Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 3

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 3
RITSTJÓRNARGREiniAR 843 Skimun fyrir lungnakrabbameini Steinn Jónsson 844 Baráttan við lungnakrabbamein - betur má ef duga skal Tómas Guðbjartsson FRÆÐIGREINAR 847 Sjónhimnubjúgur og barksterasprautun augna Elín Gunnlaugsdóttir, Dan O. Öhman, Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir, Einar Stefánsson Augnlæknar á íslandi hafa stundað triamcinolone inndælingu í augu frá því í febrúar 2004 og er hér gerð grein fyrir þeim sem fengið hafa sterainndæl- ingu í auga á Landspítala 2004-2006. Sjónhimnubjúgur er yfirleitt metinn með klínískri skoðun, optical coherence tomography (OCT) eða æðamyndatöku með fluorescein efni. OCT hefur það fram yfir hinar aðferðirnar að geta mælt þykkt sjónhimnu og þar með gefið magntölu á bjúginn. 855 Sjúkratilfelli: Langdregin barkabólga í kjölfar herpes simplex sýkingar Margrét Sturludóttir, Helga Margrét Skúladóttir, Þórólfur Guðnason, Björn Ardal Sjúkratilfellið er um 15 mánaða gamlan hraustan dreng með barkabólgu, en hann sýndi ekki batamerki innan viku líkt og vaninn er. Drengurinn var greindur með herpes simplex barkabólgu á grunni blóðvatnsprófa. Hann fékk barkstera við komu á spítala sem er viðurkennd meðferð við slæmri barkabólgu. - Fræðimenn hafa deilt um hvort aðrar veirur auðveldi herpes simplex-veirunni að ná fótfestu en í þessu tilviki voru algengar veirusýkingar útilokaðar með blóðvatnsprófi. 859 Lífgun nýbura Þórður Þórkelsson, Atli Dagbjartsson I 5-10% tilvika þarf nýburi aðstoð fyrst eftir fæðinguna. Yfirleitt nægir að örva barnið eða veita því öndunaraðstoð. Mjög sjaldan er gripið til hjartahnoðs og enn sjaldnar gefin lyf. Gott mæðraeftirlit og góð fæðingarhjálp er hornsteinn að velferð nýburans, en alltaf verður að gera ráð fyrir að nýfætt barn geti þurft hjálp á fyrstu mínútum lífsins. Hér eru gefnar leiðbeiningar um endurlífgun nýbura og eiga við um endurlífgun fyrst eftir fæðingu, en jafnframt um end- urlífgun á börnum að eins mánaða aldri. Byggjast þær á ráðleggingum Int- ernational Liaison Committee on Resuscitation. Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is 12. tbl. 92. árg. desember 2006 Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Karl Andersen Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@iis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðlð Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband íslandsprent ehf. Steinhellu 10 221 Hafnarfirði Pökkun Plastpökkun ehf. Skemmuvegi 8m 200 Kópavogi ISSN: 0023-7213 Læknablaðið 2006/92 839

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.