Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2006, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.10.2006, Qupperneq 27
FRÆÐIGREINAR /HRÖRNUN AUGNBOTNA A. Drúsen Drúsen er þýskt orð og hefur verið þýtt sem þúst eða þúfa. Drúsen er eitt af fyrstu einkennum AMD og er skipt í: a. hörð>63pm, b. mjúk afmörkuð c. mjúk óskýr. Við augnbotnaskoðun sjást hvítar eða gulleitar skellur á makúlusvæðinu sem liggja undir basal- himnu litþekjunnar. Með hækkandi aldri verður þykknun á Bruch’s himnu, þykknun í ysta lagi sjónhimnu og innsta lagi æðahimnu. Þetta dregur úr möguleikum niðurbrotsefnanna að komast sína leið og þau safnast upp sem drúsen (6) (mynd 2). Þetta eru fyrst og fremst niðurbrotsefni frá diskum ljósnema en þeir endurnýjast stöðugt og innihalda einkum fitusambönd. Stærð, litur, lögun, fjöldi og staðsetning þeirra geta verið mismunandi í augn- botnum. Staðsetningu þeirra er lýst sem fjarlægð frá foveola (7). Drúsen geta verið hörð eða mjúk. Hörð drúsen eru hringlaga blettir í augnbotni með skörpum brúnum. Þau eru samkvæmt skilgreiningu minni en 125 pm í þvermál og oftast minni en 63 pm. Mjúk drúsen eru stærri en þau hörðu og eru með gula eða gráleita áferð. Ytri mörk þeirra geta verið afmörkuð eða óskýr (mynd 3a). B. Litþekjubreytingar, „sorturek” Litþekjubreytingar í augnbotni getur verið til staðar við allar tegundir af AMD. Of mikið af litarefni (hyperpigmentation) er áhættuþáttur fyrir nýæðamyndun (7, 8) og getur orsakast meðal annars af auknu melaníninnihaldi í litþekjunni,íjölgun á litþekjufrumum eða aukning á litþekjufrumum sem innihalda lipofuscin auk mel- aníns og draga í sig meir af intrarauðu ljósi. Of lítið litarefni (hypopigmentation): felst í þynningu á litþekjuvef og þar með minnkaðri melanín þéttni í litþekjufrumum. Þetta gerist oft samfara drúsenmyndun (mynd 3b). A mynd 3a eru bæði mjúk og hörð drusen, og á mynd 3b eru litþekjubreytingar í augnbotni. C. Purr rýrntm (Geographic atrophy) Við þurra rýrnun rýrnar litþekjan þannig að sést í æðar æðuhimnu og afmarkast svæði á litþekjunni sem hefur vel afmarkaðar og skarpar brúnir. Stærð svæðisins þar sem æðarnar eru sjáanlegar þarf að vera stærra en 175 pm í þvermál (3). Þurr rýrnun getur verið með eða án drúsena (7). Á mynd 4a er þurr rýrnun með drúsen í kring. Mynd 4b er líka þurr rýrnun en hér eru æðar æðuhimnu betur sýnilegar á rýrnunarsvæðinu. Mynd 4c er síðan skýringarmynd af sama svæði, litþekjuna vantar og æðar æðuhimnu verða þá sjáanlegar. Mynd 3a. Drúsen bœði mjúk og hörð. Mynd 3b. Litþekjubreytingar í augnbotni. Mynd 4a. Þurr rýrnun með drúsen, litlu Mynd 4b. Þurr rýrnun án drúsen. œðar í gulu blettirnir eru drúsen. œðuhimnu sjást. D. Vota formið (Exudative AMD) Vota formið felst í nýæðamyndun undir sjónhimnu, sem getur leitt til blæðingar (choriodial neovascul- arjzation CNV) eða vökvasöfnun undir litþekju og/eða sjónhimnu. Þetta form endar sem örmynd- un á makúlu (3) (mynd 5). Til þess að greina nýæðamyndun í votri hrörnun er gerð fluorescein- eða ICG (indocyanine green) æðamyndataka (7) Á mynd 5 er sýndur dæmigerður gangur votrar hrörnunar (CNV). Þetta byrjar sem nýæðamynd- un sem síðan leiðir til blæðingar og endar sem örvefur. Á mynd 6 eru skýringarmyndir sem sýna ann- ars vegar nýæðamyndun undir litþekjunni og hins vegar blæðingu sem orsakast af nýju æðunum. Vot hrörnun getur líka lýst sér sem litþekjulos (pigment epitelial detachment PED). Þá verður vökvasöfnun undir litþekjunni sem oftast er vegna nýæðamyndunar undir litþekjunni. Oftast gerist þetta í báðum augum yfirleitt innan tveggja ára (9). Mynd 4c. Skýringarmynd afþurri rýrnun, hér sést afmarkað svœði á litþekjunni þar vantar litþekju og æðar í œðuhimnu eru sjáanlegar. (8) Læknablaðið 2006/92 687
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.