Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 9

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 9
gjörgæslulækninga vega þungt í bættum árangri skurðaðgerða. Betri skurðtækni hefur einnig haft sitt að segja og hægt er að nema á brott stærri æxli en áður, jafnvel æxli sem vaxin eru út í brjóstvegg eða miðmæti. I síðarnefndu tilfellunum getur komið til greina að beita geisla- og krabba- meinslyfjameðferð fyrir skurðaðgerð (6). Með þessu móti er hægt að minnka æxlin og auðvelda brottnám þeirra. Svipuð meðferð getur átt við hjá sjúklingum með meinvörp í miðmætiseitlum. Þetta er ekki hættulaus meðferð og því er mikilvægt að vanda val á sjúklingum fyrir slíka meðferð. Nákvæm stigun sjúkdómsins er algjört lykilatriði í þessu sambandi, ekki síst mat á útbreiðslu eitilmeinvarpa í miðmæti. Auðvelt er að taka sýni úr flestum þessara eitla með miðmætisspeglun sem er hættulítil aðgerð en krefst þó svæfingar. Margt bendir til þess að speglunin eigi rétt á sér hjá þorra sjúklinga sem ekki hafa fjarmeinvörp, enda hefur verið sýnt fram á að tölvusneiðmyndir eru ónákvæmar í greiningu eitilmeinvarpa. Svo- kallaður PET-skanni gæti þó komið í stað mið- mætisspeglunar, að minnsta kosti hjá hluta sjúk- linga, en þessi rannsókn krefst hvorki skurðstofu né svæfingar (7). PET-skanni er hins vegar ekki til á Islandi og er brýnt að bæta úr því sem allra fyrst. Eitt helsta vandamál eftir skurðaðgerðir er að rúmur þriðjungur sjúklinga greinist með endurkomu krabbameins (8). í flestum tilvikum er um fjarmeinvörp að ræða, til dæmis í heila eða beinum. Á síðustu árum hafa rannsóknir því beinst að viðbótarmeðferð með krabbameinslyfjum eftir skurðaðgerð og hefur sjúklingum hér á landi verið boðin slík meðferð. Gagnsemi hennar er ekki fullkönnuð en alþjóðlegar rannsóknir (til dæmis IALT og SALT) benda til þess að sjúklingum farnist betur eftir slíka viðbótarmeðferð (6, 9). Tilkoma nýrra og öflugra krabbameinslyfja sem þolast betur en eldri lyf er mikilvæg í þessu sam- bandi. Þessi lyf skipta þó mestu máli fyrir þann stóra hóp sjúklinga sem eingöngu er gefin líknandi meðferð og á vonandi eftir að lengja líf þeirra og auka lífsgæði. Af nýjurn lyfjum eru mestar vonir bundnar við svokallaða tyrosine kinasa hemjara sem hamla vexti krabbameinsfrumna, meðal annars með því að hemja svokallaða EGF-viðtaka (epidermal growth factor receptors) og virðist hluti sjúklinga svara meðferðinni mun betur en meðferð með eldri krabbameinslyfjum (10). Ljóst er að ofantalin atriði eru aðeins áfanga- sigrar í baráttunni við lungnakrabbamein. Við vitum hver er langalgengasta orsök þessa mann- skæða krabbameins og því verður meginbaráttan enn um sinn að felast í öflugum tóbaksvörnum. Heimildir 1. Jónasson J, Tryggvadóttir L. Cancer in Iceland. Icelandic Cancer Society, Reykjavík 2004. 2. Umfang reykinga. Samantekt 2006. Lýðheilsustöð/Capacent Gallup, Reykjavík 2006. 3. Del av folkhálsomál 11. Minskat bruk av tobak - var stár vi i dag? Statistik november 2005. Statens folkhálsoinstitut. www. fhi.se/upload/ar2005/ovrigt/Tobaksfakta nov05.pdf. 4. Henschke CI, Yankelevitz DF, Libby DM, Pasmantier MW, Smith JP, Miettinen OS. Survival of patients with stage I lung cancer detected on CT screening. N Engl J Med 2006; 355: 1763-71. 5. Myrdal G, Gustafsson G, Lambe M, Horte LG, Stahle E. Outcome after lung cancer surgery. Factors predicting early mortality and major morbidity. Eur J Cardiothorac Surg 2001; 20:694-9. 6. Betticher DC. Adjuvant and neoadjuvant chemotherapy in NSCLC: a paradigm shift. Lung Cancer 2005; 50/Suppl 2: S9- 16. 7. Poncelet AJ, Lonneux M, Coche E, Weynand B, Noirhomme P. PET-FDG scan enhances but does not replace preoperative surgical staging in non-small cell lung carcinoma. Eur J Cardiothorac Surg 2001; 20:468-74. 8. Socinski MA.The current status of adjuvant chemotherapy for resected non-small cell lung cancer. Semin Oncol 1999; 26/5 Suppl 15:27-33. 9. Arriagada R, Bergman B, Dunant A, Le Chevalier T, Pignon JP, Vansteenkiste J. Cisplatin-based adjuvant chemotherapy in patients with completely resected non-small-cell lung cancer. N Engl J Med 2004; 350:351-60. 10. Paez JG, Janne PA, Lee JC,Tracy S, Greulich H, Gabriel S, et al. EGFR mutations in lung cancer: correlation with clinical response to gefitinib therapy. Science 2004; 304:1497-500. Læknablaðið 2006/92 845

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.