Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 5

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 5
II M R Æ Ð A 0 G F R É T T I R 867 Af sjónarhóli stjórnar. Læknafélag - fyrir hverja og hvers vegna? Sigurðiir E. Sigwðsson 868 íþyngjandi vandi Evrópubúa Offita, ofeldi og hreyfingarleysi Staðreyndir sem vega þungt Þyngdarstuðull ekki áreiðanlegur mælikvarði Hávar Sigwjónsson 871 Ævilöng ánauð - viðtal við Ludvig Guðmundsson Hávar Sigwjónsson 876 Mikilvægt að skimað sé fyrir öðrum hugsaniegum röskunum - viðtal við Sólveigu Jónsdóttur Hávar Sigwjónsson 877 Leikin fræðslumynd um heilabilun 879 Hnarreistar flöskur og létthlaupandi - áhugamál Einars Thoroddsen Hávar Sigwjónsson 885 Sameindamyndgreining - aðferð til að greina sjúkdóma á frumu- og sameindastigi - viðtal við Sigurð Sigurðarson og Vilmund Guðnason Hávar Sigwjónsson 886 Síra Jón Steingrímsson - líf hans og lækningar I Örn Bjarnason 893 Um fulltrúalýðræði í LÍ Sigwbjörn Sveinsson F fl S T I R P I S T l fl R_____________________________________ 895 íðorð 193. Aðstoð óskast Jóhann Heiðar Jóhannsson 896 Læknadagar 2007 795 Einingaverð og taxtar 893 Sérlyfjatextar 904 Ráðstefnur og fundir 905 Vefst okkur íslensk tunga um tönn? - Hugleiðing höfundar Þórarinn Eldjárn LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Um töluvert skeið hafa raunsæislegar myndir af hinu og þessu verið áberandi í myndlist og þar hefur ný stafræn tækni helst ráðið för í Ijósmyndun og mynd- böndum. Pessi áhersla sem enn er ríkjandi hefur smitast í aðra miðla, samanber mikið framboð á fígúratífu málverki. Um leið hefur örlað á andsvari sem vex um þessar mundir fiskur um hrygg og er sérstaklega áberandi i nýjum teikningum. Það er eins og nú sé að einhverju leyti löngun til þess að í myndlist sé skynjanleg beintenging milli listaverks og handa listamanns sem vinn- ur það. Sem dæmi eru abstraktteikningar þar sem sjá má handbragð einstaklings í einstöku verki, þar sem skynja má íhugun og tíma í úrvinnslu. Á forsíðu Lækna- blaðsins að þessu sinni er verkið Blásturs- blóm frá árinu 2005, eftir Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur (f. 1969). Hún er búsett ( Belgíu þar sem hún fæst auk teikninga við gerð innsetninga sem fela í sér skúlp- túra, Ijósmyndir og myndbönd. Hún setur fram verk sem vísa í tilvistarlegar vanga- veltur um samskiþti og tilfinningar og notar helst likamann og tungumálið sem forsendur rannsókna sinna. Með því að beina sjónum áhorfandans að hvers kyns smáatriðum gefur hún til kynna tíma sem á lítið skylt við asann í samtímanum, hún nostrar við verkin og þar liggur ekki allt í augum uppi. Með þvi að þaulskoða þau kemur fram lagskipting, glær himna, göt eftir nálastungur og saumaðir þræðir. Til að undirstrika þessi einkenni mótvægis við raunveruleikann og daglegt lif eru þau spunnin út frá kunnuglegum formum en að öðru leyti hugarsmíð listamannsins. Bláar æðar liggja að klösum þar sem fínlegar, rauðar háræðar móta nýrna- laga liffæri en um leið minnir teikningin á valmúa á hvolfi, Blástursblómin eiga sér enga raunverulega fyrirmynd. Þau gætu jafnvel minnt á jólakúlur nú á aðventunni. Sumar linur eru dregnar fínlega en aðrar brenglast þar sem liturinn hefur blætt og sundrast í blautum pappír. Síðar hafa bæst við skellur af akrílefni sem auk þess að dempa það sem undir er, bjóða upp á áframhaldandi vinnslu myndarinnar á nýju yfirborði. Þetta er aðferðafræði sem Guðný Rósa hefur sérhæft sig í og ein- kennir aðrar teikningar hennar. Þær eru orðnar eins og einhvers konar lifandi vefur sem hún sker upp til að kanna undirlagið, krukkar í og saumar fyrir. Markús Þór Andrésson Læknablaðið 2006/92 841 © Rétthafi myndarinnar er Galerie Conrads

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.