Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / DOKTORSVÖRN Doktorsvörn í Uppsölum Helgi Birgisson varði nýverið doktorsritgerð sína: „ Cancer of the colon and rectum. Population based survival analysis and study on adverse effects of radiation therapy for rectal cancer“ við læknadeild Háskólans í Uppsölum, Svíþjóð. Leiðbeinendur voru dr. Lars Páhlman prófessor, dr. Ulf Gunnarsson dósent báðir við skurðdeild Akademiska sjúkrahússins í Uppsölum og dr. Bengt Glimelius prófessor við krabbameinslækn- ingadeild Akademiska sjúkrahússins í Uppsölum og Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Vörnin fór fram í Uppsölum þann 19. maí í auditorium minor í Museum Gustavianum. Andmælandi var dr. Ragnar Hultborn prófess- or við krabbameinslækningadeild Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg og í dómnefnd voru dr. Per Hall prófessor í geislafaraldsfræði við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi, dr. Per-Olof Nyström prófessor við skurðdeild Karolinska sjúkrahússins í Huddinge, Stokkhólmi og dr. Ingela Tuvesson prófessor í krabbameinslækningum við Akademiska sjúkrahúsið í Uppsölum. Doktorsritgerðin byggðist á þremur birtum vís- indagreinum og einni vísindagrein í handriti: • Birgisson H, Talback M, Gunnarsson U, Páhlman L, Glimelius B. Improved survival in cancer ofthe colon and rectum in Sweden. Eur J Surg Oncol 2005; 31:845-53. • Birgisson H, Páhlman L, Gunnarsson U, Glimelius B. Occurrence of second cancers in patients treated with radiotherapy for rectal cancer. J Clin Oncol 2005; 23:6126-31. • Birgisson H, Páhlman L, Gunnarsson U, Glimelius B. Adverse effects of preoperative radioation therapy for rectal cancer: Long-term follow-up ofthe Swedish Rectal Cancer Trial. J Clin Oncol 2005; 23:8697-8705. • Birgisson H, Páhlman L, Gunnarsson U, Glimelius B. Late gastrointestinal disorders after surgery for rectal cancer and the rela- tionship to preoperative radiation therapy (Handrit). Upplýsingar frá sænsku krabbameinsskránni voru notaðar til að reikna út hlutfallslegar lífslíkur (relative survival rate) sjúklinga í Svíþjóð með ristil- og endaþarmskrabbamein og til að finna síðkomin krabbamein (second cancers) tengd geislameðferð hjá sjúklingum sem gengist hafa undir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins. Sjúkraskýrslur auk upp- lýsinga um innlagnir frá sænsku sjúklingaskránni voru notaðar til að meta seinar aukaverkanir vegna geislameðferðar fyrir aðgerð hjá sjúklingum með endaþarmskrabbamein. Lifunarrannsóknir byggð- ust á upplýsingum frá allri sænsku þjóðinni en sjúklingar sem tóku þátt í Uppsala rannsókninni og Sænsku endaþarmskrabbameinsrannsókninni á geislameðferð vegna endaþarmskrabbameins lágu að baki rannsóknum um seinar aukaverkanir og uppkomu síðkominna krabbameina. Hlutfallslegar 5 ára lífslíkur sjúklinga með bæði ristil- og endaþarmskrabbamein bötnuðu mark- tækt á tímabilinu 1960-1999, frá 39,6% til 57,2% og frá 36,1% til 57,6%. Lífslíkur sjúklinga með endaþarmskrabbamein bötnuðu hlutfallslega meir. Sjúklingar sem voru geislaðir vegna endaþarms- krabbameins höfðu meiri hættu á að fá síðkomin krabbamein samanborið við þá sjúklinga sem höfðu eingöngu gengist undir skurðaðgerð. Þessi aukna hætta var nær eingöngu tengd uppkomu krabbameina í líffærum sem lágu innan eða við geislunarsvæðið (RR 2,04; 95% CI 1,10-3,79). Auk þess reyndust mikilvægustu seinu aukaverkanimar eftir geislameðferð vera tengdar meltingarvegi, það er þarmastífla (RR 1.88; 95% CI 1,10-3,20) og kviðverkir (RR 1,92; 95% CI 1,14-3,23).Ávinningur geislameðferðar fyrir aðgerð reyndist vega þyngra en neikvæðar hliðar meðferðar, þessir sjúklingar höfðu betri lífslíkur og staðbundin endurkoma krabbameinsins var sjaldgæfari. Þannig voru 20,3% sjúklinga í Sænsku endaþarmskrabbameins- rannsókninni sem höfðu verið geislaðir greindir með staðbundna endurkomu krabbameinsins eða síðkomið krabbamein samanborið við 30,7% sjúklinga sem voru eingöngu meðhöndlaðir með skurðaðgerð (RR 0,55; 95% CI 0,44-0,70). Álykta má að lífslíkur sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein hafi batnað umtalsvert á undanförnum áratugum. Sérstaklega á þetta við um sjúklinga með endaþarmskrabbamein sem er líklegast tengt betri skurðtækni og geislameðferð Verjandi, sœkjandi og dómnefnd að lokinni vörn, talið frá vinstri: Ragnar Hultborn, Ingela Tuvesson, Per Hall, Per- Olof Nyström og Helgi Birgisson, ánœgðastur allra. Læknablaðið 2006/92 639
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.