Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 63

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Athugasemd við grein um ofvirkniröskun Margrét Valdimarsdóttir, Agnes Huld Hrafnsdóttir, Páll Magnússon, Ólafur Ó. Guðmundsson. Islensk börn með ofvirkniröskun - lýsing á nokkrum þátt- um í meðgöngu og fæðingu. Læknablaðið 2006; 92: 609-14. f septemberhefti Læknablaðsins birtist ofan- nefnd grein, þar sem fjallað er um nokkra þætti í meðgöngu og fæðingu sem höfundar tengja ofvirkniröskun barna. Annar undirritaðra (RTG) veitti fyrsta höfundi greinarinnar ráð í viðtali áður en byrjað var á rannsókninni, þar á meðal um hvernig nálgast mætti gögn um fæðingar á íslandi og æskilega framkvæmd rannsóknar sem þessarar, en kom ekki að gerð hennar eða birtingu. Allmargar athyglisverðar niðurstöður með haldgóðan bakgrunn koma fram í greininni, svo sem um tengsl ofvirkniröskunar við ungan aldur mæðra og við fæðingu fyrir tímann, en þar eru einnig ályktanir þar sem tölfræðilegar og aðferða- fræðilegar forsendur um orsakasamband eru veikar, eins og höfundar nefna sjálfir. Athugunin var afturskyggn þar sem foreldrar svöruðu spurningum eftir minni í svonefnda upplýsingaskrá þegar þau komu með börnin til meðferðar allt að 15 árum eftir fæðinguna. Brottfall var nærri 25% og kynjahlutfall 4:1, drengjum í vil. í þessu felast umtalsverðir skekkju- valdar vegna úrvals (selection bias) og misminnis (recall bias), enda þótt reynt sé að leiðrétta kynja- hlutfallsmuninn. Viðmiðunargildi voru valin með misjöfnum hætti fyrir hverja rannsóknabreytu og virðist hentugleiki hafa ráðið. Besti samtíma viðmiðunarhópurinn, öll börn sem fæddust á íslandi á árabilinu 1986-1995, var notaður til að meta áhrif af aldri mæðra við fæðinguna og voru þá tæplega þrisvar (ekki rúmlega tvisvar) sinnum fleiri mæður í rannsóknarhópnum á táningsaldri (n=36). Líknahlutfall (odds ratio) var ekki reiknað og öryggismörk ekki gefin, en samt er líklegt að þetta sé mikilvæg ábending sem meðal annars áréttar þörf á að framhald verði á aðgerðum til að draga úr unglingaþungunum eins og gert hefur verið með árangri nokkur undanfarin ár (1) www. landlaeknir.is Upplýsingar um reykingar eru háðar verulegri misminnisskekkju og viðmiðunarhó- purinn ekki sambærilegur hvað úrtak varðar og tímabil. Varðandi tengsl við fyrirburafæðingar og fæðingarþyngd var samanburðurinn slembiúrtak frá fæðingaskráningunni. Pað úrtak tók til tímaþils áratug eftir að rannsóknarbörnin fæddust, sem gerir niðurstöðurnar ótryggar. Samtíma breytingar á lifun fyrirbura gefa aðeins takmarkað tilefni til að skýra mun milli rannsóknar- og viðmiðunar- hópanna. Þá voru fyrirburar ekki skilgreindir eins og gert er samkvæmt alþjóðalegum venjum (36 vikur í stað 37 vikna = 259 daga) og þar sem líknahlutfall og öryggismörk vantar er ekki unnt að átta sig á raunverulegum mun milli lítils rann- sóknahóps (n=34/189) og meðalgilda slembiúr- takanna. Ályktanir um keisaraskurði og tangarfæðingar eru ekki áreiðanlegar vegna þess að viðmiðunin er einungis fengin úr einni ársskýrslu um fæðingar á íslandi, frá árinu 2001, sem er meira en áralug eftir að rannsóknarbörnin voru að fæðast (miðgildi fæðingarárs). Með þessu er ekki tekið tillit til breytinga á tíðni keisaraskurða á þessum tíma (2) og ekki greint milli val- og bráðaaðgerða. Bornar voru saman sex tangarfæðingar í rannsóknarhópnum (3,1% rannsóknarhópsins) og tvær fæðingar (0,8% af 196), sem er „viðmiðunin“ sem fæst úr tölum þessa einstaka árs. Ef nota á Fischers próf á svona lágar tölur fæst óhjákvæmilega marktæk niðurstaða, en útreikningur sem þessi er hins vegar ekki réttlætanlegur. Með engu móti er hægt að segja út frá þessu hvort það er fæðingarmátinn sem skiptir máli eða ástæðan fyrir því að grípa þurfti til inngrips á borð við tangarfæðingu eða keisaraskurð. Upplýsingarnar um sogklukkufæðingar hefði ekki átt að birta. Sú nálgun sem höfundar nota til að skoða mikilvægt vandamál í íslensku samfélagi stenst að ýmsu leyti ekki vísindalega gagnrýni. Tilfella- viðmiðunarathugun (case-control study) hefði verið betri aðferð. Við bendum á nauðsyn þess að læknar og aðrir heilbrigðismenn vinni saman á breiðum, faglegum grunni og leiti ráða hverjir hjá öðrum til aukins skilnings á viðfangsefnum. M verður líklegra að beitt sé aðferðum sem hægt er að taka fullt mark á og niðurstöðurnar hafi það vægi sem þeim er ætlað. Heimildir 1. Bender SS. Adolescent pregnancy. Thesis, University of Iceland 2005. 2. Jónsdóttir G, Bjarnadóttir RI, Geirsson RT, Smárason A. Eru tengsl á milli tíðni keisaraskurða og burðarmálsdauða á íslandi undanfarin 15 ár? Læknablaðið 2006; 92:191-5. Reynir Tómas Geirsson, PRÓFESSOR, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, SÉRFRÆÐILÆKNIll Höfundar starfa báðir á kvennasviði Landspítala. Svar höfunda greinarinnar má finna á næstu opnu. Læknablaðið 2006/92 723
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.