Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUN AUGNBOTNA ekki er hægt að meðhöndla með fyrrnefndri leysi- meðferð einkum vegna skemmda á aðliggjandi vef. Þetta varnar sjóntapi og möguleika viðkomandi til að nota sjónhjálpartæki síðar meir (89-91, 99, 100). Vandinn við þessa meðferð er að meðhöndla þarf sama sjúklinginn oft. d. Skurðaðgerðir Lýst hefur verið ýmsum skurðaðgerðum sem allar beinast að sjúklingahópnum sem er með nýæða- myndun. Reynt hefur verið að fjarlægja nýæðanet, færa heilbrigða sjónhimnu á svæðið þar sem ný- æðamyndun var og fjarlægja blóð frá makúlasvæði. Arangur er enn í dag óviss og og þarf frekari rannsóknir til að meta langtímaáhrif þeirra. e. Lyfgegn vaxtarþáttum (Anti VEGF) Nýverið kont hér á markað fyrsta lyfið sem ætti að hafa áhrif á tilurð nýæðamyndunar. Þótt fyrstu erlendu niðurstöður sýni að hér sé um góða meðferðarviðbót að ræða er enn of snemmt að segja til um langtímaárangur. Vandamálið við þessa meðferð er að hana þarf að gefa inn í augað og endurtekið á sex vikna (86,101,102). AMD á íslandi Það er áhugavert að skoða sögu AMD hér á landi á liðinni öld. í skrá um augnsjúkdóma frá árunum 1894 til 1904 sem tekin var saman úr sjúkraskrám fyrsta augnlæknisins á íslandi, Björns Olafssonar, er sjúkdómurinn ekki nefndur (103). Blinduhugtakið var mjög á reiki hér á landi eins og víðast annars staðar á fyrri hluta síðustu aldar er prestar skráðu blint fólk á manntalsskýrslur. Ekki var til nein lagasetning né fastbundin hefð til að fara eftir með blindumörk einstaklinga. Einstaklingur var talinn vera annaðhvort stein- blindur eða starfsblindur. Steinblindur var sá er greindi ekkert ljós eða örlitla birtu, og starfs- blindur eða félagslega blindur var sá sem var ófær að vinna starf, sem sjónar þurfti við og átti erfitt með að komast leiðar sinnar á ókunnum stað. Hér á landi var aðallega miðað við steinblinda þegar blindir voru skráðir. Árið 1940 gerði Kristján Sveinsson augnlæknir athugun á skrá yfir blinda hér á landi og voru þá um 3,4%o af íbúum landsins blindir, eða alls 409 einstaklingar (104). Guðmundur Björnsson (103) gerði árið 1950 athugun á blindu fólki hér á landi og fékk svipaðar hlutfallstölur og Kristján eða um 3%o. Flestir voru skráðir blindir vegna gláku eða 52% og rúmlega 6% vegna hrörnunar í augnbotnum en hann miðaði við sjón 3/60 eða minna, svo ætla má að það gefi ekki rétta mynd af algengi sjúkdómsins á þessum tíma þar sem svo lág sjónskerpumörk voru notuð. Reglur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um heiti og skráningu sjúkdóma tóku gildi hér á landi 1. janúar 1951 og þar er blinda miðuð við sjónskerpu 6/60 eða minna með besta gleri, og /eða sjónvídd 20 gráður eða minna (103). í dag er eins og fram hefur komið blinda skilgreind sem sjón 3/60 eða minna á betra auga en talað um lögblindu sem sjón 6/60 eða minna á betra auga. í lok árs 1979 eru tæplega 40% þeirra sem voru á blinduskrá með AMD og voru þá sjónskerpumörk miðuð við lögblindu 6/60 eða minna og voru konur tvöfalt fleiri en karlar. Talið er að flestir lögblindir sem voru á lífi 1. desember 1979 séu meðtaldir í þessari skýrslu þar sem upplýsingar voru fengnar frá bæði augnlæknum og stofnunum sem veittu sjóndöpru fólki aðstoð á þessum tíma (105). Samkvæmt ársskýrslu Sjónstöðvar Islands árið 2000 eru 676 einstaklingar á blinduskrá, eða 54% vegna AMD, en á blinduskrá vegna gláku eru 65 einstaklingar eða 5%. Þegar litið er á orsakir sjónskerðingar meðal allra skjólstæðinga Sjónstöðvarinnar eða 2708 á 14 ára tímabil (1987- 2000) þá er 63%, eða 1712 einstaklingar með sjúkdómsgreininguna AMD (20). Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Vesturlandi, Austurlandi og í Reykjavík. Guðmundur Björnsson (106) gerði könnun á augnhag Borgfirðinga á tímabilinu 1976 til 1978 og voru þá rúmlega 60% af íbúum svæðisins 40 ára og eldri skoðaðir. Hann notaði Framingham-skil- greininguna sem byggist á því að sjónskerpumörk eru 6/9 eða minna og að sjúklegar breytingar í makúlu séu sýnilegar. Ekki var gerður munur á byrjunar- eða lokastigi. Heildaralgengi á AMD var 8,8% á byrjunar og lokastigi samanlagt. Konur voru fleiri en karlar í þessari rannsókn (tafla Illa). Friðbert Jónasson og Kristján Þórðarson (107) gerðu könnun á augnhag Austfirðinga á árunum 1980-1984. Rúmlega 80% íbúa á þessu landsvæði 43 ára og eldri voru skoðaðir. Sjónskerpumörk voru 6/9 eða minna ásamt aldursbundnum breyt- ingum í makúlu. I þessari rannsókn var lokastig AMD sérstaklega skoðað, og skipt í þurra og vota formið (tafla Illb). Heildaralgengivar6,7%. AMDfannstekkiíald- urshópnum 43-52 ára en jókst með hækkandi aldri og var orðið 22% hjá 73 ára og eldri (108). Þetta eru svipaðar tölur og í Borgarnesrannsókninni og í bandarísku Framingham-augnrannsókninni, sem allar nota sömu greiningarmörk. í Frantingham er heildaralgengi AMD 9% og hjá 75 ára og eldri var 692 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.