Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 29

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 29
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUN AUGNBOTNA byrjandi sjónbreytingar. Ef einstaklingur hefur greinst með byrjunarstig er ráðlegt fyrir hann að nota Amsler-sjónsviðspróf (mynd 8). Með því að nota þetta próf reglulega getur hann sjálfur fylgst með breytingum á sjóninni. Mikilvægt er að framkvæma prófið á eftirfarandi hátt: Hafa blaðið alltaf í sömu fjarlægð, nota góða birtu og varast að það glampi á blaðið. Gera prófið á hvoru auga fyrir sig. Horfa fast á svarta punktinn fyrir miðju blaði og meta þannig hvort óeðlilegar breytingar verði á hliðlægum línum, hvort þær verði bogadregnar, ekki hornréttar hvor á aðra eða það vanti línur. Sjúklingum með AMD finnst einna verst að geta ekki lesið. Það er ekki eingöngu að sjónskerp- an minnki, bjögunin getur orsakað veruleg óþæg- indi, eins og fram kemur á mynd 9. Faraldsfræði AMD AMD er helsta ástæðan fyrir lögblindu í Evrópu (16, 17) Ástralíu (18) og USA (19). Samkvæmt Blinduskrá Sjónstöðvar Islands frá 2000 (20) eru um 676 einstaklingar eða 54% hinna blindu á íslandi með AMD, (sjón <3/60 á betra auga) og 1712 einstaklingar eða 63% þeirra sem eru skráðir sjónskertir (sjón <6/18 á betra auga), sem er svip- að hlutfall og á öðrum Vesturlöndum (18,21,22). AMD virðist vera að aukast umfram hækkandi aldur þjóðarinnar (23), og greinist hjá yngri ein- staklingum. AMD er talinn vera orðin jafn algeng orsök sjónmissis og sykursýki og gláka hjá einstak- lingum 16-65 ára í Englandi og Wales (23). AMD er eini augnsjúkdómurinn þar sem tilfellum og skráningum í blinduskrár vegna lögblindu fjölgar á síðustu áratugum (24). Hækkandi aldur og árang- ursríkari meðhöndlun á öðrum augnsjúkdómum skýrir þetta að hluta til. Þessi sjúkdómur er algengari hjá einstaklingum af hvítum kynstofni en lituðum (25). Þó er algengi AMD að aukast í Japan og þá aðallega seinni stig sjúkdómsins (24, 26) svo og í öðrum löndum Austur-Asíu (24). Flestar rannsóknir sýna svipað algengi á byrj- unarstigs breytingum hjá svörtum og hvítum en svart fólk hefur mun lægri tíðni á lokastigs breyt- ingum, sem getur orsakast af umhverfisþáttum eða auknu magni af litarefnum í makúlu (27). Fjölmargar rannsóknir sýna að algengi bæði byrjunar og lokastigs AMD hækkar eftir 70 ára aldur.Teknar hafa verið saman niðurstöður (28) úr mörgum stórum rannsóknum sem skoða algengi sjúkdómsins hjá hvítum einstaklingum og nota alþjóðaskilgreininguna á AMD (3). í töflu I er samantekt á rannsókn Klaver og fleiri (28) sem sýnir algengi byrjunar og lokastigs Mynd 7. Þessi mynd sýnir dcemi um sjónbreytingar hjá AMD sjúkling. Mynd 8. Amsler-sjónsviðspróf. Fyrri myndin sýnir hvernig einstaklingur með eðlilega sjón sérsjónsviðsprófið ogseinni myndin sýnir hvernigAMD sjúklingur með aflaga og/ eða bjagaða sjón sérsama blað. Mynd 9. Samverkandi þœttir sem hafa áhrifá lestur vegna sjón- breytinga lijáAMD sjúklingi. AMD í mismunandi aldursflokkum. Niðurstöður úr rannsókn frá þremur heims- álfum (29) sýna að með hækkandi aldri eykst algengi nýæðamyndunar mest, síðan algengi þurrar rýrnunar og minnst hjá þeim sem eru með blandaðan sjúkdóm. Þessu er líklega öfugt farið á íslandi (30). Orsakir og áhættuþættir Orsakir AMD eru ekki Ijósar en eru talin vera sambland erfða og umhverfisþátta (31). Fjölmargar rannsóknir hafa skoðað áhættuþætti fyrir AMD og eru niðurstöður mjög mismunandi eftir rann- sóknum (32).Tafla II sýnir þá þætti sem hafa sýnt fylgni við AMD. Aldur er marktækur marktækur Læknablaðið 2006/92 689

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.