins í Gautaborg og í dómnefnd voru
dr. Per Hall prófessor í geislafaraldsfræði við
Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi, dr. Per-Olof
Nyström prófessor við skurðdeild Karolinska
sjúkrahússins í Huddinge, Stokkhólmi og dr. Ingela
Tuvesson prófessor í krabbameinslækningum við
Akademiska sjúkrahúsið í Uppsölum.
Doktorsritgerðin byggðist á þremur birtum vís-
indagreinum og einni vísindagrein í handriti:
• Birgisson H, Talback M, Gunnarsson U,
Páhlman L, Glimelius B. Improved survival in
cancer ofthe colon and rectum in Sweden. Eur
J Surg Oncol 2005; 31:845-53.
• Birgisson H, Páhlman L, Gunnarsson U,
Glimelius B. Occurrence of second cancers in
patients treated with radiotherapy for rectal
cancer. J Clin Oncol 2005; 23:6126-31.
• Birgisson H, Páhlman L, Gunnarsson U,
Glimelius B. Adverse effects of preoperative
radioation therapy for rectal cancer: Long-term
follow-up ofthe Swedish Rectal Cancer Trial. J
Clin Oncol 2005; 23:8697-8705.
• Birgisson H, Páhlman L, Gunnarsson U,
Glimelius B. Late gastrointestinal disorders
after surgery for rectal cancer and the rela-
tionship to preoperative radiation therapy
(Handrit).
Upplýsingar frá sænsku krabbameinsskránni
voru notaðar til að reikna út hlutfallslegar lífslíkur
(relative survival rate) sjúklinga í Svíþjóð með ristil-
og endaþarmskrabbamein og til að finna síðkomin
krabbamein (second cancers) tengd geislameðferð
hjá sjúklingum sem gengist hafa undir aðgerð vegna
endaþarmskrabbameins. Sjúkraskýrslur auk upp-
lýsinga um innlagnir frá sænsku sjúklingaskránni
voru notaðar til að meta seinar aukaverkanir vegna
geislameðferðar fyrir aðgerð hjá sjúklingum með
endaþarmskrabbamein. Lifunarrannsóknir byggð-
ust á upplýsingum frá allri sænsku þjóðinni en
sjúklingar sem tóku þátt í Uppsala rannsókninni
og Sænsku endaþarmskrabbameinsrannsókninni á
geislameðferð vegna endaþarmskrabbameins lágu
að baki rannsóknum um seinar aukaverkanir og
uppkomu síðkominna krabbameina.
Hlutfallslegar 5 ára lífslíkur sjúklinga með bæði
ristil- og endaþarmskrabbamein bötnuðu mark-
tækt á tímabilinu 1960-1999, frá 39,6% til 57,2%
og frá 36,1% til 57,6%. Lífslíkur sjúklinga með
endaþarmskrabbamein bötnuðu hlutfallslega meir.
Sjúklingar sem voru geislaðir vegna endaþarms-
krabbameins höfðu meiri hættu á að fá síðkomin
krabbamein samanborið við þá sjúklinga sem
höfðu eingöngu gengist undir skurðaðgerð. Þessi
aukna hætta var nær eingöngu tengd uppkomu
krabbameina í líffærum sem lágu innan eða við
geislunarsvæðið (RR 2,04; 95% CI 1,10-3,79). Auk
þess reyndust mikilvægustu seinu aukaverkanimar
eftir geislameðferð vera tengdar meltingarvegi,
það er þarmastífla (RR 1.88; 95% CI 1,10-3,20) og
kviðverkir (RR 1,92; 95% CI 1,14-3,23).Ávinningur
geislameðferðar fyrir aðgerð reyndist vega þyngra
en neikvæðar hliðar meðferðar, þessir sjúklingar
höfðu betri lífslíkur og staðbundin endurkoma
krabbameinsins var sjaldgæfari. Þannig voru
20,3% sjúklinga í Sænsku endaþarmskrabbameins-
rannsókninni sem höfðu verið geislaðir greindir
með staðbundna endurkomu krabbameinsins eða
síðkomið krabbamein samanborið við 30,7%
sjúklinga sem voru eingöngu meðhöndlaðir með
skurðaðgerð (RR 0,55; 95% CI 0,44-0,70).
Álykta má að lífslíkur sjúklinga með ristil- og
endaþarmskrabbamein hafi batnað umtalsvert á
undanförnum áratugum. Sérstaklega á þetta við
um sjúklinga með endaþarmskrabbamein sem er
líklegast tengt betri skurðtækni og geislameðferð
Verjandi, sœkjandi og
dómnefnd að lokinni
vörn, talið frá vinstri:
Ragnar Hultborn, Ingela
Tuvesson, Per Hall, Per-
Olof Nyström og Helgi
Birgisson, ánœgðastur
allra.
Læknablaðið 2006/92 639