Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 25

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 25
FRÆÐIGREINAR / HRORNUN AUGNBOTNA Aldursbundin hrörnun í augnbotnum - yfirlitsgrein Guðleif Helgadóttir’ Hjúkrunarfræðingur Friðbert Jónasson1,2 Augnlæknir Haraldur Sigurðsson2,1 Augnlæknir Kristinn P. Magnússon3 Li'ffræðingur Einar Stefánsson 1,2 Augnlæknir ‘Háskóli íslands, 2augndeild Landspítala, 3íslensk erfðagreining ehf. Fyrirspurnir og bréfaskiptir: Einar Stefánsson, einarste@landspitali. is Lykilorö: hrörnun í augnbotn- um, faraldsfrœði, áhœttuþœttir, blinda, augu. Ágrip Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (AMD) er algengasta ástæðan fyrir blindu í hinum vestræna heimi í dag. Þessum sjúkdómi er ekki lýst í gögnum Björns Ólafssonar fyrir rúmlega öld síðan en hann var fyrsti augnlæknirinn á íslandi. Á blinduskrá 1950 eru 6% blindir vegna þessa sjúkdóms. I dag veldur sjúkdómurinn 54% af lögblindu á íslandi samkvæmt blinduskrá Sjónstöðvar íslands. Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri. Erfðir og umhverfisþættir eru talin hafa áhrif á tilurð sjúkdómsins. Óbeinar aðferðir, svo sem tví- burarannsóknir og aukin lægni í ákveðnum ættum, hafa bent til að erfðir hafi áhrif. Nýverið hafa litn- ingarannsóknir staðfest þennan grun með því að finna svæði á litningi 1 og 10 sem virðast hafa áhrif á tilurð sjúkdómsins. AMD flokkast annars vegar í byrjunarstig sem einkennist af drúsen og litarefnistilfærslum í augn- botni og samfara því óverulegri sjónskerðingu. Meðferðarform við byrjunarstigi eru fá, þó hafa rannsóknir sýnt fram á notagildi andoxunarefna, svo sem vitamín E og C ásamt zinki. Hitt form AMD er lokastigið með verulegri sjónskerðingu. Það er ýmist þurrt með rýrnun í makúlu eða vott með æðanýmyndun undir sjónhimnu og blæð- ingum. Meðferðarmöguleikar við þurra formið eru í dag litlir, en þetta form er mun algengara hér á landi miðað við önnur lönd án þess að fyrir því liggi haldbærar skýringar. Aftur á móti eru verulegar vonir bundnar við nýja meðferðarmögu- leika í vota forminu. Staðbundin leysimeðferð á fyrirfram lyfja merkta himnu í sambland við lyfja- meðferð sem gefin er inn í augað. Það lyf hindrar vaxtarþátt nýæðamyndar (anti-VEGF). Nýjungar í meðferð sjónskertra þar sem nýjasta tölvutækni er notuð reynist þeim sem nú eru með sjúkdóminn betur, tækin eru betri og þeir einstak- lingar sem fá sjúkdóminn í dag hafa oft náð valdi á tölvutækni. Með fjölgun aldraðra er þó ljóst að þessi sjúkdómur verður vaxandi heilbrigðisvanda- mál á íslandi, sem og í hinum vestræna heimi, og er því mikilvægt að bæta meðferð, þjónustu og ráðgjöf fyrir þennan sjúklingahóp. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (Age- ENGLISH SUMMARY Helgadóttir G, Jónasson F, Sigurðsson H, Magnússon KP, Stefánsson E Age related macular degeneration Læknablaðið 2006; 92: 685-96 Age-related macular degeneration (AMD) is the main reason for blindness today in the western hemisphere. According to Björn Ólafsson, who was the first ophthalmologist in lceland a century ago, this disease was not found in lceland. In the blindness-registry of 1950 6% blindness was due to this disease. Today, AMD is responsible for 54% of legal blindness in lceland. The incidence of the disease increases with age. Heredity and environmental factors are thought to influence its etiology. Indirect methods, including twin studies and increased frequency of this disease in some families, have demonstrated that hereditary factors may be important. This has been confirmed recently by demonstrating that genes on chromosome 1 and chromosomelO play a role. This disease is classified as early stage, with drusen and pigmentary changes and insignificant visual loss. Treatment options for this stage are limited. The use of vitamin E and C and Zinc has, however, been shown to delay its progress. The second and end stage involves visual loss, either as a dry form with pigment epithelial atrophy or wet form, with new vessel formation. Treatment options for the dry form are limited. The second form is more common in lceland than in other countries. Treatment options for the wet form have increased. Localised laser and drug treatment to neovascular membranes, either alone or as a combination treatment with drugs that have anti-proliferate effect on new vessels (anti-VEGF) are increasingly used. New treatment methods are also used in assisting those that are already visually handicapped. The use of computers is increasing as are the patients’ computer skills. As the number of the elderly increases, AMD will be an increasing health problem in lceland as in other Western countries. It is therefore important to improve the treatment options and the service and counselling of patients. Keywords: age-related macular degeneration, epidemiology, rísk factors, biindness, eyes. Corresponding author: Einar Stefánsson, einarste@landspitali. is Læknablaðið 2006/92 685
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.